Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1936, Side 16

Læknablaðið - 01.08.1936, Side 16
62 LÆKNABLAÐIÐ fræði, sem eg hafÖi gleymt eða aldrei kunnað. Fæði og þjónustu hafði eg á spit- alanum, og skal eg geta þess, að eg varð að gæta mín, að hlaupa eigi nteira i spik en orðið var. Svona var nú ytri aðbúðin, en sú andlega var eigi siðri. Allir lækn- ar spitalans og starfsfólkið gjörðu mér vistina ánægjulega og nota- drjúga. Eg kendi mig eigi sem gest, heldur heimamann frá þvi íyrsta, til hins síðasta. Upphaflega ætlaði eg aðeins að dvelja io vikur, en 2svar frain- lengdi eg vistina, y2 mánuð í hvert sinn, og varð hún því 14 vikur i alt. Þar af dvaldi eg 5 vikur á lyfjadeildinni, 7 á handlækninga- og fæðingardeildinni, 1 á Röntgen- deild og 1 á Rannsóknarstofu Há- skólans. Auk þess kom eg af og til á húð- og kynsjúkdómadeildina. A öllum deildum var mér prýðilega tekið, eg fékk að gjöra ýmiskonar rannsóknir og taka þátt í störfun- um, t. d. aðstoða og óperera dálitið á handlækningadeildinni. Það má nú e. t. v. deila um, hvort sé betra, að dvelja erlendis á stórum sjúkrahúsum, eða jafn- langan tíma í Gistivistinni, en eg er í enguni vafa urn, hvort eg kysi heldur. Menn sjá sjálfsagt fleiri sjúklinga á stóru erlendu sjúkra- húsunum, en þar með eru kostirn- ir líka upptaldir. Það er miklu ó- dýrara aö dvelja í „Vistinni“, og hin medicinska manduction yrði aldrei eins góð erlendis, síst ef um skamma (2—4 mán.) dvöl væri að ræða, og maður myndi kveinka sér við að leita jafnmikilla upplýsinga hjá framandi collegum. Svona kemur þetta mál mér fyrir sjónir, og eftir að hafa dvalið í Gistivistinni þenna skamma tíma, er eg ákveðinn að leita þangað, en eigi til útlanda, næst þegar eg fer til að hressa upp á læknisfræði mína. Að eg meina það, sem eg segi, sést á því, að eg hefi þegar sótt um „Vistina“ eftir 2 ár, ef eg lifi, og þá ætla eg að dvelja eins lengi og eg fæ leyfi til. Enda svo linur þessar með því, að þakka öllum læknum Landsspít- ans fyrir fræðsluna og velvildina og ráðlegg collegum mínum „að fara í Vistina“, ef þeir þurfa að fræðast og hvíla sig, því að þar fæst hvorttveggja — og góður fé- lagsskapur að auki. Siglufirði, 2. páskadag 1936. II. Kristinsson. Úr erlendum læknaritum. Atvinnuleysi hjá læknum er nú viða tilfinnanlegt, og er sagt ljótt af því í Búdapest. Þar hefir verið skipuð heil nefnd til þess að hjálpa atvinnulausum kandi- dötum, og eru flestir þeirra læknar. Skýli hefir verið bygt fyrir 100 menn, og fá þeir þar fæði og hús- næði. Ekki eru þar aðrir húsmun- ir, auk rúma, en langt fjalaborð, bekkir og nokkrir stólar. Föt eru geymd í pokum, en bókahillur hafa kandidatarnir sjálfir sett ofan rúm- anna. Samlyndi er gott milli mann- anna og jafnast talað um visindaleg málefni. Þeir sjá sjálfir um alla

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.