Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1938, Síða 18

Læknablaðið - 15.01.1938, Síða 18
12 LÆ K NA B LAÐ I Ð alamáliS. Ennfremur flutti próf. Sig. Magnússon erindi um bólu- setningar Calmettes. Milli fundanna '30 og '31 stóö hin mesta þvæla um embættin. Voru ungir læknar settir í nokkur þeirra meö samþykki stjórnar fé- lagsins, en annars höföu læknar veriS hvattir til aS sækja um ern- bætti þau, er þeim léki hugur á, þó þau ekki væru auglýst til um- sóknar. Á því tímabili gerSist sá merki atburSur fyrir frumkvæSi Gunnl. Einarssonar, aS út var gef- in hin fyrsta árbók L. í. Var hon- um og Magga Magnúss yfirl. fal- iS aS sjá um útgáfuna. Eru nú komnir af henni 8 árgangar, sem oft hafa haft mikinn fróSleik aS geyma, komiS út félaginu aS kostnaSarlausu og veriS til hins mesta sóma. Hafa þessir læknar annast útgáfu hennar jafnan síSan af hinni mestu ósérplægni og eiga þeir miklar þakkir skiliS af félag- inu fyrir mikiS og óeigingjarnt starf. ASalfundinn 1931 sóttu 3 erlend- ir læknar, þeir Medicinaldir. Johs. Frandsen, prófessor Fredericia og Miss Anita Múhl frá Ameríku. Héldu tveir hinir fyrnefndu sína tvo fyrirlestrana hvor, en ungfrú- in einn. Dr. Frandsen um heil- brigSisstjórn í Danmörku og berklaveiki og berklavarnir þar, pr. Fredericia um vitamin-rann- sóknir síSustu ára og d[r. Anita Múhl um ósjálfráSa skrift og teikiiingar. Ýms stéttarmál voru þar oer rædd. Einnar tillögu má sérstaklega geta, en hún var sú, aÖ skora á ríkisstjórnina aS gang- ast fyrir rannsókn á hæS og þyngd íslenskra barna. Nú kom nvr landlæknir og brevttist þá viShorf félagsins til ríkisstjórnarinnar. einkum þar sem hinn nýi landl. virtist í aSalatriS- um sammála félaginu í veitinga- málinu, svo sem í því, aö hann taldi: 1. sjálfsagt aS auglýsa embætti. 2. veita þau eftir veröleikum,líkt og veitingareglur geröu ráS fyrir. Þó yrSi jafnframt aS líta á al- menna mannkosti. 3. rangt væri aö lofa embættum fyrirfram. Af þessum ástæSum var félags- mönnum skrifaS og þeir spuröir, hvort þeir vildu leggja niöur em- bættanefndina, meS skipun nýs landlæknis, meöan reynsla kæmist á, hvort tillögur hans yröu nokk- urs virtar. Bréfi þessu svöruöu fá- ir læknar og þá sitt á hvaS. Eftir vandlega íhugun virtist stjórn fé- lagsins réttast, aS sýna landlækni ekkert vantraust aö óreyndu og gefa honum fult tækifæri til þess aö velja menn til embætta fyrst um sinn, í þeirri von, aS tillögur hans yrSu teknar til greina. Féllu þá niSur störf embættanefndar og hefir ekki síöan þótt ástæöa til aS taka þau upp aftur. Þó sanr- komulag milli félagsins og land- læknis hafi oft veriö miSur en skyldi, þá hefir þaS ekki komiS því máli viö, enda félagiS ekki taliS sig eiga sök á því. Á fundinum 1932 voru vms er- indi flutt. Dr. med. G. Claessen flutti erindi: Nýrri tíma hugmynd- ir utn l)yrjunarstig lungnaberkla. N. Dungal flutti fyrirlestur um Schicks-prpf og bólusetning gegn barnaveiki. Voru þaS orS í tima töluö, enda var þess skamt aö bíSa, aS til þeirra ráSa þyrfti aS taka, er barnaveikin fór aö gera vart viö sig hér í Reykiavik 1934 og eink- um 1935. — Þá flutti G. Thór, próf. fyrirlestur um takmörkun barneigna og abortus provocatus. Nokkur stéttarmál voru og rædd á þessum fundi.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.