Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1938, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.01.1938, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGITÓMASSON, JÓH. SÆMUNDSSON, JÓNSTEFFENSEN 24. árg. Reykjavík 1938.1. tbl. . Sjúkdómar í hypofysis cerebri part. anterior. Eftir Jóhann Sæmundsson. i. Síðustu árin hefir verið mikið rætt og ritað um hypofysis cerebri, og hefir margt komið fram i dags- ins ljós, skýrara en áður var, um starfsemi |)essa líffæris, enda þótt enn sé margt, sem mikið vantar á að sé upplýst, og á eg þar einkum við sambandið milli hypofysis og dienchepalon eða vegetativu stöðv- anna i hypothalamus. Hypofysis vegur um hálft gramm og er samsett úr tveim hlutum, framhluta og afturhluta, og eru þeir, þróunarlega séð, al- óskyldir. Framhlutinn er sem kunnugt er bygður upp af kirtil- vef (adenohypofysis), sem er af- sprengi ektoderm-lagsins í munn- holi fóstursins, framan við mem- l)rana bucco-pharyngea, en aftur- hlutinn (neurohypofysis) er í beinu framhaldi af heilanum með in- fundibulum sem tengilið. Aftur- hlutinn er histoligiskt bygður upp af glia-líkum vef, með miklu af fíngerðum taugaþráðum og inni- heldur oft, einkurn hjá fullorðnu fólki, gul-grænleitt pigment. Að utan er pars post. klædd- ur lagi af epitelfrumum, sem Cam- eron telur tilheyra pars intermedia Afturhlutanum er séð fyrir blóð- rás gegnum greinar l)eint frá caro- tis-interna. Framhlutinn er mjög æða-ríkur. Frunium hans er skift í þrjá flokka, eftir því hvernig þær lit- ast, nefnilega: aðal-frumur (cellu- lae principales), lika nefndar chromofob-frumur, og ber mest á þeim. Þá eru eosinofil eða acidofil frumur, og er næst mest af þeim. Loks eru basofil-frumur, og eru þær fæstar. Frumurnar liggja all- óreglulega hver innan um aðra, oft i frumu-hópum. Aðal-frum- urnar eru ógranuleraðar og nefn- ast því oft chromofob, hinar eru nefndar chromofil, eru kornóttar, innihalda eosinofil eða basofil korn og bera þá nafn sitt eftir því, hvort heldur er. Um með- göngutimann þróast ef til vill af aðal-frumunum svonefndar gravi- ditets-frumur, er atrofiera aftur post partum. Flestir tala enn um pars inter- media, eða miðhluta, sem liggur milli fram- og afturhlutans, en er varla sýnilegur hjá fullvöxnu fólki. Með aldrinum safnast þar þó oft kolloid í holrúm, er líkjast folliculi skjaldkirtilsins. Kringum stilk hypofysunnar lykur loks svo nefndur pars tu-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.