Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 9
I.Æ I< N A B LAÐ I Ð 14 7 Psittacosis í Vestmannaeyjum. Eftir Einar Guttormsson. Psittacosis eSa svonefnd „fýla- veiki“ hefir gert vart við sig hér í Eyjum í sept. s.l. Hafa komiÖ hér 6 tilfelli af veiki þessari, sem , lýsir sér mjög likt og veiki sú, er upp er komin í Færeyjum og lækn- ar þar hafa nefnt „primær epide- misk alveolarpneumonie“, en í grein, sem R. K. Rasmussen ritaði í Uge- skr. for L. nr. 35, 1938, leiddi hann allveigamikil rök að því, að hér væri um psittacosis að ræða, þ. e. lungnahólgu, sem líktist mjög jjeirri, er sýktir páfagaukar valda og sem stundum hafa komið upp epidemíur og sporadisk tilfelli af hæði í Evrópu og i öðrum heims- álfum. Síðasta epidemían var hér i Evrópu 1929—30. Július Sigurjónsson vakti athygli á ritgerð Rasmussens, í 25. árg. Lhl.. 1939, 2. tbl., þar sem hann hvatti lækna hér á landi til að vera á varðbergi gagnvart veiki þessari, á stöðum ]>ar sem fýlatekja er. Við læknar hér í Eyjum hárum saman ráð okkar og kom saman um, að hingað til hefðum við ann- að hvort séð eitt (í fyrra) eða ekk- ert tilfelli, er líkst gæti ofangreind- um sjúkdóm. en ákváðum, enda full þörf að friða fuglinn, þar sem hann fer mjög þverrandi ár frá ári. — í 14 ár undanfarin hefir aldrei borið á svona lungnabólgufaraldri í septembermánu'ði i jafnstórum stíl, en grunsamleg eru þó 2—3 tilfelli siðustu árin á sama tíma og upp úr fýlungareitingu. Vestm.eyjum 20. okt. 1939. Öl. ó. Lárusson. þótt við værum litt trúaðir á, að krankleiki ]>essi væri kominn hing- að, að hafa gát á honum. Héraðsl. Ól. Ó. Lárusson hefir frá upphafi sýnt mikinn áhuga fyr- ir rannsókn málsins og hefir hann tvívegis sent Rannsóknarstofu Há- skólans venublóð til rannsóknar, auk greinargerðar um sjúkdóminn. Fýllinn (fulmarus glasialis) hef- ir, að því er dr. Bjarni Sæmunds- son telur, komið til Vestmannaevja i fyrsta lagi snemma á 18. öld, og var áður rniklu meira veitt af hon- um en nú, allt upp í 20 þús. fýl- ungar og þar yfir, einkum um miðja og á fyrri hluta 19. aldar, en þá voru aflaleysis ár hér i Eyj- um og var fitan aðalviðmeti manna, notuð i hræðinginn og með hvanna- rótinni, sem mikið var þá notuð hér til rnatar. Fýlunginn ])ótti og ])yk- ir enn hinn mesti sælgætismatur, einkum er fýlasúpan rómuð. Fiðr- ið var og notað í sængur, en það mun nú víðast hvar hér lagt niður, því að húsin og fólkið lyktaði, jafn- vel þótt fiðrið væri soðið og hreins- að eftir hestu getu. Siðastliðinn ágústmánuð munu hér hafa verið veiddir ca. 6 ]iúsund fýlungar og ca. 300 manns unnið að reitingu þeirra, en eftir revnsl- unni i Færeyjum virðist sýkingar- hættan einkum bundin þeim starfa, og sýking ])eirra, er veiða og neyta matarins, mjög lítil eða engin. J:ió kváðu veiðimenn eigi ósjaldan híta í hausinn á fýlunganum og drepa hann með þeim hætti. Sumt af fýlnum, sem veiddur er, er svokallaður „þurfýll", ]). e. hann er ekki sjóblautur, en veiðimenn fleygja stundum fýlnum i sjóinn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.