Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1980, Page 21

Læknablaðið - 15.03.1980, Page 21
LÆKNABLADID 51 hún hefði sykursýki. Alls vissu 39 konur úr þessum hópi um sykursýki í ætt sinni. Fastandi blóðsykur var mældur í 826 konum (vantar hjá 2). Alls var sykurpolspróf I gert 824 konum. Af þeim höfðu 55 blóðsykurgildi > 130 mg/dl eftir 90 mín. Tuttugu og níu þeirra mættu svo í sykurþol II. Niðurstöður fastandi blóðsykurmælinga Mynd 1 sýnir dreifingu fastandi blóðsykurs meðal karla og kvenna (allir árgangar teknir saman). Dreifingin virðist vera samhverf (uni- modal) með nálgun normaldreifingar eins og sést af töflu I, þar sent meðaltal og miðgildi (50 th percentiles) eru svipuð. Breytistuðlar (coef- ficient of variation, s.d./x) voru svipaðir fyrir bæði kynin og voru á bilinu 0,09-0,22. Engin glögg mörk eru því milli »eðlilegs« og »hækk- aðs« fastandi blóðsykurs. Tafla I sýnir meðaltöl blóðsykurs og nokkur fraktíl (percentiles) fyrir einstaka aldurshópa. I töflum I og II voru aldurshópar dregnir saman í fimm ára aldursflokka, t.d. 20-24 ára, 25-29 ára o.s.frv. Vegna vals árganga hafna mismargir þeirra í einstökum aldursflokkum. Aldurshópar 34 og 37 ára komu til skoðunar 1967-1969, og þar sem þeir voru einu hóparnir milli 30 og 40 ára í þeim hluta hóþskoðunarinn- ar, eru þeir birtir sér. Karlar virðast hafa lítið eitt hærri meðaltöl fastandi blóðsykurgilda en konur í öllum aldurshópum (meðaltal 3,4 mg/dl), og sá munur er tölfræðilega mark- tækur í öllum aldurshópum (p<0,05). Fastandi blóðsykur virðist fara hækkandi með aldri hjá báðum kynjum, hækkar að með- altali hjá körlum um 3,5 mg/dl fyrir hvern áratug og hjá konum 1,5 mg/dl. Alls höfðu 18 konur (flestar yfir fertugt), eða um 0,6 % af öllum konum sem mættu, fastandi blóðsykur >110 mg/dl og 65 karlar eða um 2,2 % karla, sem mættu. Þrettán konur eða um 0,4 % höfðu blóðsykur > 120 mg/dl og þrjátíu og einn karl eða um 1,1 %. Niðurstöður sykurþolsprófs I (90 mín. blóðsykur) Mynd 2 sýnir dreifingu blóðsykurgilda 90 mín. eftir inntöku 50 g af glúkosa hjá körlunt og konum (allir árgangar teknir saman). Dreifing- in er með einum hrygg (samhverf, unimodal) Table II. Mean and some percentiles of 1 V2 hr blood glucose after a 50 gm oral c/ucose load. M F M F 20th 50th 80th 95th Age n n ±s.d. ±s.d. M F M F M F M F 20-24 257 311 85.2 ±18.9 93.5 ±19.2 68 77 84 91 100 108 122 130 25-29 266 279 86.2 ±20.5 92.7 ±18.3 69 80 84 91 103 105 126 126 30-34 202 234 86.4 ±19.1 94.4 ±19.8 70 80 85 92 103 107 123 134 34 138 158 89.1 ±22.0 100.3 ±20.2 70 83 87 99 109 116 132 137 37 147 169 91.9 ±25.2 104.1 ±21.4 70 86 89 102 111 123 137 145 40-44 484 491 95.9 ±29.2 107.5 ±25.1 73 87 93 105 116 127 145 149 45-49 618 600 99.6 ±31.2 107.7 ±28.7 73 85 96 104 123 128 156 157 50-54 484 552 104.2 ±37.0 109.1 ±28.9 77 86 100 105 123 131 176 164 55-59 202 255 106.7 ±42.4 1 14.6 ±33.3 74 87 100 109 128 142 196 169 61 84 104 113.7 112.6 84 88 104 110 134 135 201 177

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.