Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1980, Page 26

Læknablaðið - 15.03.1980, Page 26
54 LÆKNABLADID þennan útreikning var gengið út frá f)ví, að sykurþol (II) þeirra, sem mættu ekki, hefði orðið eins og þeirra sem mættu. Þessi forsenda er vafasöm, þar sem meðaltal 90 mín. blóðsyk- urs í sykurþoli I var nokkru hærra meðal þess hóps, sem mætti í sykurþol II heldur en hjá þeim sem ekki mætti í sykurþol II (161,8mg/dl á móti 148,9 mg/dl hjá körlum og 159,1 á móti 139,5 mg/dl hjá konum og munurinn var tölfræðilega marktækur, p<0,01). Pví er lík- legt að hundraðshluti í dálki d sé ofreiknaður og raunverulegur hundraðshluti þeirra sem hafa skert sykurþol skv. þeirri skilgreiningu sem hér var notuð, sé lægri. Algengið virðist nokkru meira meðal kvenna, og hækkar veru- lega, eftir að fertugs aldri er náð. Dálkur e sýnir fjölda þeirra, sem kváðust hafa sykursýki samkvæmt spurningablöðum. Þessi fjöldi er sýndur í dálki f, sem hundraðs- hluti allra sem mættu. Dálkur g sýnir samanlagt (d + f) algengi (prevalence) sykursýki eftir aldurshópum. Al- gengi eykst með aldri, er um 1-2 % á þrítugs- aldri, en verður um 11,6% á sextugsaldri meðal karla og um 14,9 % meðal kvenna. Ekki er unnt með vissu að segja, að þetta sé raunveruleg tíðni sykursýki á Reykjavíkur- svæðinu, þar sem vera má, að algengið sé annað meðal peirra, sem ekki mættu í hóp- rannsókninni en var boðin þátttaka (þ.e. um fjórðungur aldurshópsins 34-61 árs og nálægt helmingur aldurshópsins 20-34 ára, (sjá nánar undir heimtum). I töflu VIII er þeim, sem höfðu skert sykurþoi I skipt frekar eftir 90 mín. blóðsykur- gildi, í dálki c eru þeir, sem höfðu blóðsykur- gildi 130-199 mg/dl (sem sumir hafa kallað »borderline« skert sykurþol) (21), og í dálki d og e, þeir, sem höfðu >200 mg/dl í 90 mín. blóðsykur, sem er nálægt því, sem sumir hafa sett sem mörk fyrir sykursýki. (22) Því hærri sem mörkin eru sett, því minni verður að sjálf- sögðu fjöldinn með skert sykurþol, í töflu IX er niðurstöðum í sykurþoli II einnig skipt frekar niður eftir blóðsykurgild- um. Eins og fram kemur í töflu VII, þá reyndust minna en helmingur þeirra, sem höfðu skert sykurþoi I einnig hafa skert sykurþol II. Sá hundraðshluti fór þó vaxandi með aldri (dálkur c). Þetta bendir vissulega til þess, að endurtekningarhæfni (»reproducibili- ty«) sykurþolsprófs sem þessa sé takmarkað eins og reyndar margir hafa sýnt frarn á (12, 13, 16, 24). Table VII, confirmatory test: GTTII (100 gm)*. Blood glucose at 2 hr Esti- mated preval- ence of diabetes (incl. impaired glucose toler- ance)% <120 mg/dl >120 mg/dl Those with > 120 mg/dl known diabetics among those examined as % of total confir- matory tests as % of total tests done** n n n % (a) (b) (C) (d) (e) (f) g + (d + f) Males 11 (20-29) 2 15,4 0,4 1 0,2 0,6 14(30-39) 2 12,5 0,6 2 0,4 1,0 44 (40-49) 44 50,0 6,1 8 0,7 6,8 39 (50-61) 57 59,4 10,2 11 1,4 11,6 Females 8 (20-29) 6 42,9 1,9 1 0,2 2,1 21 (30-39) 5 19,2 1,8 1 0,2 2,0 45 (40-49) 45 50,0 8,75 9 0,8 9,55 43 (50-61) 59 57,8 13,3 15 1,6 14,9 * Known diabetics excluded except in column e, f and g. ** Assuming that those who did not turn up for G I I II had similar blood sugar values as those who attended: this is likely to be a slight overestimation. Table VIII. Screening test: GTTI (50 gm). Blood glucose at 1 '/2 hr > 200 mg/dl 130-199 ------------- Age Total number mg/dl n n Number as % of total (a) (b) (C) (d) (e) Males 20-29 523 13 0 0 30-39 487 25 0 0 40-49 1094 128 5 0,5 50-61 759 112 18 2,4 Females 20-29 596 26 0 0 30-39 560 52 0 0 40-49 1086 182 8 0,7 50-61 901 197 10 1,1 Til að kanna þetta nánar, var hópur karla og kvenna á aldrinum 35-64 ára (alls 102, 72 konur og 30 karlar), sem komu til skoðunar á Rannsóknarstöð Hjartaverndar í október og nóvember 1977 beðinn að koma í endurtekið sykurþolspróf, sem var framkvæmt eins og hið fyrra, þ. e. 50 g af glúkósu voru gefin í bæði skiptin. U.þ.b. 2 vikur liðu milli prófanna, en þátttakendur vissu ekki um seinna sykurþols- prófið, fyrr en fáeinum dögum áður en það fór fram. Enginn úr hópnum var á meðferð vegna sykursýki. Hópnum var síðan skipt í 2 hópa, í hópi A v

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.