Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 15
LÆKNA B LAÐ I Ð 153 Sóttir og samgöngur. 1930 barst anopheles Gambiae til Bras- ilíu meS hraöskreiöum skipum. Lítið var um þetta skeytt. þangað til mikill faraldur gaus upp 1938. Þá sýktust 100.000 menn af mýra- köldu og 15.000 dóu. Stjórnin leit- aði þá til Rockefellers-stofnunar- innar og tókst sérfræðjngum henn- ar, á tveimur árum. aö ráöa bót á þessu. — Okkur stafar einnig hætta af hröðu samgöngunum. ( Lancet. 22. jan. 44). G. H. Sulfalyf og kvef. Amerískir herlæknar hafa reynt sulþhadia- zine rækilega viö venjulegt kvef. J’aö virðist ekki liafa nein veruleg áhrif á sjúkdóminn (JAMA, i. jan. '44)- Kuldadeyfing. Lf reyribindi er vandlega vafið um útlim ofan sárs eða meinsemdar stöðvast blóörásin að sjálfsögðu. Sé lim- uriiin siðan lagöur í ískælt vatn. um 50 lieitt dofnar hann smám- saman. veröur tilfinningarlaus eft- ir t—2 ldst. svo að gera má hvaða aðgerð sem vera skal án svæfing- ar. Hættulaust er aö ltalda limn- um kældum í 8 ldst. og- liættulitiö allt að 48 klst. Ljóstur (shock) þarf ekki aö óttast. Et’tir aðgerö er kælingin smámsaman minnkuð, ti 1 þess limurinn er orðinn eölilega heitur. Bjúgur safnast ekki á hann. — Að sjálfsögðu verður aö gæta þess að limurinn frjósi ekki. Kælivélar eru nú gerðar fyrir spít- ala til þessára þarfa. (JAMA, 15. maí 43). Inseminatio artificialis, hand- frjóvgun, virðist talsvert notuð erlendis. Journ. Am. Med. Ass. (15. maí '43) nefnir eitt dæmi í Amer- iku þar sent sæðiö var flutt 500 enskar mílur í flugvél án þess aö það sakaði. Margs er að gæta viö þessa læknishjálp. Vissa þarf að vera fyrir því að barnleysi hjóna stafi frá manninum og aö þau samþykki aðgerðina. „Donor“ verður að vera heilbrigður (syph- ilis) og engir ættgengir kvillar i ætt hans. Þá þarf liann að vera sem líkastur manni konunnar í vexti og litarhætti. Frjóin í semen þurfa aö vera lifandi og með eðli- legum hætt: . Varúðar þarf aö gæta viö sendinguna. (Má ekki kólna um of e. ct.). Vöxtur og hvíta (protein). White og Sayers hafa unnið eins- lconar hvítu úr brisi, sem sýnist auka vöxt ungra dýra til mikilla niuna. Þannig þyngdust rottuung- ar, sent fengu soy j abaunah v ítu (í 28 daga) um 28 grm, en þeir sem íengu brishvitu 166 grm. Þriðji hópurinn fekk osthvítu (casein) og þyngdist um 133 grm á sama tíma. Þaö er öllum ráögáta hvérs vegna fólkið stækkar sífellt á síð- ustu 100 árum. Ef til vill stafar þaö at’ breyttu matarhæt’i. Það lnun ekki vera þekkt áður að sér- stakar hvítutégundir hefðu svo mikil áltrif á vöxt, ef íæðiö er aö öðru leyti fullgilt. (J.A.M.A.. 22. maí 1943). Hyperthyreoidismus. Þótt skjáldkirtillinn sé lítill í fslending- um er mb. Basedowii alltíður. E. B. Astwood (Boston) telur að thiourea og sérstaklega thiouracil komi að góðu gagni við þennan sjúkd. Sagt er aö einkennin hverfi og et’naskipti lagist. At" thiouracil er gefið 0.2—1 grm á dag munnleiÖ- is. Ahrifa er ekki að vænta fyrr en eftir 1—2 vikur. — Þvi miður tek- ur sjúkd. sig upp ef hætt er við lyfið. (J.A.M.A., 5. ágúst 1943).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.