Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 8
 146 veriö a'ö ræöa, aö minsta kosti ekki aö neinu marki og ekki eins og viö venjulega lungnabólgu jafn þung'a. Veikin byrjar venju- lega í miöjum lungnalappa eöa viö basis og smábreiöist út. Viö hlust- un heyrist litiö sem ekkert fyrstu dagana en síöar kemur fram létt deyfa með krepiter. slímhljóÖum og bronch. öndún. Sóttin er þrálát, sótthitinn hefir varaö um mánaö- artíma til 5 vikur og fellur hæg- an (lytiskt). — Enginn þessara ó sjúkl. hefir dáiö, en allir meir og minna þungt haldnir um tíma, og veriö lengi aö ná sér. Viö læknar höfum notaö M B 693. Meðaliö lækkar sótthitann og viröist bæta líðan sjúkl. en „speci- ficum“ er þaö ekki. Hér er um einkennilegan lungnabólgufaraldur aö ræöa, sem hegðar sér „kliniskt" líkt og veiki sú, sem gengið hefir í Færeyjum síöan 1932 upp úr fýlungatekju þar og læknar þar nefndu „primær epidem. alveolar pneum." og grun- ur lék á aö væri sami sjúkd. og Psittakose. Nú er fengin full sönn- un fyrir því, að svo muni vera. skv. rannsóknum sem geröar hafa verið á Færeyjaveikinni í Róbert Koch stofn. í Berlín. í Zeitschrift fúr árztliche Fort- bildung nr. 7, 1939, bls. 214, er þess getið aö læknarnir E. Haag- en og G. Mauer hafi fært fullar sönnur á, að veiki sú, sem gert hefir vart við sig í Færeyjum og þar er nefnd „primær epidemisk alveolar pneum.“, væri sama veiki og Psittakose. Smitun berst frá páfagaukum og einnig frá fýlung- um, og skeöur viö reitingu þeirra. Þeir vilja nefna veikina „epidem- isk pneumoni“ eða „virus pneum- oni“ i stað Psittakose. Veikinni svipar til kvefpestarlungnalíólgu (influensu virus). LÆ KNABLAÐ1Ð Eg sendi Rannsóknarstofu Há- skólans hráka og blóð úr sjúkl. skv. umtali við prófessor Dungal, en því miður komst það ekki til rannsóknar fyr en eftir 10—12 daga eftir að sjúkl. veiktust. Talið er líklegast aö um árangur geti verið aö ræða af þesskonar rann- sókn, ef gert er í byrjun veikinn- ar. Rannsóknarstofan hefir ekki fundið neitt verulega grunsamt viö þær rannsóknir, sem fram haía farið meö þessu á tilrauna- dýrurn (músum). Síðar sendi eg blóð úr sjúkl., sem prófessor Dun- gal ráðgeröi að senda utan til frekari rannsókna, en svör þaðan munu enn ókomin. Hér getur því ekki á þessu stigi málsins veriö um fullnaðarsönnun fyrir því að ræða, að um Psitta- kosis eða virus pneumoni sé að ræöa, en líkurnar eru sterkar, því kliniskt hegöar veikin sér mjög likt og Færeyjaveikin, og þessi litla „hópsýking“ kemur upp úr óvenjulega góðri heilbrigöi í hér- aðinu, eins og þrurna úr heiðskýru lofti, upp úr fýlungatekju og reit- ing ungans, og hegðar sér í aöal- atriðum eins á öllum sjúkl. klin- iskt og við röntgenrannsókn, sem fram hefir fariö á þeim öllum. Eg vænti þess, að þessa ein- kennilega lungnabólgufaraldurs verði nánar getið síöar í Lækna- blaöinu í einstökum atriöum af Einari Guttormssyni lækni hér á staðnum, en við höfum gert okkur far um aö fylgjast sem nánast meö þessum einkennilega sóttar- faraldri. Þó fullnaðarsönnun fyrir því, að urn Psittakosis eða „virus pneumoni“ sé hér að ræða, vanti aö svo stöddu ,,bakteriologiskt“. tel eg svo sterkar líkur á því, aö eg tel ráðlegast aö banna fýla- tekju hér eftirleiðis, enda er þess

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.