Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1938, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.01.1938, Qupperneq 16
LÆ K NA B LAÐIÐ io sinni og þess minst, aö sum á- kvæði hennar væru úrelt oröin. Var skorað á ríkisstjórnina að láta fara fram hið fyrsta endur- skoðun á henni og fá þeim á- kvæðum breytt, er úrelt þættu. Sullaveikin og varnir gegn henni var einnig til umræðu og- hóf G. Cl. hana. Svohljóðandi tillaga var samþvkt: ,,Læknafélag Islands skorar á dóms- og kirkjumála- ráðuneytið, að láta rannsaka, með ráði Háskólans: 1. Hve algeng taenia echinoccus er i hundum hér á landi. 2. Að hverju gagni hundalækn- ingar koma, með lyfjum þeim sem til þess eru notuð. Maggi Magnús flutti enn erindi um kynsjúkdóma og var eftir um- ræður um það efni þessi tillaga samþykt: „Lf. ísl. skorar á heil- brigðisstjórnina að hlutast til um að í hverju islensku skipi, sem siglir milli landa séu nauðsynleg tæki til þess að verjast kynsjúk- dómum og séu þau látin ókeypis í té hásetunr". Þá var i fyrsta sinn að eg held rætt um framhaldsmentun kandí- data. Hafði Kjartan Ólafsson framsögu í því máli. Var þetta upphaf þess, að hafist var handa um að útvega og búa til kandí- dátsstöður bæði hér og erlendis. Fyrsti árangurinn af þessu var sá, a'ð prófessor L. Brauer í Hamborg l^auðst til að veita viðtöku tveim kandídötum með betri kjörum en annarsstaðar var þá kostur á. Þá hélt Davið Sch. Thorsteins- son ágæta framsöguræðu um kenslu i heilbrigðisfræði í almenn- um skólum og var að umræðum loknum samþykt áskorun um að kenslumálastjórnin hefðist handa í þessu efni. Fundurinn 1928 hafði ýms stéttarmál til meðferðar. Má þar fyrst til nefna gjaldskrármál hér- aðslæknanna. Var í því samþ. svo- hljóðandi dagskrártillaga frá dr. G. Claessen: „1 trausti þess, að stjórn L. í. sé á verði fyrir hönd héraðslækna, ef til þess kemur, að heilbrigðisstjórnin ætlar sér að breyta gjaldskrá héraðslækna, tek- ur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá.“ Á þessum fundi hefst svo eiginlega fyrir alvöru hið merkilega og að ýmsu leyti af- drifaríka mál, er reyndist að verða nokkurskonar prófsteinn á samtök læknanna, en það var embætta- veitingamálið, er síðar endaði í embættaveitinganefndinni. En það mál er öllum félögum svo kunn- ugt, að óþarft er að rekja nákvæm- lega sögu þess. En á þessum fundi benti formaður, G. H., sérstaklega á, að tvö héruð hefðu þá verið veitt á móti tillögum landlæknis, en samkvæmt ósk nokkurra hér- aðsbúa. Eftir allmiklar umræður, sem allar fóru í sömu átt og hnigu að því, að fordæma handahófs- veitingar ríkisstjórnarinnar og mótmæla kröftuglega kosningu héraðslækna, sem þá virtist jafn- vel liggja i loftinu, var þessi til- laga samþykt: „Fundurinn teJur nauðsynlegt að föstum reglum sé fylgt við veitingu læknaembætta og þá stefnu mjög varhugaverða, að taka ekki fult tillit til tillagna landlæknis. Einnig að kosning lækna verði bæði almenningi og læknastéttinni til ills eins.“ — Að gefnu tilefni var í fundarlok sam- þykt þessi tillaga frá Bj. Snæbj.: ,,L. í. geri sitt ítrasta til þess að fá alla lækna landsins inn í sinn félagsskap og finni einhver ráð til að styrkja félagsskapinn nieðal lækna og hafi vakandi auga á því, að codex ethicus sé ekki brotinn af læknum.“ — Stjórnin rak þetta starf röggsamlega milli funda og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.