Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1938, Page 10

Læknablaðið - 01.12.1938, Page 10
120 LÆKMABLAÐIÐ bendingar, sem leggjandi væri upp úr, til aö skera úr hvort um scarla- tína eða angina sintplex væri að ræða, en blóömyndin gefur í þessu tilfelli talsveröar upplýsingar. Hún sýnir leukocytosu nteð mikilli staf- kjarnabreytingu, enn fremur eo- sino- og lyntfopeni og monocytosu. Upp úr fækkuninni á eosinofilu frumunum er ekkert leggjandi. því þeim fjölgar ekki við scarlatína fyr en útbrotin eru komin íram. Mono- cytosan gefur aftur á móti þær upplýsingar, að sjúkdómurinn sé kominn á íuðningsstigið og getur það illa samrýmst venjulegum gangi skarlatsóttar, sem er lang- vinnari sjúkdóntur en svo, að bú- ast mætti við að hann væri þegar kominn á ruðningsstigið néma þá að uin abortiv tilfelli væri að ræða. Eg taldi þvi ósennilegt, að þetta væri skarlatsótt. — Sjúkl. var orð- inn hitalaus daginn eftir og engin scarlatina kom upp á heimilinu. — Við anginur, sem eru af svo mis- munandi uppruna og horfurnar gerólikar eftir því, hverskyns hún er, er það mjög áríðandi, að taka. blóðmynd, enda er hún oft eina ráðið til að greina á milli þeirra með vissu. Þær anginur, sem sér- staklega koma til greina i þessu sambandi, eru monocytangina, an- gina agranidocytotica og akut leukánti (myeloblast leukámi) an- gina. Við agranulocytosu eru granulocytarnir svo að segja alger- lega horfnir úr blóðinu og er það svo sérkemulegt, að ekki er hætta á að rugla þeirri blóðmynd saman við nokkra aðra. Monocytosis in- fektiosa fylgir mikil fjölgun á hv. blfr. stundum alt upp í 50.000 í mm3, og eru það mononukleáru frumunum (stórir lymfocytar 'og monocytar), sem valda fjölgun- inni; þeir geta verið alt að 80% af hv. blfr. Ekki ber mönnum sam- an um hvort þessar frumur séu monocytar eða stórir lymfocytar, þó mun þeir fleiri, sem álíta þær stóra lymfocyta. í þeim 4 tilfell- um, sem eg heíi séð, þá hefir mér fundist frumurnar likari stórum lymfocytum en monocytum. Þessa blóðmynd er oft ómögulegt að greina með vissu frá myeloblast leukámi, sem fylgir mikil fjölgun myeloblöstum, því þessar frumu- tegundir geta verið svo likar hvor annari. Og þar sem báðum sjvikd. fylgir eitlaþroti og miltisstækkun, þá skal maður vera mjög varkár með að kveða upp diagnosuna, þar senr horfurnar eru svo gerólíkar við þessa tvo sjúkdóma. Oftast er þó fjölgunin á hv. blfr. meiri við myeloblastleukámi en alment ger- ist við mononukleosis og finni maður ásamt myeloblöstunum myelocyta, þá er það afgerandi fyrir leukámi. Oftast er það ul- ceros angina, sem fylgir þesssum þremur sjúkd. og verða það þá ulcerosar anginur af öðrutn orsök- um, s. s. Plaut-Vincent’s angina, sem helst er hætta á að rugla sam- an við þá, en Plaut-Vincent’s angi- nu, eins og yfirleitt öllum öðrum anginum, en þessum þremur fylg' ir meiri eða minni leukocytosa með stafkjarnabreytingu, svo að blóð- myndin sker þar altaf úr. Við akutar bólgur, sérstaklega appendicitis, hefir það mikla þýð- ingu, að fylgjast vel með blóð- myndinni, því hún gefur alla jafna betri upplýsingar um ástand þeirra og horfur, en nokkurt annað ein- kenni. Þessu til frekari skýringar skal eg tilfæra eftirfarandi sjúkra- sögu: Sjúkl., sem var 14 ára drengur, kom til mín (30. okt. '34) og kvartaði um magaverki, senr hann sagðist hafa haft í 3 daga. Við rannsókn kom í ljós, að hann var með 37,9° hita og geinileg

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.