Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1936, Síða 22

Læknablaðið - 01.03.1936, Síða 22
i6 LÆICNAB LAÐ IÐ Smágreinar og athugasemdir. Utanfarir héraðslækna. Ekki veit ég betur en aÖ allir héraðs- læknar, sem hafa fengið pláss í Danmörku, hafi verið mjög á- nægðir me'ð dvöl sina erlendis. Er þetta lítill kafli úr bréfi: Mér hefir liðið ágætlega. Yfir- læknirinn er framúrskarandi vin- gjarnlegur maður, tók mér af- brigðavel og hefir látið sér mjög ant um að ég hefði sem mest upp úr dvölinni. Eg hefi tekið þátt í öllum störfum sjúkrahússins frá því ég kom og kynst sjúklingum af öllu tagi og afdrifum þeirra. Ó- skiftu sjúkrahúsin eru ákjósanleg- ustu lærdómsstaðirnir fyrir ísl. héraðslækna, því þar sér maður margt, sem má notfæra sér heima fyrir. Sjúkl. hverfa heldur ekki út úr höndum rnanns til allskonar sér- fræðinga. Yfirlækninum stendur stuggur af sérfræðingaöldinni, sem gengur nú yfir, enda er hann óvenju al- hliða læknir. Eg hefi haft mikið gagn af veru minni og óska að fleiri kollegar heima gætu notfært sér þessi pláss.----- Eg set þennan l)réfkafla til at- hugunar fyrir ]iá héraðslækna, sem ekki hafa notað þessi tækifæri til framhaldsnáms. G. H. F rétti r. Dr. med. Halldór Hansen er ný- lega farinn áleiðis til Englands. Mun ætlun hans vera, að dvelja þar og í Þýskalandi um tveggja mánaða tíma. Á St. Jóseps sjúkrahúsinu í Reykjavík hefir Bjarni Jónsson cand. med. verið ráðinn sem fast- ur kandidat í 6 mán. Á Nýja klepp Kristján Þorvarðarson cand. med. Sömuleiðis í 6 mán. Halldór Kristjánsson héraðs- læknir frá Siglufirði hefir undan- farna mán. dvalið í gistivist á Landspítalanum. Þ. 13. jan. s. 1. var haldinn 'fundur í L. R. að Nýja Kleppi. Bjarni Jónsson cand. med. sýndi litun á blóðpræparötum við mis- munandi sýrugráðu. Talið æski- legt, að íslenskir læknar kæmi sér saman um ph. við litun. — Dr. med. Helgi Tómasson flutti fróð- legt og itarlegt erindi urn vinnu- lækningar. JJtdráttur úr erindi þessu birtist síðar í Morgunblað- inu. Þ. 11. febr. s. 1. var fundur L. R. haldinn í Landspítalanum. Guöm. K. Pétursson sýndi sjúkl- ing með lymphogranulomatosis. Próf. G. Thoroddsen flutti erindi um Fæðingardeild spítalans. Mun erindið verða birt hér í blaðinu. Félagsprentsmiðjan.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.