Læknablaðið - 15.09.1982, Síða 4
196
LÆK.NABLAÐIÐ
t
Minning
BERGSVEINN ÓLAFSSON
læknir
f.25.8.1901, d.27.12.1981
Bergsveinn Ólafsson læknir er lést í desember
sl. var kjörinn heiðursfélagi Læknafélags Reyk-
javíkur 1976. Hann var mjög virkur í félags-
störfum lækna og voru honum falin fjölmörg
trúnaðarstörf. Voru pau m.a.: í stjórn L.R.
1937-1944, formaður 1953-1959, í stjórn Elli-
og örorkutryggingasjóðs lækna frá stofnun
1945, í stjórn Styrktarsjóðs ekkna og munað-
arlausra barna íslenskra lækna 1944-1976. Þá
sat hann í mörg ár í stjórn Domus Medica og
gegndi m.a. starfi formanns.
Til að heiðra minningu Bergsveinns Ólafs-
sonar fékk Læknablaðið leyfi dr. Bjarna Jóns-
sonar á birtingu minningargreinar hans er
hann reit í Morgunblaðið 7. janúar sl.:
Bergsveinn læknir Ólafsson er genginn til
feðra sinna. Þar er á bak að sjá gagnmerkum
manni. Hann var búinn mörgum kostum og
góðum, svo jaðraði við ofrausn hjá skapara
hans að Iáta þá alla í té einum manni.
Bergsveinn var upprunninn í Breiðafirði,
kominn af dugnaðarfólki og hagleiksmönnum,
var sjálfur hagur og lagvirkur og hefir sá
eiginleiki gengið í erfðir hjá peim ættmönnum.
Hann varð stúdent frá Reykjavíkurskóla
1925 og lauk prófi frá læknadeild Háskólans
1931, lagði þá stund á framhaldsnám í augn-
lækningum á Þýskalandi og var viðurkenndur
sérfræðingur í peirri grein 1936. Eftir pað
starfaði hann í Reykjavík og stundaði sjúk-
linga sína í Landakotsspítala. Þegar sérstök
augndeild var sett á stofn við spítalann var
hann skipaður yfirlæknir hennar og gegndi pví
starfi par til hann hafði náð sjötugsaldri.
Hann kvæntist Elínu Jóhannesdóttur bæjar-
fógeta Jóhannessonar árið 1932. Bergsveinn
Ólafsson var hamingjumaður. Hann fékkst við
starf, sem gerði til hans miklar kröfur bæði til
líkama og sálar og hann fann lífsfyllingu í pví
að kljást við vandamálin. Hann fékk glæsi-
legrar konu og eignaðist myndarleg börn.
Hann var afkastamikill eins og hann átti kyn
til, en sýndist ætíð fara sér hægt. Honum
fannst lítið til um bægslagang og brosti
góðlátlega að
peim háttum.
Hann var
prúður maður
og svo
eðliskurteis, að
jafnvel pegar
hann purfti að
vanda um við
menn, tóku peir
pví vel. Og
aldrei var
orðinu hærra.
Það var með
ólíkindum
hverju hann kom í verk, að pví er virtist
fyrirhafnarlaust, og allt leyst af hendi með
snyrtimennsku, sem var fágæt.
Bergsveinn var félagslyndur maður, tillögu-
góður, ráðhollur og traustur. Það ræður pá að
líkum að honum voru falin verk, sem vand-
unnin voru, hvar í hópi sem hann var. Fyrir
læknasamtökin gegndi hann mörgum trún-
aðarstörfum, sumum í áratugi, m.a. sat hann
í stjórn Læknafélags Reykjavíkur í fjórtán
ár, par af formaður í sjö. Hann var kjörinn
heiðursfélagi Læknafélags Reykjavikur.
Bergsveinn Ólafsson var jafngeðja, ætíð hýr
á brá og brosmildur en aldrei ofsakátur, hann
hló oft, en hláturinn var hljóðlátur og inni-
legur. Ég hafði kynni af honum í hálfa öld og
síðustu fjörtíu árin hittumst við oft daglega.
Einu sinni skifti hann skapi. Ungur maður fór
rangt með staðreyndir á mannfundi og vissi pó
betur. Þá spratt formaðurinn upp með roða-
bletti í kinnum og augun, sem ætíð voru mild,
skutu gneistum. Aðeins petta eina sinn sá ég
hann reiðast á hálfri öld.
Hann var heiðarlegur maður; ég held að
hann hefði aldrei, hvernig sem á hefði staðið,
getað gengið á svig við réttlæti og sannleika.
Hefði einhverntíma risið misklíð okkar á milli,
hefði ég selt honum sjálfdæmi. Ég man ekki
eftir öðrum, sem ég tryði fyrir pví.
Það ber ekki að harma, að gamall maður
deyr. Það er lögmál lífsins, pað eina sem við
eigum víst. En pað er saknaðarefni að kveðja
suma samferðamenn.
Bergsveinn fékk gott andlát, hann átti pað
skilið. Skapari hans, sem hafði verið svo
örlátur við hann á vöggugjafir, gleymdi honum
heldur ekki að lokum.
Hann hneig fram á skrifborðið sitt og var
örendur. Bjarni Jónsson