Læknablaðið - 15.09.1982, Qupperneq 20
206
LÆKNABLADID
rannsóknir, sem styðja að svo sé. Er fullyrt að
chlamydia trachomatis sé algengari orsök
ófrjósemi en lekandi í dag. Chlamydia salpin-
gitis sést oftast hjá yngri aldurshópum. Klinisk
einkenni geta verið mjög væg og lýst hefur
verið algjörlega lokuðum tubae án pess að
sjúklingurinn hafi nokkurn tíma haft einkenni
um salpingitis (12).
Chlamydiasýking ungbarna
í fæðingu geta börn sýkst af C. trachomatis
hafi móðirin chlamydiur í leghálsi (13, 14, 15).
Chlamydia leggst helst á conjunctivae og
nefkok hjá ungbörnum. Sjúkdómar, sem C.
trachomatis veldur hjá pessum aldursflokki er
conjunctivitis og lungnabólga.
Opthalmia neonatorum: Rannsóknir benda
til að um 20 % barna, sem fæðast af mæðrum,
sem hafa chlamydiur í leghálsi, fái conjunctivi-
tis. Þetta svarar til að um 2 % af öllum
nýfæddum fái pessa sýkingu. Meðgöngutími
sýkingarinnar er 7-30 dagar. Einkenni eru roði
á conjunctivae, ljósfælni og aukið táraflæði.
Algengast er að sýkingin sé aðeins í öðru
auganu. Silfurnítrat hefur engin örugg áhrif á
chlamydiasýkinguna. Chloramphenicol augn-
dropar hafa einnig fremur léleg áhrif. Börnin á
að meðhöndla með erythromycini um munn.
Lungnabóiga: Fimm prósent barna, sem
fæðast af mæðrum með chlamydiur í leghálsi
fá lungnabólgu eða um pað bil 1/2 % allra
nýfæddra. Einkenni byrja venjulega frá tveim-
ur vikum til tveimur mánuðum eftir fæðingu, í
upphafi með hósta og nefrennsli. Seinna verð-
ur hóstinn meiri og getur líkst kíghósta.
Barnið fær háan hita og getur orðið meðtekið.
Einstaka dauðsföllum hefur verið lýst. Kjör-
meðferð er erythromycin.
C. trachomatis sýkingar utan kynfæra
C. trachomatis hefur verið tengd ýmsum
sýkingum utan kynfæra eins og perihepatitis,
encephalitis og proctitis. Oftast hefur verið um
einstök tilfelli að ræða. Perihepatitis er hin
eina chlamydiasýking utan kynfæra, sem hefur
verið rannsökuð og pað aðeins mjög takmark-
að.
Perihepatitis: Skömmu eftir 1930 var Fitz-
Hugh-Curtis syndrominu lýst. Það einkenndist
af verkjum í hægri rifjaboga ásamt samvöxt-
um við yfirborð lifrarinnar og petta var í
tengslum við kynfærasýkingu. Syndromið var
tengt gonorrhoea salpingitis, en seinni rann-
sóknir benda til að C. trachomatis sé sýnu
algengari orsök. Við kviðarholsspeglun sjást
slímkenndir præðir yfir lifraryfirborðinu og
auk pess práðlaga samvextir (fiðlustrengir).
Hægt er að sýna fram á petta í 5-28 % af
konum með salpingitis sannaðan við laparo-
scopiu. Rannsóknir frá Skandinavíu benda til
að C. trachomatis valdi salpingitis og hugsan-
lega perihepatitis í allt að helmingi af heildar-
tilfellum (16). Hugsanlegt er að útskýra penn-
an gang með útbreiðslu eftir lymfuæðum og
bláæðum frá kynfærum til lifraryfirborðsins.
Enn hefur pó ekki tekist að rækta C. tracho-
matis frá lifur eða umhverfi hennar frá sjúk-
lingum með petta syndróm.
Meðferð á C. trachomatis sýkingum
Bæði erythromycin og tetracyclin hafa reynst
áhrifarík í meðferð chlamydia sýkinga. Hefð-
bundin meðferð einfaldra sýkinga (pvagrásar-
bólga, leghálsbólga) er erythromycin 500 mg
x 2 í 10 daga eða tetracyclin 500 mg x 2 í 10
daga. Við alvarlegri sýkingar (salpingitis, endo-
metritis og epididymitis) er mælt með að nota
erythromycin eða tetracyclin í sömu skömmt-
um í a.m.k. tvær og jafnvel prjár vikur.
Meðferðartíminn fer nokkuð eftir svörun sjuk-
lingsins við meðferð. Sýkingar nýfæddra er
rétt að meðhöndla með erythromycin mixtúru,
40 mg/kg/dag í a.m.k. 10 daga.
HEIMILDIR
1. Márdh P-A, Moller BR, Paavonen J. Chlamydial
infection of the female genital tract with emp-
hasis on pelvic inflammatory disease. A review
of Scandinavian studies. Sex Transm Dis 1981;
8: 140-55.
2. Bowie WR, Alexander ER, Holmes KK. Etiolo-
gy of post-gonococcal urethritis in homosexual
and heterosexual men; roles of Chlamydia
trachomatis and ureaplasma urealyticum. Sex
Transm Dis 1978; 5: (4) 151-4.
3. Ripa KT, Márdh P-A, Thelin I. Chlamydia
trachomatis urethritis in men attending a vene-
real disease clinic; a culture and therapeutic
study. Acta Derm Venerol 1978; 58: 175-9.
4. Berger RE, Alexander ER, Monda GD, Ansell J,
McCormack G, Holmes KK. Chlamydia tracho-
matis as a cause of acute »idiopathic« epididy-
mitis. N Engl J Med 1978; 298: 301-4.
5. Moller BR, Márdh P-A. Experimental epididy-
mitis and urethritis in grivet monkeys provoked
by Chlamydia trachomatis. Fertil Steril 1980; 34:
275-9.
6. Paavonen J, Purola E. Cytologic findings in
cervical chlamydial infection. Med Biol 1980; 58:
174-8.