Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1980, Side 17

Læknablaðið - 15.03.1980, Side 17
LÆKNABLADID 49 niðurstaðna hverrar viku og s.d. er staðalfrá- vik meðaltals hverrar viku), sýndi ekki árstíða- bundnar breytingar á niðurstöðum. Þrátt fyrir, að mælingar virtust stöðugar innan hvers hóps, er hugsanlegt, að mælingar- gildi hafi breyst frá byrjun rannsóknarinnar 1967 og til loka pess tímabils, sem hér um ræðir, 1974. Hópur 34 ára karla og kvenna komu til skoðunar 1967-1969 og 1973-1974, og var pví talið fróðlegt að bera saman niðurstöður pessara hópa, sem ættu að vera allsambæri- legir. Meðalgildi fastandi blóðsykurs 34 ára karla 1968 (n = 140) var 81,1 ±8,1, mg/dl, en 77,6 ± 6,25 mg/dl, 1973-1974, (n = 90). Mismunurinn, 3,5 mg/dl var tölfræðilega marktækur (p< 0,05). Hjá 34 ára konum var fastandi blóðsykur 75,8±7,0 mg/dl, 1969-1970, en 73,2±7,1 mg/dl í hópnum 1973-1974. Mismunur var 2,6 mg/dl og tölfræðilega marktækur (p < 0,05). Meðalgildi 90 mín. blóðsykurs í sykurpoli 34 ára karla 1968 var 89,1 ±22 mg/dl, en 85,4 ± 19,9 mg/dl 1973-1974. Mismunurinn var 3,7 mg/dl og var ekki tölfræðilega marktækur. Meðalgildi 34 ára kvenna 1969—1970 var 100,3 ±20,2 mg/dl, en 93,5 ±19,6 mg/dl árið 1973-1974. Mismunur var 6,8mg/dl og tölfræði- lega marktækur (p <0,01). Enda pótt ekki verði fullyrt, að pessir 34 ára aldurshópar, sem mættu til skoðunar 1967- 1970 og 1973-1974, hafi að öllu leyti verið sambærilegir, benda niðurstöðurnar pó til pess, að mælingargildin hafi lækkað lítillega frá upphafi rannsóknarinnar og til enda tíma- bilsins. Munurinn er ekki stórvægilegur, en gæti skýrt að nokkru pað hné, sem virðist á flæðiriti yfir 90 mín. blóðsykur um 34 ára aldur (mynd 3), og gæti gert tíðni skerts sykurpols lítið eitt lægri meðal yngri aldurshópa en hinna eldri, sem komu til rannsóknar í upphafi tímabilsins. Um tveggja ára tímabil (1972-1974) voru sýni, sem send voru frá stýrirannsóknarstofu í Atlanta, U.S.A. (W.H.O.) mæld reglulega. Mæl- ingar sýndu, að »sanngildi« (accuracy) * og nákvæmni (precision) voru góð yfir petta tímabil.** *The target value for each pool is the average of 90 determinations, 30 each by the Glucose Oxidase (somogyi filtra'te) O-Toluidine (TCA- filtrate) and Nelson Somogyi manual reference methods. **Well within target values (±5%) of WHO glucose standardisation program. Tölfræði Við tölfræðilegan samanburð var notað Stu- dents t-test, nema annars sé getið, og p gildi < 0.05 talið marktækt. NIÐURSTÖÐUR Heimtur og svör við spurningum /. Karlar34 — 61 árs (skodadir 1967—1968) Fjöldi pátttakenda, sem mætti var 2.203 eða um 75 % af peim sem boðaðir voru (2.955). Mæting var svipuð hjá öllum aldurshópum, frá 69,6-77,3 % (3). Alls svöruðu 21 karl játandi spurningunni, hvort peir hefðu sykursýki nú eða áður. Þrír voru á insulinsprautum og 7 tóku töflur við sykursýki, 4 voru á sérfæði eingöngu, en sjö minntust ekki á meðferð. Alls vissu 201 úr pessum hópi um sykursýki í ætt sinni. Fastandi blóðsykur var mældur hjá 2.173 körlum. Blóðsykurgildi vantar pví hjá 30 pátttakendum og er pað af ýmsum orsökum, svo sem ónógu eða glötuðu sýni og fleira. Enginn af pessum prjátíu svaraði játandi spurningunni, hvort peir hefðu sykursýki. Gert var sykurpol I meðal 2.157 pátttak- enda eða um 73 % af upphaflegu pýði. Af peim 46 pátttakendum, sem ekki fóru í syk- urpol I, en mættu til skoðunar, var einn sykursjúkur samkvæmt spurningalista. Alls voru 294 karlar, sem höfðu blóðsykur- gildi > 130 mg/dl i sykurpoli 1 (90 min). Af peim voru ellefu sykursjúkir, á meðferð og pví ekki boðaðir í sykurpol II, en taldir með sykursjúkum, Hinir 283 voru boðaðir í endur- tekið sykurpolspróf (sykurpol II). Af peim mættu 194 eða 68,5 %. 2. Konur 34-61 árs (skodadar 1968-1969) Alls mætti 2.341 kona til rannsóknarinnar af 3.093, sem boðaðar voru, eða um 76 % og var mæting svipuð hjá öllum aldurshópum, 68,6 — 80,1 % (1). Tuttugu og fjórar konur svöruðu spurningunni játandi, hvort pær hefðu sykur- sýki nú eða áður. Af peim voru prjár á insulini, átta voru á töflumeðferð, sjö voru á sérfæði eingöngu, sex minntust ekki á meðferð. Alls vissu 194 konur úr pessum hópi um sykursýki í ættinni. Fastandi blóðsykur var mældur hjá 2.336 konum og vantar pví hjá 5 peirra sem mættu. Engin peirra hafði sykursýki, svo að vitað sé, samkvæmt spurningarlista. Allar, nema 12 konur, fóru í sykurpol I og af peim var vitað, að fjórar væru sykursjúkar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.