Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1982, Side 44

Læknablaðið - 15.09.1982, Side 44
222 LÆKNABLADID UMRÆÐA Sjónuskemmdir svo og aörir langtímafylgi- kvillar insúlínháðrar sykursýki eiga sér fjölpættar orsakir (2, 3, 4). Lengd sjúkdóms- tíma, aldur við greiningu sykursýki og erfða- mörk eins og HLA- gerð eru pættir er fjallað hefur verið um í fyrri greinum (1, 5 ). Kom par m.a. fram og var rætt, að sjónuskemmdir voru að jafnaði algengari fyrstu 20 sjúkdómsárin hjá sjúklingum er greindir voru 20 ára og eldri en hjá peim er voru 0-19 ára við greiningu (1). Endurspeglaðist pað í núverandi rannsókn, einkum hjá 5-9 ára sjúkdómstímahópnum, par sem sjúklingar með sjónuskemmdir voru að jafnaði um prítugt við greiningu sykursýki. Mikilvægi góðrar blóðsykurstjórnunar sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn langtímafylgikvill- um hjá insúlínháðum sykursjúkum hefur allt fram á síðustu ár verið mönnum nokkur ásteytingarsteinn (6, 7, 8). Flestir hallast pó að pví núorðið að góð blóðsykurstjórnun sé pýðingarmikil hinum sykursjúka og bæði dragi úr líkum á langtímafylgikvillum og lengi líf- tíma pessara sjúklinga (3, 6, 9, 10). í núverandi rannsókn höfðu sjúklingar með sjónuskemmdir að jafnaði hærri meðaltals- blóðsykra en peir er voru án augnbotnabreyt- inga en sá munur reyndist pó ekki tölfræðilega marktækur. Aðeins var gerlegt að kanna eins árs tímabil fyrir augnbotnamyndatöku og kann sá tími að vera of stuttur til að fá fram marktækan mun á gæðum blóðsykurstjórnun- arinnar. Pað er erfitt að meta gæði langtíma blóðsykurstjórnunar hjá sykursjúkum, jafnvel með yfirferð gagna um blóðsykurmælingar og pvagrannsóknir til margra ára. Dagssveiflur og tímabilssveiflur í blóðsykurstjórnun koma par til og meðaltal úr slíkri gagnavinnslu er ekki ætíð nákvæmur mælikvarði á pað hvern- ig hin raunverulega langtímastjórnun hefur verið. Með tilkomu mælinga á »sykruðum blóðrauða« (glycosylated haemoglobin, Hb A|C) er nú auðveldlega hægt að fylgjast með langtíma blóðsykurstjórnun hjá sykursjúkum á einfaldan máta og verða slíkar mælingar hluti af reglulegu eftirliti pessara sjúklinga í fram- tíðinni (11). í könnuninni kom fram að sjúklingar er voru án sjónuskemmda fyrstu 20 sjúkdómsárin mættu oftar til eftirlits en peir er voru komnir með sjónuskemmdir eftir sambærilegan sjúk- dómstíma; er petta í samræmi við niðurstöður Deckerts og félaga (12). Þeir komust jafnframt að peirri niðurstöðu að aukinn líkamspungi yki líkurnar á fylgikvillum en pað kom ekki fram í núverandi rannsókn, sennilega vegna pess hversu fáir sjúklinganna eru ofar kjörpyngdar- marka. Table I. Retinopathy in relation to clinical factors in type / diabetics in Iceland. Duration group (years) Retinopathy Duration of DM (years) Blood sugar mg Per100 ml (minutes post prand) No. of visits per year Body weight as percent of ideal weight Insulin units per day Age at diagnosis (years) 5-9 yrs (48 pts) Present (9 pts) 7.7 ±0.3 198.6 ±19.4 (64 ± 5.2) 4.0 ± 0.6 104.9 ±3.3 38.0 ±4.8 30.9 ±4.3 Absent (39 pts) 6.7 ±0.2 189.3 ±8.4 (63 ±4.4) 5.2 ± 0.4 106.6 ± 1.8 43.0 ±2.7 19.5 ±2.1 t-test p < 0.05 NS p<0.10 NS NS p < 0.025 10-19 yrs (58 pts) Present (27 pts) 14.1 ±0.5 195.1 ± 13.8 78.0 ±6.0 3.9 ±0.4 107.0 ± 2.9 48.8 ± 2.8 24.2 ± 2.7 Absent (31 pts) 13.4 ±0.5 180.7 ±11.6 78.4 ±4.6) 5.4 ±0.6 104.9 ±2.1 48.7 ±2.8 17.7 ±2.6 t-test NS NS p < 0.05 NS NS p<0.10 £20 yrs (43 pts) Present (33 pts) 26.7 ±1.0 179.2 ±9.1 (83.3 ±3.8) 4.5 ±0.4 103.7 ±2.0 44.6 ± 2.2 19.6 ±2.0 Absent (10 pts) 26.7 ±2.1 178.1 ±13.9 (59.0 ± 6.0) 4.2 ±0.4 100.4 ±2.7 35.2 ± 1.7 30.4 ±4.0 t-test NS * NS NS p < 0.005 p < 0.02 Values are mean ± S.E.M. Conversion factor for blood sugar values: 18 mg per 100 ml = 1 mmol per liter. NS = Not significant. * Considering post prandial time and comparing with standard glucose tolerance values, patients with retinopathy have higher blood sugar values.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.