Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1938, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.01.1938, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ ii varð árangurinn meðal annars sá, að 22 nýir félagar bættust við í félagið. Erind'i fluttu á þessum fundi G. H., „Um berklaveiki og berkla- varnir", og N. Dungal, „Um bein- kröm", en það erindi hafði dr. L. Gmelin frá Jena ætlað að flytja, en hann gat ekki mætt á fundin- um. Að því loknu var samþykt tillaga um að sækja skyldi um styrk úr ríkissjóði til visindlegra rannsókna á beinkröm í landinu um næstu 2 ár. Sótti stjórn L. í. síðan um 3000 kr. styrk í þessu skyni, en ríkisstjórnin skelti við því skolleyrunum, eins og fleiru af liku tagi frá Læknafélaginu. Á fundinum 1929 fluttu þeir er- indi Sig. Magn. próf. og landlækn- ir, viðvíkjand'i hjálp til berkla- sjúklinga og berklavarnir en mest var talað um embættaveitingamál- ið, og var þá samþykt að leita álits allra félagsmanna um stofnun embættaveitinganefndar. Vegna þess, að tillögur þær, sem samþykt var að bera undir félagsmenn, voru svo langar og margbrotnar og auk þess flestum í fersku minni, tel eg óþarft að telja þær hér upp. Svör upp á þessar tillögur komu að minsta kosti frá 88 læknum og voru nálega öll á sama veg, að þeir væru samþykkir tillögum fundar- ins, og kusu í embættanefndina. Taldi því stjórn Læknafélags ís- lands það skyldu sína, að kalla nefndina saman og láta hana taka til starfa. Árið rnilli fundanna, 1929 og 1930 má telja einna við- burðaríkasta og mest ,,spennandi“ í hinu unga félagi. Þá kom Kefla- víkurmálið og Kleppsmálið og eru þau bæði svo þjóðkunn og í fersku minni, að ekki þarf upp að rifja. Þá höfðaði ríkisstjórnin sakamáls- rannsókn gegn stjórn félagsins og nokkrum öðrum læknum, út af af- skiftum félagsins af veitingamál- inu og fékk til þess sérstakt kon- ungsleyfi. Sá varð helstur árangur hennar, að sanna það ótvírætt, að læknar höfðu ekkert ólöglegt að- hafst og rannsóknin var með öllu ástæðulaus. Annars er ekki gott að leggja d'óm á hvor aðili hafi lotið í lægra haldi í þessari baráttu, Læknafé- lagið eða ríkisstjórnin. Hygg eg að ekki verði betur frá þeim dómi gengið, en aö nota orð þáverandi formanns, G. H., þau, er hann við- hafði á læknaþinginu 1930. En þau voru þannig: ,,í þessum við- skiftum öllum hafa bæði læknar og landstjórn farið halloka. Sam- tök vor hafa að visu reynst öflug, en þó ekki svo, að einhver fáist ekki fyrir fé til þess að rjúfa þau og svíkja félaga sína. Hins vegar hefir ríkisstjórnin neyðst til þess að skipa embættin óhæfum mönn- um, þó ekki sé það til þess að afla henni fylgis eða frama og svo mikinn beyg sýnist hún hafa af Læknafélaginu, að hún þorir ekki að auglýsa embætti en reynir til þess að makka við einstaka lækna, bak við tjöldin. Út úr þessu verður, að almenningur fær óhæfa eða lélega lækna, í stað þess, sem til var ætlast, að hann fengi góða. Er þetta illa farið. En stjórninni einni um að kenna, því ekki mun standa á læknum, ef vilji væri til þess að bæta ástandið.“ A þessum fundi, 1930, var enn kosin nefnd í embættaveitingamál- ið, til þess einkum að endúrskoða embættaveitingafyrirkomulagið og leita að nýjum leiðum í þeim mál- um. Erindi fluttu á þessum fundi Dr. Brandson, um læknafjölgun í Ameríku. Einnig landlæknir um spitalafjölgun á Norðurlöndum. Var kosin milliþinganefnd í spít-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.