Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1936, Side 18

Læknablaðið - 01.08.1936, Side 18
64 LÆKNABLAÐIÐ Arlegur námskostnaður var 2060 kr. að meðaltali hjá körlum, 1630 hjá konum. Þau 14% læknastúdenta, sem unnu fyrir sér, innheimtu að meðal- tali 582 kr. Tæpur þriðjungur (allra) stú- denta skuldaði, og var skuldin að meðaltali hjá körlum 3577 kr., en konum 2474 kr. Læknafjöldinn. Eftir l’Europe medicale (15/3. '36) er íhúatala á 1 læknir þessi: 1 Danmörku........ 1469 - Noregi......... 1866 - Svíþjóð ....... 2744 - Finnlandi ..... 1740 - Bretlandi........ 1308 - Þýskalandi ...... 1344 - Frakklandi ...... 1596 - Portúgal ........ 2333 á» Spáni ........... 1000 - Italíu .......... 1218 í Póllandi.......... 3322 - Austurríki....... 837 - Ungverjalandi .. 1290 - Júgóslaviu....... 3560 - Búlgaríu ........ 3059 - Allianiu ........ 3800 - Rússlandi (margir lítt mentaðir) ... 2118 l’Europe med. hefir það takmark, að tengja alla Norðurálfulækna saman. Brotið er eins og á mjög stóru dagblaði! Fréttir. Þ. 20. f. m. luku 7 kandidatar prófi frá læknadeild Háskóla Is- lands. Hlutu þeir allir 1. eink. Baldur Johnsen 173% stig. Brynjólfur Dagsson 178 st. Kristbjörn Tryggvason 158^3 st. Oddur Olafsson 180st. Ölafur Jónsson 173J/3 st. Pétur Magnússon 204% st. Snorri Hallgrímsson 170% st. Verkefni í skriflega prófinu voru þessi: Lyflæknisfræði: Langvinnar liöabólgur, lýsið ein- kennum, flokkum, aögreiningu og meðferö. Handlæknisfræ'öi: Greining og meöferö á conmiotio compressio og contusio cerebri, sem orsakast hefir af slysi. R é 11- arlæknisf ræöi: Kolsyrlings- eitrun. Aðalfundur L. I. var haldinn dagana frá 3.—5. þessa mánaöar. — A fundinum mættu þeir próf. dr. med. C. Sonne og dr. med. Skúli Guðjónsson. Fundargerð birtist í næsta blaði. Þ. 23. f. m. lést á lyflæknisdeild Landspítalans Guöni Hjörleifsson héraðsl. í Vík í Mýrdal. Verður hans nánar getiö í næsta blaði. Lárus Einarson læknir hefir nýlega verið skipaður prófessor í líffærafræði við hinn nýstofnaða háskóla i Arósum á Jótlandi. Dr. med. Helgi Tómasson er ný- 'kominn heim frá London. Var honum boðið þangað á aðalfund breska geðveikralæknafélagsins (Royal Medico-Psychological Ass- ociation) til þess að halda þar fyrirlestur um therapi vid manio- depressio psychosis. — Rockefell- er-stofnunin hefir veitt dr. H. T. 11000 króna styrk til áhalda- kaupa vegna rannsókna hans, svo og boðist til þess að kosta sér- mentun 1—2 manna í sambandi við þær. Steingrímur Matthíasson og Pétur Jónsson eru nýlega famir áleiðis til Danmerkur. Yfirlæknisstaðan við Akureyr- arspítala er augl. laus til umsókn- ar til 15. ágúst. Félagsprentsmiðjan.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.