Læknablaðið - 15.09.1982, Page 26
212
LÆKNABLADIÐ
um tækjaval og uppsetningu og ekki sízt við
rekstur og myndgreiningu. Á íslandi er mjög
auðvelt að koma öllum pessum atriðum við og
hefur einnig komið í ljós að slík ráðgjöf er
mjög víða nýtt hvað varðar klinisku vinnuna
(3).
Nú er ekki ólíklegt, að á næstunni purfi að
taka ákvarðanir um nýkaup og endurnýjanir
röntgentækja á einhverjum heilsugæslustöðv-
um og af peim sökum er hér og nú vakin
athygli á frumkvæði og ábendingum Alpjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar varðandi »rönt-
gentækjabúnað fyrir almennar aðstæður«
BRS - WHO.
TILVITNANIR
1. Ásmundur Brekkan: Needs of X-ray services at
primary health care level. Nord. Medicin, 1981;
96: 204.
2. Cockshott, W.P.: Geography of Diagnostic Radi-
ology, Am. J. Radiol, 1979; 132: 339.
3. Ásmundur Brekkan: Röntgenrannsóknir á íslandi
á áttunda áratugnum, Læknablaðið, 1981; 8: 208.
4. Guðmundur Sigurðsson: Egilsstaðir-projektet.
NOMESKO-rapport. Stockholm 1980.
5. Holm, Thure: X-ray Equipment for a Basic
Radiographic System. Proc. III Isprad-Conferen-
ce, Amsterdam, 1980; p. 277.
6. Holm, Thure: Experiences with BRS-WHO: Pa-
per. XV. Int. Congr. Radiol., Brussels, June, 1981.
SYSTIR GABRIELLA
Þess var minnst 19. marz 1982, að hálf öld var
liðin frá pví systir Gabriella vann regluheit sitt.
Á pessum tímamótum færðu læknar Sankti
Jósefsspítala í Landakoti henni gjöf í virðing-
ar- og pakklætisskyni, en systir Gabriella
hefir starfað í sjúkrahúsinu samfleytt í fjörutíu
og fimm ár. Við petta tækifæri flutti dr. Bjarni
Jónsson henni kveðju læknanna og mæltist
honum á pessa leið:
Kynni okkar systur Gabriellu losa nú fjöruttíu
ár. Á peim tíma hefi ég tvisvar verið fjarvist-
um nokkura hríð, en að pví frátöldu höfum
við haft meira og minna saman að sælda flesta
daga og raunar æði margar nætur líka.
Ég man okkar fyrsta fund, hún man hann
líka. Ég kom heim í porrabyrjun 1941, en hún
hafði komið út hingað ári eftir að ég fór utan
til framhaldsnáms.
Eitt af pví fyrsta, sem ég gerði eftir að hafa
stigið fæti á land, var að heimsækja Landakot.
Læknaherbergi var í gamla spítalanum, sem
nú er horfinn og skáhallt á móti pví var lítið
herbergi fyrir sótthreinsun. Við opnar dyr á
litla herberginu stóð ung systir, lítil og grönn.
Ég spurði hvort »Tante Braun« (kaffikanna
lækna, innsk. ritstj.) væri komin og gekk að
læknaherberginu, en hún snaraðist á eftir og
ætlaði að koma mér í skilning um að utansveit-
armenn ættu ekkert erindi pangað. Henni var
vorkunn. Á leiðinni heim hafði ég safnað
alskeggi og var sjaldgæft pá. Tveir menn
skörtuðu slíkri andlitsprýði í Reykjavík, Matt-
hías Einarsson og Oddur sterki. Hefir henni
væntanlega fundist ég bera meiri svip af Oddi
en Matthíasi.