Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1982, Side 22

Læknablaðið - 15.09.1982, Side 22
208 LÆKNABLAÐID NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 68. ÁRG. - SEPTEMBER 1982 Losað um kransæðaþrengsli og kransæðastíflur Kransæðasjúkdómurinn hefur síðustu áratugi gengið sem farsótt í svokölluðum velmegun- arpjóðfélögum. Á síðustu 15 árum hafa orðið miklar framfarir í meðferð sjúkdómsins, bæði með lyfjum og skurðaðgerðum. Árið 1959 kynntu Sones og samstarfsmenn nýja og örugga aðferð til að mynda kransæðar (1). Var það kveikjan að nýjum skurðaðgerðum, sem beindust að pví að bæta blóðflæðið til hjarta- vöðvans. í nokkur ár var reynt að stinga slagæð (a. mammaría interna) inn í hjarta- vöðvann, en hætt var við pá aðgerð eftir nokkur ár pegar farið var fyrir 15 árum að tengja bláæðar framhjá prengslunum (corona- ry artery bypass grafting). Árið 1964 tókst Dotter og Judkins í Bandaríkjunum að víkka út prengsli í slagæðum útlima með belg, sem peir fylltu skuggaefni (2). Árið 1977 beitti Griintzig frá Sviss pessari sömu aðferð gagn- vart prengslum í kransæðum (3). Pessi aðgerð (percutaneous transluminal coronary angio- plasty) er nokkuð erfið í framkvæmd og parfnast teymis, sem prautpjálfað er í krans- æðamyndatökum. Notaðar eru tvær slöngur (catheter), venjuleg slanga til kransæðamynd- unar og pensluslanga af sérstakri gerð (Griint- zig catheter). Er pessi slanga tvöföld og nær innra holrúmið fram í oddinn og er notuð til að sprauta skuggaefni meðan á præðingu stendur og mæla prýsting handan prengslanna. Ytra holrúm slöngunnar tengist blöðru, sem er síðan fyllt með vökva og penur út prengslin. Til varnar segamyndunar fá sjúklingar lyf, sem draga úr samloðun blóðflagna, í tvo til prjá daga fyrir aðgerðina. Strax eftir að præðing er hafin er gefið heparin og lágmolekular dex- tran og segavarnarlyfjum síðan haldið áfram í sex til níu mánuði. Nitroglycerin er gefið fyrir og á meðan aðgerð stendur til varnar sam- dráttum (spösmum) í kransæðum. Þessari að- ferð er fyrst og fremst beitt gegn hjartaöng (angina pectoris) sem ekki svarar lyfjameð- ferð. Þrengslin purfa að vera staðsett nærri upptökum æðarinnar. Nauðsynlegt er að starf- semi vinstri slegils sé í góðu ásigkomulagi og er ekki talið ráðlegt að reyna aðgerðina par sem kalkútfellingar sjást í prengslunum. Um 8 % sjúklinga með hjartaöng uppfylla pessi skilyrði. í Bandaríkjunum hefur aðgerðin nú verið framkvæmd hjá 1500 sjúklingum og 63 % peirra hlotið verulegan bata (4). Helsta áhættan við aðgerðina er kransæðastífla og hlutu 5 % sjúklinga hjartadrep (infarctus myo- cardii). 7 % purftu að fara í skurðaðgerð (coronary artery bypass grafting) pegar í stað, ýmist vegna langvarandi verks eða krans- æðastíflu. Dánartíðni reyndist 1 %. Augljóst er pví að aðgerðin verður ekki framkvæmd á öðrum stöðum en peim, sem geta boðið upp á kransæðaaðgerðir. Langtíma árangur liggur enn ekki fyrir, en pó er vitað að um 20 % sjúklinganna fá hjartaöng að nýju innan priggja mánaða. Hjá 38 % sjúklinga lýsir kransæðasjúkdóm- urinn sér í fyrstu sem hjartaöng og hjá 42 % sem kransæðastífla. Rannsóknir sýna að 95 % sjúklinga, sem látast vegna hjartadreps, sem nær fullri veggpykkt (transmural) hafa sega í kransæð. Síðustu 15 árin hafa margar tilraunir verið gerðar til pess að minnka drepið í hjartanu með lyfjum, en með fremur litlum árangri. Nokkrar nýlegar rannsóknir benda pó til pess að p-blokkerandi lyf komi að einhverju gagni (5). Á síðustu árum hefur áhugi fyrir notkun streptokinasa við kransæðastíflu auk- ist mikið. Sameiginleg tvíblind rannsókn á streptokinasa er í gangi á nokkrum háskóla- sjúkrahúsum í Evrópu og fyrstu niðurstöður sýna einhvern árangur (6). í pessum rannsókn- um er lyfið gefið í bláæð, en 1978 sýndu Rentrop og samstarfsmenn í Þýskalandi að mögulegt er að leysa upp sega í kransæð með

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.