Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 10
174 LÆKNABLADIÐ LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS CODEX ETHICUS Sidareglur lækna samþykktar á aðalfundi 1978 Samkvæmt lögum Læknafélags íslands eru Alþjóðasiðareglur lækna lagðar til grundvallar þeim Codex Ethicus, sem það setur meðlimum sínum. Með þessum Codex staðfesta læknar: 1. Að hlutverk þeirra er verndun heilbrigði og barátta gegn sjúkdómum. 2. Að starfi þeirra fylgir ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi og að þeir geta því aðeins vænzt trausts, að þeir geri sér far um að uþpfylla þær siðferðilegu kröfur, sem þekking, tækni og félagslegt hlutverk leggja þeim á herðar á hverjum tíma. Codex Ethicus er ætlaður læknum til leiðbeiningar og stuðnings í daglegu starfi. CODEX ETHICUS I. Almenn ákvæði 1. Hlutverk Iæknis er að stuðla að heilbrigði einstaklinga og samfélags. Hann skal rækja starf sitt án manngreinarálits, af vand- virkni og samvizkusemi. Hann skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu sína og sjúkum til að öðlast hana að nýju. 2. Læknir skal leitast við að byggja starf sitt á rannsóknum, ráðleggingum og aðgerð- um, sem byggja á fræðilegum niðurstöðum eða viðurkenndri reynslu. Læknir skal gæta ýtrustu varkárni við ávísun lyfja, einkum þeirra, sem geta orðið sjúklingum ávanalyf. Hann skal við ákvarð- anir taka tillit til fjárhags sjúklings og samfélags. Hann skal varast erfiðar rann- sóknir eða aðgerðir, ef ætla má, að þær veiki andlegan og líkamlegan þrótt sjúk- lingsins meira en nemur því gagni, sem hann hefur af þeim. 3. Lækni ber að viðhalda þekkingu sinni og endurnýja hana. Hann skal reyna að full- nægja þeim staðalkröfum, sem starfsgrein hans lýtur á hverjum tíma. Læknir skal líta á fræðslustarf sem ljúfa og sjálfsagða skyldu og kosta kapps um að miðla þekkingu sinni sem víðast til lækna og læknanema, annarra heilbrigðisstétta og til alls almennings. 4. Það er meginregla, að lækni er frjálst að hlýða samvizku sinni og sannfæringu. Hann getur, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk, sem hann treystir sér ekki til að gera eða bera ábyrgð á eða hann telur ástæðulaust eða óþarft. 5. Lækni er ósæmandi að takast á hendur nokkra sýslu, er skerði sjálfstæði hans sem læknis. Framkvæmi hann læknisverk undir áhrif- um lyfja eða annarra efna, sem slæva dómgreind hans og athygli, telst hann sekur um misferli. 6. Læknir skal kynna sér ákvæði laga stéttar- félags um störf hans og þar á meðal þær alþjóðlegu yfirlýsingar og samþykktir, sem Læknafélag íslands hefur samþykkt eða gerzt aðili að. Upplýsingar samkvæmt grein þessari skulu jafnan vera fyrir hendi á skrifstofu L.í. 7. Geri læknir tilraunir með ný lyf, rannsókn- ir, aðgerðir eða önnur læknisstörf skal hann jafnan hafa velferð einstakra sjúk- linga í huga. Hann skal taka tillit til ákvæða Helsinkiyfirlýsingarinnar í þessu efni. 8. Lækni er skylt að veita sjúklingi nauðsyn- lega læknishálp í viðlögum, nema hann hafi fullvissað sig um, að hún verði þegar veitt af öðrum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.