Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1936, Page 5

Læknablaðið - 01.08.1936, Page 5
L Æ K NA BLAÐIÐ ætluS áhrif á skemdina. Þó getur þess konar lofthrjóst gjört gagn, sérstaklega þegar loftið er milli þjmdarinnar og hins sjúka hluta, því þá getur það dregið úr hreyf- ingum þyndarinnar. f einstaka tilfellum má takast að breyta contraselectiv pn. í selectiv, með adhærence-lirenslu, þegar sam- vöxtur er mjög takmarkaður, helst mjóir strengir. Þó að þessi aðferð sé engan veginn áhættulaus — ekki ósjaldan miklar blæðingar eða em- pyem á eftir, — þá getur hún orð- ið að liði, sérstaklega í höndum æfðs kirurgs. Þegar loftbrjóst er ekki fram- kvæmanlegt vegna samvaxtar, eða svo takmarkað, að það kemur ekki að gagni, þá er stundum gripið til annara aðgerða, ef kollaps er nauð- synlegur, eins og kunnugt er. Eg skal að þessu sinni ekki ræða um plombufylling og plastik, en eg vil skjóta því hér inn, að ekki allfáa sjúklinga höfum við sent til yfir- læknis Matth. Einarssonar og próf. Guðm. Thoroddsen, til slíkra að- gerða, og væri ástæða til og gagn- legt að athuga þær og árangur þeirra á næstunni. Aftur á móti vil eg dnepa á þindarlömun, sérstak- lega hvenær búast megi við árangri af þeirri aðgerð. Eftir nýlegum rannsóknum, hreyfast lungun ekki sem heild, hvort um sig, heldur má skoða hvern lobus að nokkru leyti sent sjálfstætt lunga, sem þenst og dregst saman frá mediastinum sem föstum punkti og hinir samliggj- andi fletir í incisura interlobaris renna lítið eitt til, hver á móti öðr- um. Það má skoða incis. interlobar. sem nokkurskonar rennilið. Þind- aröndunin ræður mestu um hreyf- ingu neðra lobus, en rifjaöndunin í efra lobus, þó gætir þindarinn- ar nokkuð neðst í efra lobus v. megin og neðst i miðlobus h. meg- in. — Annars getur verkaskifting þindar og rifja verið dálítið mis- munandi, en mismunur karla og kvenna í því efni mun nú væntan- lega vera minni en áður fyr, þeg- ar kvenfólkið ,,snöraði“ sig. Þetta öndunarskipulag getur nú raskast viö brjósthimnusamvöxt ogmikia lungnaskorpnun.Við sam- vöxt í incis. interlocbaris hindrast hinar sjálfstæðu hreyfingar við- komandi lobi. Lungað hreyfist nú sem heild. Nú geta þindarhreyf- ingarnar notið sín allvel fyrir of- an hina samvöxnu incisura og tog- að í kavernu, ef þar er, og glent hana út, en varla mun neinna verulegra áhrifa hennar gæta í sjálfum apex. Ef samvöxturinn er lateralt milli lunga og hrjóstveggs getur hann hindrað, að yfirborð iungans geti þar strokist upp og niður eftir ])leura pariet, en þetta hefur aðallega þýðingu neðarlega i lunga, því þar eru þessar hreyf- ingar mestar, en hindrunin verð- ur mest ef samvöxturinn er al- veg niður við þind, í sinus frenico-costales, þá er þindin þarna föst og getur litið gefið eftir skorpnunarviðleitni kavernu, nema hún sé mjög neðarlega í lunga. Þessi atriði verða menn að hafa i huga, þegar tekin er ákvörðun um þindarlömun vegna kavernu. Ef kavernan er neðarlega í lunga, þá má yfirleitt búast við bestum á- rangri, og jafnvel getur árangur- inn orðið nokkur ef kavernan er neðst í lunganu þó brjósthimnu- samvöxtur sé niður við þynd, því þó þyndin geti ekki færst upp, nema litið eitt um miðbikið, þá er tonus hennar úr sögunni við löm- unina. En ef kavernan er ofarlega i lunga, getur þá þessi aðferð kom- ið að haldi ? Svarið verður það,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.