Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1938, Page 12

Læknablaðið - 15.01.1938, Page 12
6 LÆICNAB LAÐ IÐ Læknafélag Islands 20 ára. Eftir Magnús Pétuisson. TaliS er aö Læknafélag íslands sé stofnaö 14. janúar 1918. Er þaS því nú rúmlega 20 ára. Þykir mér því hlýöa, aS minnast þessa afmælis nokkuö þó ekki sé þaS gert á sjálfan afmælisdaginn. En mér fanst réttara aS gera þaS i upphafi þessa aSalfundar, þó hann beri ekki og gæti ekki boriS upp á þann dag, þar sem þess mátti vænta aS nú yrSu flestir fé- lagar viöstaddir. En á afmæliö finst mér ég ekki geta á annan veg minst, en meö því aS rifja upp nokkuS af verkum og afrekum fé- lagsins á undanförnum árum, þó þaS verSi ekki nema í allra stærstu dráttum og ýmsu úr slept, enda fest félögum vorum vel kunnugt. ÁSur en eg fer aS rekja æfifer- il þessa félags, veröur ekki hjá því komist aö minnast fyrsta Læknafélags íslands, sem stofnaS var fyrir tæpum 40 árum, enda hefSi ef til vill veriS réttara aS telja þetta félag, núverandi L. í., endurreist fyrir 20 árum, og halda nú 40 ára afmæli þess. En saga félagsins er í stuttu máli þessi: Þann 27. júlí 1896 var (eftir því sem skráS stendur í þeirri gjörSa- bók), hinn fyrsti íslenski lækna- fundur settur í fundarsal efri deild'ar Alþingis, af þáverandi landlækni, dr. J. Jonassen. Fund þennan sóttu 12 læknar auk landlæknis og er meira en helmingur þeirra á lífi eSa þessir og impotens. Ennfremur skal þess getiö, aS telja má víst, aS vaxtar- hormoniö dragi úr verkunum gon- adotropa hormonsins. Frh. sjö: Gísli Pétursson, fyrv. héraös- læknir, GuSmundur Hannesson, prófessor, Jón Jónsson, fyrv. hér- aSslæknir, Ólafur Finsen, fyrv. héraöslæknir, SigurSur Magnús- son, fyrv. héraöslæknir, Vilhelm Bernhöft, tannlæknir, og ÞórSur Thoroddsen læknir, en dánir eru: GuSmundur Magnússon, prófessor, Páll Blöndal, héraöslæknir, Þorgr. Johnsen, fyrv. héraSslæknir, Þor- steinn Jónsson, héraöslæknir og Björn Ólafsson, augnlækir. Fudarstjóri var kosinn dr. J. Jonassen, en fundarskrifarar ÞórSur Thoroddsen og Jón Jóns- son. StóS fundur þessi í 4 daga og var slitiS 30. júlí og ákveSiS aö halda næsta fund sumariS 1898. En því nefni eg þenna fund, aS hann er eiginlega undirbúnings- fundur undir félagsstofnun þá, sem áSur um getur. Þessi fundur er næsta mikil- virkur og valdi sér engin smámál til meSferöar. Tók hann fyrir 18 mál. Og til þess aS sýna stórhug og víSsýni þessara tólfmenninga vil eg leyfa mér aS telja þau hér upp til heiSurs þessUm áhugamiklu stéttarljræSrum. 1. Breyting á skipun læknishér- aSa. 2. Kjör lækna. 3. Landspítali. 4. Læknaskólinn. 5. Holdsveikra- máliS. 6. Sóttvarnahús. 7. Bólu- setningar. 8. Stofnun íslensks læknafélags. 9. Berklaveikisrann- sóknir. 10. FerSastyrkur lækna. 11. Statistik og bókfærsla lækna. 12. Sjúkrasjóðir. 13. Heilbrigö- isnefndir. 14. Stofnun sjúkra- húsa út um land. 15. Vitfirringa- stofnun. 16. Farmacopean og apothekararnir. 17. Yfirsetu-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.