Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1938, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.01.1938, Qupperneq 15
LÆKNAB LAÐIÐ 9 þeir læknar, sem þjónaö hafa i af- skektum héruöum veröi aö öðru jöfnu látnir sitja fyrir yngri lækn- um. Óánægja um þetta kom einn- ig fram á næsta fundi og fór vax- andi síðar uns yfir tók er enibætta- veitinga-nefndin var stofnuð eins og síöar mun að vikið. Á fundinum 1922 var mikið rætt um hin nýju berklavarnarlög, en auk þess) voru þar rædd ýms önn- ur heilbrigðismál, þar á meðal í fyrsta sinn hjúkrunarmál. Var þaö mál tekið fyrir eftir tilmælum fé- lags íslenskra hjúkrunarkvenna. Voru um það alllangar umræöur, en engin ályktun tekin. Þá voru og fyrst uppteknar umræður um tryggingarmál og svolátandi til- laga samþykt: „Fundurinn skorar á Stjórnarráð og Alþingi, að hraða athugun og undirbúningi almennra sjúkratryggingaskyldu fyrir efna- lítið fólk‘‘. Þessi fundur mælist einnig til þess við ríkisstjórnina, að leitaö veröi álits L. í. um veit- ingu landlæknisembættisins, þeg- ar landlæknisskifti veröa. A fund-. inum 1923 var meðal annars talað um alþýöufræðslu í heilbrigðis- fræðum og um stofnun vara-hér- aðslæknis-embættis. Var það mál oft síöar upp tekiö og áskoranir til stjórnar og Alþingis ítrekaðar, þó engan árangur hafi enn borið. Aðalfundurinn 1924, er fyrst og fremst merkilegur vegna þess, að hann er sá fyrsti og ennþá sá eini. sem haldihn hefir verið utan Reykjavíkur. Var hann haldinn á Akureyri. Voru rædd ýms stétt- armál, en einna merkastar tillögur lútandi að heilbrigðismálum voru tillögur frá Sigurjóni Jónssyni, um ýmislegt viðvíkjandi barna- skólaeftirliti, er hann l)ar fram að loknu erindi um það efni. Á þessum fundi mættu tveir útlendir læknar og fluttu þar erindi., þeir dr. Sambon, er erindi flutti um krabbamein og dr. Fr. Svendsen, sem erind'i flutti um starfsemi Rauöa krossins. Annars voru þar ýmsir aðrir merkir fyrirlestrar, svo sem fyrirlestur G. Claessen um bætiefni og Jóns Kristjánssonar um háfrekvenssstraum. Einnig var þar talsvert rætt um útrým- ing lúsa og mun það vera upphaf herferöarinnar á hendur þeim i skólum landsins. Næsta ár 1925 féll fundur niö- ur og eru þau rök færö fyrir því af stjórninni: „Stjórnin hafði frétt, að ekki væri von á fleirum en 2—3 utanbæjarlæknum á aðalfundinn og voru þá send simskeyti til fjóröungsfulltrúanna til þess aö spyrjast fyrir um þátttöku héraðslækna í aðalfundi. — Kom þaö í ljós af svörum fjórð- ungsfulltrúanna, að umgetin fregn væri rétt og var því ákveðið að hætta við að halda aðalfund vegna þess, aö ekki þótti rétt að ráða málum til lykta á aöalfundi, sem nær eingöngu væri setinn af Reykjavíkurlæknum. Næsta ár, 1926, fellur enn fund- ur niöur, með því að ekki þótti tiltækilegt að halda hann, þar sem aðeins 3 héraðslæknar höföu skýrt frá því, aö þeir myndu „ef til vill sækja fund“ og hafði þó öllum verið um þaö skrifað í marsmán- uði það ár. Eftir að fundir höföu þannig falliö niður í samfleytt 2 ár, þá var sæmilega fjölmennur fundur haldinn síöast í júní 1927. Á þeim fundi var því hreyft aö slá sam- an L, í. og L. R. en það fékk eng- ar undirtektir. Þar var mikið tal- að um skýrslugerðir og einkum um slæmar heimtur hjá Reykja- víkurlæknum, er jafnan hefir vilj- að við brenna. Þar var einnig rætt um heilbrigðislöggjöfina í heild

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.