Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1939, Síða 10

Læknablaðið - 01.12.1939, Síða 10
148 L.ÆKNABLAÐIÐ eftir að búið er að drepa hann, og er hann svo hirtur upp á bátum. í a. m. k. 5 tilf. var um ,,þurfýl“ að ræða, og er hugsanlegt að sýk- ingarhættan sé meiri af honum, eða virus e. t. v. meira virulent eða rýkur betur upp (inhalatio). Ann- ars mun lítt rannsakað hvernig smitun verður. Fýlunginn, sem hin- ir sjúku reittu, var úr Heimakletti og Hellisey, en í einu tilfellinu var um ,,flugfýl“ að ræða, þ. e. fýl- unga, sem er nýlega kominn úr berginu og veiddur með háf á sjón- um. Veiðitíminn er eins og kunn- ugt er í kringum 20. ágúst, sýking- arnar, sem hér um ræðir, komu all- ar frá 1. til 7. september. Timabil- ið frá ]iví fólkið reitti fýlinn og til þess, er það veikist, virðist hafa verið vika til 10 dagar, en sumt af því hafði fundið til lasleika í tvo til þrjá daga áður en það lagðist. Síðastliðið sumár var mjög gott heilsufar hér í Eyjum og einkum var lítið um lungnabólgur. Það var því ennþá meira áberandi, er í 1. viku sept. koma 6 tilfelli af þess- um sjúkdómi og hvert öðru lík, 5 konur og 1 karlmaður. Enginn samgangur var á milli sjúkl. áður en þeir veiktust, nema milli nr. 3 og nr. 5, en þær eru systur og fengu báðar fýlunga frá sarna manni. Symptomin: Sjúkdómurinn er lungnabólga, á þvi er enginn vafi (stethoc. hreytingar, röntgen. etc.) og byrjar centralt og með háum hita (shr. þó, að sumir sjúkl. höfðu haft höfuðverk og verk í haki í 2 —.3 daga áður en þeir lögðust), ekkert hevrðist í byrjun við steth- oc. eða fyrstu dagana. Hósti og uppgangur mjög óverulegt, cvan- osis og herpes sást ekki né heldur dyspnoe. Rulúginöst sputum og stingvottur var aðeins i' 2 tilfell- um og mjög lítið álierandi einkenni. Púls var ávalt hægur í hyrjun, en varð heldur tíðari, er á leið sjúk- dóminn, samanborið við hita. Bólg- an, sem venjulega hyrjaði basalt í lunganu og breiddist út í áttina að apex og náði oft yfir 2 lobi, virð-. ist hafa verið interstitial og peri- hronchial, en alveolurnar tiltölulega litið afficeraðar. Það virðist þvi fremur undarlegt að kalla sjúkdóm- inn „primær epidemisk alveolar- pneumonie“. Sjúklingarnir voru þungt haldnir. einkum 2 konurnar. Þeim batnaði öllum lytist, en crisis kom ekki. Eg taldi hv. blk. þegar eg gat, enda þótt slíkt hefði þurft að gera daglega. Virtist einkennilegt, hve litið þeim fjölgaði, Jivert á móti því, sem á sér stað við venjulegar pneumoníur. Sökk var ekki gert. Differcntial diagnosis: Til greina koma einkum tyfus, pneumonie, einkum influenzupneumonie, og tu- herculosis. Mér datt fyrst í hug tyfus, einkum vegna hins hæga púls, en frekari einkenni komu ekki fram upp á þann sjúkdóm. Við al- gengar lungnahólgur er vanalega meiri mæði (dyspnoe), cyanosis, herpes, stingur, og ekki hvað síst hósti og mucopurulent uppgangur, a. m. k. á losunarstiginu, en eins og áður segir var upjigangur mjög lítill og ekki purulent. Þá er og púlsinn vanalega tiðari og leuko- cytiun fjölgar allverulega. Um tbc. var ekki að ræða, það sannaði röntgenrannsókn o. f 1.. enda voru tvær konurnar Pirquet neg. Theraþie: Var aðallega baxtrar, frk. Guðrún Sigurjónsdóttir. bæjar- hjúkrunarkona. lagði á 2svar á dag og hjúkraði hún sjúklingunum af miklum dugnaði og samviskusemi. enda voru sjúklingarnir svo veikir. að ella hefði ekkert viðlit verið að stunda þá í heimahúsum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.