Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1936, Qupperneq 3

Læknablaðið - 01.08.1936, Qupperneq 3
LÆKNABLABIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGI TÓMASSON, HALLDÓR HANSEN, SIG. SIGURÐSSON 22. árg. Reykjavík 1936. 4. tbl. <tCcLV&Mujuneb£e)ib oq. &eJilda.v.aAiú>i. Erindi flutt í Læknafélagi Reykja- víkur, 20. apríl 1936. cítir Sig. Magnússon, VífilsstöiSum. Meðferð kavernusjúklinga bein- ist í fyrsta lagi að berklaveikinni yfirleitt, og áhrifum hennar á lík- amann og að almennu heilsuástandi líkamans, og er viðfangsefnið að auka varnir hans og bægja frá skað- legum áhrifum. En meðferðin bein- ist ekki síst að sjálfum kavernun- um, því að þær eru, eins og Ulrici segir, ,,das feueurspeiende Zentrum ■der feindlichen Position". Við vit- um, að kavernurnar myndast oft með skjótum hætti. Upphafskavern- an eða nýkavernan (Frúhkaverne) myndast í tiltölulega nýjum bólgu- bletti (Frúhinfiltrat). Nú er spurningin, hvernig við eigum að haga okkur, þegar við verðum varir við slika nýbólgu, þar sem lungun að öðru leyti virðast ósjúk. Eigurn við að bíða átekta, eða þegar í stað gjöra pnéumo- thorax og hugsa, að best sé, að byrgja brunninn nógu snemma, þ. e. áður en kaverna hefir myndast, sem við vitum að oft á sér stað? Eg hygg, að þetta sé ekki rétt. Pneumothorax er alls ekki ann- markalaus aðferð. Sérstaklega er það ekki algerlega hættulaust, að ætla hinu ósjúka lunga, eða öllu heldur lunganu, sem virðist vera heilbrigt, eða nærri heilbrigt, að annast öndunarstarfið að öllu eða mestu leyti, fyrirvaralítið, er við ekki vitum, hve haldgott það er. En slíka sjúklinga ættum við helst að hafa á heilsuhæli, undir stöðugu eftirliti. Gjörum nú ráð fyrir, að kavernumyndun sjáist í þessu in- filtrati. Á þá þegar í stað að gjöra pnth., eða bíða átekta? Eg hygg, að öruggast sé að byrja aðgerðina sem fyrst, að minsta kosti ef sýkl- ar finnast í uppgangi, en þó vilja margir í slíkum upphafs-tilfellum bíða og sjá hverju fram vindur, mánaðartima eða svo; því það er vita'S, aS slíkar kavernur geta horf- ið á skömmum tíma. En rétt er að láta sjúklinginn liggja rúmfast- an þenna tíma. Við byrjandi exsudativ tilfelli er hvíldin fyrir öllu. Það er furðu- legt, hve miklu hún getur til veg- ar komið, og að vísu einnig síðar í versnunarköstum. Yfirleitt hættir læknum við að vera ekkí nógu eft- irgangssamir í slíkum tilfelium. Þeir láta sér einatt nægja, að fyrirskipa legu, þegar líkamshiti er óeðlilega hár, en við vitum, að líkamshitinn er ónákvæmur og oft óábyggilegur mælikvarði á ágengi (aktivitet)

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.