Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐID 185 6. gr. Reikningar sjóðsins, endurskoðun og afgreiðsla Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, svo og af félagslegum endurskoðendum Læknafélags íslands. Stjórn sjóðsins er heimilt að semja við Læknafélag íslands eða aðra aðila um, að þeir annist afgreiðslu fyrir sjóðinn. 7. gr. Tryggingafræðileg athugun Fimmta hvert ár skal stjórn sjóðsins fá tryggingafræðing til að reikna út fjárhag sjóðsins. Hann skal semja skýrslu um athugun sína og gera upp efnahagsreikning á grundvelli útreikninganna. Telji tryggingafræðingurinn, með hliðsjón af kaupgjaldspróun og öðrum atriðum, sem máli skipta, rannsókn sína leiða í Ijós, að fjárhagur sjóðsins sé ótryggur, skal hann gera tillögur til sjóðsstjórnar um hlutfallslega lækkun lífeyrisréttinda. Er stjórninni skylt að fara eftir peim tillögum nema tryggingafræðingurinn telji aðrar ráðstafanir hennar fullnægjandi. Telji hann hins vegar aukningu lífeyrisréttinda á rökum reista, skal hann gera tillögur un hlutfallslega hækkun þeirra. Sjóðsstjórn má aldrei auka réttindi meira en tryggingafræðingur hefur gert tillögur um. 8. gr. Avöxtun á fé sjóðsins Stjórn sjóðsins sér um ávöxtun á fé hans, og skal pað gert á eftirfarandi hátt: 1. í ríkisskuldabréfum. 2. í skuldabréfum, sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs. 3. í bönkum og sparisjóðum, sem fullnægja ákvæðum laga nr. 69/1941, svo og í innlánsdeildum skv. lögum um samvinnufélög. 4. f skuldabréfum tryggðum með veði í húseignum allt að 50 % af brunabótamatsverði eða, sé brunabótamat ekki fyrir hendi, pá af matsverði, sem ákveðið er af tveimur mönnum, sem fjármálaráðherra tilnefnir, og allt að 75 % af fasteignamatsverði lóða í kaupstöðum og kauptúnum. 9. gr. Iðgjöld og aðrar greiðslur til sjóðsins Sjóðurinn tekur við iðgjöldum, sem greidd eru vegna sjóðfélaga samkvæmt kjarasamningum Læknafélags íslands eða svæðafélaga lækna. Heimilt er stjórn sjóðsins að taka við iðgjöldum, er einstakir sjóðfélagar skuldbinda sig til að greiða sjálfir, að svo miklu leyti sem aðrar árlegar iðgjaldagreiðslur peirra veita ekki >/3, 2/3 eða heilt stig, sbr. 10 gr. Óski sjóðfélagi að taka upp eða hækka slíkar eigin greiðslur, gilda ákvæði 4. málsgreinar 3. greinar, nema sjóðsstjórn telji breytinguna eðlilega afleiðingu pess, að sjóðfélaginn skiptir um starf. Iðgjöldum frá vinnuveitendum skal skilað til sjóðsins eigi síðar en tveimur vikum eftir að pau féllu í gjalddaga. Stjórn sjóðsins setur reglur um greiðslur, sem sjóðfélagar sjálfir inna af hön,dum og að jafnaði skulu eiga sér stað mánaðarlega. Sjóðurinn veitir ekki viðtöku iðgjöldum, sem greidd eru vegna sjóðfélaga, eftir að hann hefur hafið töku ellilífeyris úr sjóðnum. Heimilt er stjórn sjóðsins að veita viðtöku fé, sem sjóðfélagi óskar að yfirfæra úr öðrum lífeyrissjóði, sem stofnaður er með lögum eða nýtur viðurkenningar fjármálaráðuneytisins. Sjóðfélagar bera eigi ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins nema með iðgjöldum sínum. Stjórninni er heimilt að fella niður iðgjaldagreiðslur í mest 2 ár, þegar ungir sjóðfélagar eiga í hlut og lenda í greiðsluvandræðum vegna framhaldsnáms erlendis eða af öðrum ástæðum, sem stjórnin metur gildar. Iðgjaldagreiðsla fyrir og eftir slíkt tímabil telst samfelld, sbr. 12.-14. gr.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.