Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1938, Page 6

Læknablaðið - 01.11.1938, Page 6
IOO LÆKNABLAÐIÐ uðu eggi. Áður höfðu Ascheim og Zondek í Berlín og sömuleiðis Engle og Smith i New-York sýnt fram á, að transplantation af hypophysis- pars anterior-vef á infantilar mýs og rottur, olli stækkun og þroska á ovaria dýranna, svo að folliculi náðu að þroskast og corpus luteum myndaðist. Það var á grundvelli þessara rannsókna, sem Zondek bar fram kenningu sina urn það, að ovarial-starfseminni væri stjórnað fyrir atbeina tveggja gonadotropra hormona, sem pars anterior hypo- physunnar gæfi frá sér á reglu- bundinn hátt, folliculus-þroskunar hormonsins og luteíniserings hor- monsins. En þessi efni nefndi Zon- dek prolan A og prolan B. Eftir þessu ætti pars anterior hypophys- unnar að vera „primus motor“ þessarar starfsemi. Folliculusþroskunar-hormonið veldur vexti og þroska folliculi og stimulerar granulosafrumurnar og Theka-internafrumurnar til þess að gefa frá sér folliculushormonið, en það veldur svo aftur jiroliferation- inni í endometriinu. — Síðan kem- ur luteiniseringshormonið til sög- unnar, ]iað veldur ovulationinni og corpus luteum-mynduninni og sti- mulerar luteinfrumurnar til þess að gefa frá sér corpus luteum-horm- onið, sem svo veldur því, að endo- metríið verður prægravidt, kemst á sekretionsskeiðið. Það er þess vegna sennilegt, að hypophysu-starfsemin sé þarna ráð- andi yfir ovarial-starfseminni. Hins vegar hefir verið sýnt fram á með tilraunum, bæði á dýrum og mönn- um, að vixlverkun á sér stað á milli ovarianna og hypophysunnar, og ]iannig, að ovariið verkar lamandi á starf hypophysunnar. Mikil ovari- alhormona-framleiðsla minkar starf hypophysunnar, en lítil ovarialhor- inon-framleiðsla eykur ]iað. Það, sem e. t. v. hvað mest hefir stuðlað að hinum mikla viðgangi hormonfræðinnar og aukið þekk- ingu manna á þessum efnum, eru dýratilraunir þær, sem gerðar hafa verið af þýskum og amerískum vís- indamönnum, og sem hafa leitt til þess, að fundist hafa specifik bio- logisk tests fyrir sexualhormonin. Menn hafa þannig fengið specifik- an mælikvarða eða prófstein á verk- un og áhrif hormónanna, bæði kva- litativt og kvantitativt. Það er á þennan hátt hægt að sanna nærveru hormonanna í likamanum og sekret- um hans, og auk þess kontrollera hormonlyfin og verkanir Jieirra. Með þessu hefir skapast grundvöll- urinn fyrir hormonmeðferðinni. Það er þess vegna heilladrýgst fyr- ir þá, sem við hormonmeðferð fást, að halda sér við þau præparöt ein, sem hafa verið biologiskt standardi- seruð, annars rennir maður blint í sjóinn. Með Allen-Doisy’s test-inu er mælt östrinið, folliculus-hormonið, eftir því, hversu prolifererandi það verkar á canalis genitalis hjá kast- reruðum músum. Með Corner og Allen’s testi. sem Clauberg hefir endurbætt, er mælt luteohormonið, eftir því, hvernig það veldur sekretionsskeiði i endo- metriinu hjá infantilum kvenkanin- uin, sem áður hefir verið gefið f olliculushormon. Með Aschheim-Zondek test er mælt gonadotropa-hormonið, eftir ]iví, hvernig það veldur folliculus- þroska, folliculusblæðingu og mynd- un á corpus luteum í ovariunum hjá infantilum músum. Punktblæðingar og corpus lute- ummyndun sannar luteiniserings- hormonið, Prolan B, folliculus- þroskun sannar folliculusþroskun- arhormonið, Prolan A. Einingin er ákveðin það minsta sem þarf, af

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.