Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1982, Page 7

Læknablaðið - 15.09.1982, Page 7
LÆKNABLADIÐ 197 Sigurður Björnsson, Þorgeir Þorgeirsson COLITIS ULCEROSA Á ÍSLANDI Faraldsfræðileg könnun á 30 ára tímabili, 1950-1979 FORSPJALL Wilke og Moxan lýstu fyrstir blæðandi ristil- bólgu (colitis ulcerosa) árið 1875 í Englandi. Hefur sjúkdómurinn pví verið pekktur í rúma öld. Sjúkdóminn má skilgreina sem langvinna bólgu í ristilslímhúð af óþekktri orsök. Bólgan er nær alltaf í endaparmi, en getur breiðst um allan ristil. Einkenni eru ýmist sveiflukennd eða stöðug, horfur óráðnar, fylgikvillar í og víðs fjarri ristli tíðir og hætta á krabbameini í ristli eftir langa sjúkdómssögu. Faraldsfræðileg rannsókn blæðandi ristil- bólgu er háð ýmsum annmörkum. Hætt er við, að sjúkdómurinn greinist ekki, ef einkennin eru lítil. Þetta á einkum við um bólgur, bundnar við endaparm. Ekki er pó unnt að aðskilja sjúklinga með endaparmsbólgu frá peim, sem hafa útbreidda bólgu 1 ristli, enda ekki verið sýnt fram á, að um tvo aðskilda sjúkdóma væri að ræða. Því til stuðnings má benda á, að stundum breiðist endaparmsbólg- an út um allan ristil. Ekki er unnt að byggja á dánartölum, sem eru lágar, né heldur sjúkra- hússkýrslum eingöngu, par sem líklegt er að meira en fjórðungur sjúklinga leggist aldrei inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins. Faraldsfræðilegar rannsóknir hér á landi eru eigi að síður auðveldari en víða annars staðar. Landið er lítið og fámennt. Ein meina- fræðistofnun pjónar öllu landinu. Þangað eru öll vefjasýni send til rannsóknar og sjúkdóma- skráning að líkindum nákvæm langt aftur í tímann. Sjúkdómagreining sjúkrahúsa hefur einnig verið nákvæm um langt skeið. Sjúk- dómurinn hefur verið vel pekktur hér á landi í marga áratugi og læknar pví vakandi fyrir réttri greiningu hans. Seinustu áratugi hafa sérfræðingar í meltingarsjúkdómum rannsak- að sjúklinga grunaða um colitis ulcerosa, og pá iðulega tekið vefjasýni úr endaparmi eða ristli til frekari greiningar. Hér á landi hefur lítil Frá lyflækningadeild Borgarspítalans og Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Barst ritstjórn 01/02/1982. Samþykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 13/02/1982. hætta verið á pví að rugla pessum sjúkdómi við ýmsa smitsjúkdóma í ristli, sem algengir eru í Suður- og Austurlöndum. Á síðasta áratug hefur colitis ischaemica verið lýst, en hann er sjaldgæfur og oftast auðvelt að greina hann frá blæðandi ristilbólgu. Tilgangur pessarar könnunar er að fræðast nánar um nýgengi og algengi sjúkdómsins hér á landi og breytingu á tíðni hans á löngu tímabili. Ennfremur var gerð athugun á út- breiðslu bólgunnar í ristli við fyrstu greiningu. EFNIVIÐUR OG GREININGARAÐFERÐ Könnunin hófst árið 1975 og nær yfir 30 ára tímabil, 1950-1979, að báðum árum meðtöld- um. Eru pví fyrstu 25 árin baksýn (retrospecti- ve), en síðustu 5 árin framsýn (prospective). Samtímis pessari könnun var tíðni Crohn’s- sjúkdóms hér á landi rannsökuð (1). Til að finna nýgreinda sjúklinga voru farnar tvær leiðir, algerlega óháðar hvor annarri: í fyrsta lagi voru könnuð svör allra peirra vefjasýna úr ristli og mjógirni, sem hlotið höfðu greininguna colitis ulcerosa, Crohn’s- sjúkdómur og proctitis non-specifica á 30 ára tímabili. Til viðbótar voru öll vefjasýnasvör könnuð, par sem um ótilgreindar bólgur í ristli og mjógirni var að ræða. Fjöldi vefjasýna var endurskoðaður og endurmetinn, pegar ástæða pótti til, auk pess sem krufningssýni voru könnuð sérstaklega. Sjúkraskrár allra peirra, sem höfðu dæmigerðar eða grunsamlegar vefjabreytingar voru kannaðar áður en endan- leg afstaða var tekin til greiningar. í öðru lagi voru kannaðar allar sjúkraskrár íslenskra sjúkrahúsa, ef sjúkdómsgreining var colitis ulcerosa, proctitis eða grunur er um pessa sjúkdóma. Til viðbótar voru læknum úti á landi rituð bréf og leitað eftir upplýsingum, auk pess sem leitað var upplýsinga á heilsu- gæslustöðvum í Reykjavík og nágrenni og Læknastöðinni í Glæsibæ, par sem um árabil hafa starfað margir sérfræðingar í meltingar- sjúkdómum. Til viðbótar fengust upplýsingar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.