Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.08.1980, Blaðsíða 28
188 LÆKNABLADID 16. gr. Flutningur í aðra sjóði Hætti sjóðfélagi iðgjaldagreiðslu til sjóðsins og gerist jafnframt sjóðfélagi í öðrum lífeyrissjóði, sem stofnaður er með lögum eða nýtur viðurkenningar fjármálaráðuneytisins, er stjórn sjóðsins heimilt að endurgreiða með vöxtum öll iðgjöld, sem greidd hafa verið hans vegna. Sama gildir, ef sjóðfélaginn kaupir sér lífeyri hjá tryggingafélagi eða stofnun, sem starfar eftir reglum, er fjármálaráðuneytið sampykkir. Pað er skilyrði fyrir endurgreiðslunni, að hún gangi til kaupa á lífeyrisréttindum fyrir viðkomandi mann í peim sjóði, er hann flyzt til, eða hjá tryggingafélagi eða stofnun, svo sem að framan greinir. Aldrei má endurgreiða hærri fjárhæð en parf til pess að kaupa réttindi í sjóði, sem flutzt er til, er svari til iðgjaldagreiðslutíma í Lífeyrissjóði lækna. Það skal ennfremur sett sem skilyrði fyrir endurgreiðslu skv. pessari grein, að tilsvarandi takmarkanir gildi um endurgreiðslu eða endurkaup, par sem réttindi eru leyfð, eins og eftir pessari reglugerð. Fé, sem yfirfært kann að verða úr öðrum lífeyrissjóði, veitir ekki frekari endurgreiðslurétt en gildir í sjóðnum, sem pað er yfirfært úr. 17. gr. Greiðslur lífeyris Lífeyrir greiðist mánaðarlega eftir á, í fyrsta sinn fyrir næsta mánuð eftir að lífeyrisréttur stofnast, og í síðasta sinn fyrir pann mánuð, er réttur til lífeyris fellur úr gildi. Sé lífeyris ekki vitjað í 5 ár, getur stjórn sjóðsins úrskurðað, að rétturinn til greiðslu falli niður, og rennur pá fjárhæðin til sjóðsins. 18. gr. Bann við framsali og veðsetningu Óheimilt er að framselja eða veðsetja lífeyriskröfur skv. reglugerð pessari. 19. gr. Gerðardómur Rísi ágreiningur út af reglugerð pessari milli sjóðstjórnar annars vegar og sjóðfélaga, eftirlifandi maka hans eða fjárhaldsmanns ólögráða barns, kjörbarns eða fósturbarns hans hins vegar, getur hinn síðarnefndi lagt málið fyrir gerðardóm. Skal hvor aðili skipa einn gerðardómsmann af sinni hálfu, en síðan koma gerðardómsmenn pessir sér saman um oddamann. Verði ekki samkomulag um oddamann, skal hann tilnefndur af yfirborgardómaranum í Reykjavík. Úrskurður gerðardóms er bindandi fyrir báða aðila og verður ekki lagður fyrir dómstóla. Kostnaður við gerðardóminn skiptist milli aðila eftir mati dómsins. 20. gr. Breytingar á reglugerðinni Breytingar á reglugerð pessari eru pví aðeins gildar, að pær hafi verið sampykktar á aðalfundum sjóðsins tvö ár í röð. Bráðabirgðaákvæði Heimild pá, sem stjórn sjóðsins hefur skv. 5. málsgr. 9. gr. til að taka við fé, sem óskað er eftir flutningi á ur öðrum sjóðum lækna, skal hún nota á pann veg, að ekki valdi pessum sjóðum óeðlilegum erfiðleikum, og skylt er stjórninni að hafa í pessu efni samráð við stjórnir hlutaðeigandi sjóða.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.