Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐID 203 Birger R. Moller1), Sigurður B. Porsteinsson2), Hannes Þórarinsson3), Arinbjörn Kolbeinsson4) CHLAMYDIA TRACHOMATIS Einkenni chlamydiasýkinga hjá mönnum INNGANGUR Rannsóknir á síðustu árum hafa sýnt að Chlamydia trachomatis er algengasta orsök kynsjúkdóma á Norðurlöndum (1). C. trachomatis ræktast oftast frá þvagrás hjá körlum og frá leghálsi hjá konum. Örveran getur þó borist frá neðri kynfærum og valdið epididymitis hjá körlum og endometritis og salpingitis hjá konum. Börn geta einnig smit- ast í fæðingu og fengið chlamydiasýkingar í augu og öndunarvegi. C. trachomatis virðist einnig geta sýkt önnur líffæri og valdið t.d. perihepatitis, en- cephalitis, meningitis og pericarditis. Einnig eru ákveðin tengsl við mb. Reiter. Þykir pví full ástæða til að beina athygli lækna að C. trachomatis sem orsök smitsjúkdóma og mun hér á eftir verða fjallað í stuttu máli um helstu sjúkdóma sem vitað er að hún veldur. Chlamydiasýkingar hjá körlum Pvagrásarbólga: Skilmerki fyrir greiningunni þvagrásarbólga hafa verið breytileg, en flestir hallast að pví að til greiningar purfi a.m.k. tvö af eftirtöldum premur atriðum: 1. Sviði við pvaglát (dysuria). 2. Útferð frá pvagrás. 3. Aukinn fjöldi hvítra blóðkorna í stroki frá þvagrás, þ.e.a.s. fleiri en fjögur hvít blóð- korn í hverju sjónsviði (x 1000) (2). Þvagrásarbólgu má skipta í gónokokka ureth- ritis, post-gónokokka urethritis (PGU) og non-gónokokka urethritis (NGU). Post-gónokokka pvagrásarbólga einkennist af viðvarandi einkennum eftir viðeigandi með- ferð staðfestrar lekandasýkingar. Non-góno- kokka þvagrásarbólga er skilgreind sem pvag- rásarbólga hjá sjúklingi með neikvæða lek- andaræktun frá pvagrás. ') Gynækologisk/obstetrisk afdeling, Árhus kommuneho* spital, Danmark. 2) Lyfjadeild Landspítala og Borgarspítala 3) Húd- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. *) Rannsóknastofa Háskólans í sýklafræði. Barst 20/03/82. Sampykkt og send í prentsmiðju 21/04/82. C. trachomatis má oft rækta frá öllum þremur tegundum pvagrásarbólgu. Tíðnin er mismunandi í hinum ýmsu rannsóknum og virðist breytileg eftir landsvæðum og hvaða greiningarskilmerki eru notuð. Við non-góno- kokka þvagrásarbólgu er ræktunartíðnin fyrir C. trachomatis kringum 40-50 %. Rétt er að benda á að býsna algengt er að sjúklingar hafi samtímis sýkingar af völdum N. gonorrhoea, hjá körlum oft í kringum 20 %. Á kynsjúk- dómadeildum í Svípjóð hafa undanfarin ár um pað bil 10-20 % karla haft lekanda þvagrásar- bólgu og kringum 40 % þvagrásarbólgu af völdum C. trachomatis. Þessar tölur benda til að C. trachomatis sé sýnu algengari orsök kynsjúkdóma hjá körlum en Neisseria gonorr- hoea. Vel er pekkt að C. trachomatis getur ræktast frá einkennalausum einstaklingum, í sumum rannsóknum í allt að 5-10 % tilvika, en þar er um að ræða einstaklinga, sem leita til kynsjúkdómadeilda til útilokunar kynsjúk- dóma. í frumrannsókn gerðri á kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík hjá körlum með þvagrásarbólgueinkenni fundust sex chlamydia-jákvæðir karlar af 24, sem rannsakaðir voru. Þessi litla rannsókn, sem er sú fyrsta gerð á íslandi, virðist benda til að C. trachomatis sé álíka algeng hérlendis og í öðrum nágrannalöndum. Unnið er að frekari rannsóknum á pessu sviði. Ræktun frá pvagrás er eina örugga aðferðin til að sanna að C. trachomatis sé orsök þvagrásarbólgu (mynd 1). Sé ekki hægt að gera slíka ræktun geta sjúkdómseinkenni ver- ið hjálpleg til greiningar. Meðgöngutími lek- andasýkingar er venjulega tveir til fimm dag- ar, en fyrir chlamydia 10-14 dagar. Þar sem sjúklingar eru oft smitaðir bæði af gónokokk- um og C. trachomatis er ekki óalgengt að sjúklingurinn fái fyrst lekandaeinkenni, sem leiða til viðeigandi meðferðar með t.d. penicil- lini. Nokkrum dögum síðar versna pvagrásar- bólgueinkennin á ný og nú ástæðan C. tracho- matis. Rannsóknir benda til, að lekandasýk-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.