Læknablaðið - 01.08.1936, Síða 4
LÆKNABLAÐIÐ
5C
berklaveikinnar. Veikin getur verið
mjög ágeng, þó hitamælirinn segi
okkur ekkert um það. Blóðsökk og
aðrar blóðrannsóknir geta oft gefið
okkur góðar upplýsingar, en oft
einnig óábyggilegar.. Við verðum
að nota og samræma allar þær góðu
klinisku aðferðir, sem við geta átt.
Sem sagt, ef um fersk exsudativ
tilfelli er að ræða, þar sem destruc-
tio er yfirvofandi eða þegar byrj-
uð, þá á að láta sjúklinginn liggja
í rúminu til að byrja með. Á heilsu-
hæli má vitanlega stundum láta
hann liggja í leguskála allan dag-
inn, en það verður að vera undir
ströngu eftirliti. 1 ,,privat praxis“
tjáir lítið að segja honum, að hann
geti verið á fótum, ef hann hreyfi
sig sem minst. Það er viðbúið, að
hann verði á stjái við og við, stund-
um mikinn hluta dags. Sá læknir,
sem gengur rikt eftir því, að sjúk-
lingurinn liggi i rúminu á réttum
tíma og nægilega lengi, gerir sjúk-
lingnum meiri greiða, en hinn eftir-
látssami ,,lyfjalæknir“.
Þá kem eg að hinum sérstöku
aðgerðum, sem beinast að sjálfri
kavernunni. Til þess að hún geti
læknast, verður hún að dragast sam-
an, skorpna, verða að bandvefsöri.
En á móti þessari læknandi retrac-
tio spyrna öndunarhreyfingarnar.
Þyndin togar í að neðan, og brjóst-
veggur að öðru leyti við innönd-
un. Tilgangur loftbrjóstsins er eig-
inlega ekki sá, að þrýsta lunganu
sem mest saman og þár með hol-
unni, heldur að koma í veg fyrir
])etta sífelda innöndunartog, sem
lætur holuna aldrei i friði og glenn-
ir hana út. Það er því ekki um að
gjöra, að loftið, sem inn er dælt,
sé sem mest. Það er einatt nóg að
minka neikvæði þrýstingsins í
plevra-rúminu, svo að lungað verði
viðskila við brjóstvegginn (ent-
spannungs-pneumothorax). Það er
ekki vandalaust, að halda loftbrjósti
við. Loftið má hvorki vera of né
van. Of mikið loft getur ýtt medi-
astinum of mjög til hins betra lunga
og mætt á því, og það getur þrýst
hinum góða hluta lungans óþarflega
mikið saman, en á hinn bóginn má
loftið vitanlega ekki bverfa á milli
blásninga, en það er þetta, sem við-
vaningum mest hættir við, annað
hvort að ot' langt er milli blásninga
eða blásturinn hefir mishepnast á
þann hátt, að loftið hefir farið inn
i lungað. Reynslan sýnir, að þetta
kemur ósjaldan fyrir. Fyrir utan
þá hættu, sem stafar af loftemboli,
þá geta slík mistök valdfð þvi, að
loftmeðferðin fari út um þúfur, og
ekki sé hægt að koma henni á stað
aftur, vegna samvaxta. Það þarf
mikla nákvæmni til þess að halda
loftblástri vel við.
Það getur verið skemtilegt, að
skoða í Röntgen loftbrjóst, sem vel
hefir tekist, sérstaklega hið svokall-
aða „selectiv pneumoth“. Þá sést,
að aðeins sá hluti lungans er fall-
inn verulega saman, er sjúkur er,
en hinn hlutinn lítið. Má þar sjá
hina sterku retractio, þegar við-
spyrnan er úr sögunni. Stór kav-
erna getur verið nálega horfin eftir
stuttan tíma, aðallega vegna þess,
að hún er ekki lengur útþanin af
lofti.
Öðru vísi er farið tim „contra-
selectiv pn.“ Þar er hlutfallið öf-
ugt. Hinir ósjúku hlutar lungans
láta aðallega undan loftinu, en hinn
sjúki hluti er meira eða minna sam-
vaxinn brjóstvegg eða svo fastur í
sér og loftlaus, vegna samfeldrar
bólgu (caseös pneumoni), að hann
getur ekki dregist saman, þó laus
sé frá brjóstvegg. Hann getur þá
aðeins ýtst til í heild. Þessi contra-
selectiv pn. getur því orðið til ó-
gagns, með því að minka öndunar-
flöt lungans, án þess að hafa til-