Læknablaðið - 15.09.1982, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ
223
Athyglisverð eru klínisk sérkenni þeirra tíu
sjúklinga er voru án sjónuskemmda eftir 20
ára sjúkdómstíma og lengur. Pessir sjúklingar
notuðu marktækt minna insúlín daglega að
meðaltali en sykursjúkir með sjónuskemmdir
eftir sambærilegan sjúkdómstíma. Þetta bend-
ir til pess að þessir tíu sjúklingar hafi enn
nokkra eigin insúlínframleiðslu; séu því með
minni beta-frumu skemmdir, er myndi leiða til
betri blóðsykurstjórnunnar og því draga úr
líkum á sjónuskemmdum. Er þetta sambæri-
legt við niðurstöður annarra (12, 13). Þannig
hafa sykursjúkir með óstöðuga blóðsykur-
stjórnun minni C-peptíðsvörun við glucagon-
örvun en þeir er hafa stöðugri og betri blóð-
sykurstjórnun (14). Ef insúlínháð sykursýki er
greind á byrjunarstigi, áður en slæm röskun
hefur orðið á sykurbúskap, getur góð blóðsyk-
urstjórnun frá upphafi meðferðar hugsanlega
að nokkru stuðlað að verndun beta-frumna og
einhverri eigin insúlínframleiðslu sjúklingsins
lengur en ella (15, 16).
Það er ennfremur eftirtektarvert að sjö af
þessum tíu sjúklingum voru konur er greindust
með sykursýki um og eftir þrítugt. Sykursýki
af »sjálfsónæmistoga« (autoimmune type) er
algengari hjá konum og er síðkomnari en hin
klassíska »juvenile« gerð (17). Þannig reyndust
fjórir þessara sjúklinga vera með annan stað-
festan/grunaðan sjálfsónæmissjúkdóm og einn
sjúklingur að auki systkinabarn eins þessara.
Hvort sjúklingar með sykursýki af sjálfsó-
næmistoga fái fremur sjónuskemmdir og/eða
nýrnaskemmdir hefur bæði verið haldið fram
(18) og hafnað (19). Hérlend rannsókn á
insúlínháðum sykursjúkum með skjaldkirtils-
sjúkdóma fann ekki aukna tíðni augn- eða
nýrnafylgikvilla hjá þeim sjúklingum og þeir
notuðu að jafnaði minni en meðal insúlín-
skammta daglega (20). Madsbad og félagar
(21) hafa komist að raun um að nokkur eigin
insúlínframleiðsla sé algengari hjá IHSS (teg.
1) er greinast 30 ára og eldri, en fundu ekki að
slíkt einkenndi fremur sjúklinga er höfðu
annan sjálfsónæmissjúkdóm samtímis né að
fylgni væri við eyjavefsmótefni (islet-cell anti-
bodies, ICA). Algengi einhverrar eigin insúlín-
framleiðslu hjá IHSS minnkar með lengd
sjúkdómstímans; er um 100-75 % fyrstu 2-5
sjúkdómsárin og minnkar í um 15 % hjá öllum
IHSS eftir 15-35 ára sjúkdómstíma, en helst að
jafnaði lengur hjá þeim sem eru eldri við
sjúkdómsgreiningu (14, 22).
Reglulegt eftirlit og góð blóðsykurstjórnun
eru því mikilvægar forvarnaraðgerðir gegn
langtímafylgikvillum hjá sykursjúkum. Þýðing-
armikið er að vinna að verndun beta-frumna
og þróa nýjar aðferðir er hugsanlega gætu
stuðlað að slíku, t.d. blóðvökvaskilun (plasma-
pheresis) (23) og jafnvel ónæmisbælun (immu-
nesuppression) (24).
Þakkir: Rannsókn pessi var styrkt af Vísindasjóði Land-
spítalans og Rannsóknarstofu Háskólans við Barónstíg. Rósa
Steingrímsdóttir aðstoðaði við vélritun handrits.
SUMMARY
The present study analyses various factors that may
relate to metabolic control in Type 1 (insulin-
dependent) diabetics in Iceland, such as mean
capillary blood sugar values, frequency of visits to a
specialized diabetic clinic, per cent body weight of
ideal weight and mean daily insulin dosage and their
possible influence on the development of retinopa-
thy. Age at diagnosis of diabetes was also conside-
red. In a previous paper (1) the prevalence of
retinopathy, assessed by standard fundus photo-
graphy, was reported in 212 (78 %) of all Type 1
(insulin- dependent) diabetics in lceland. The pre-
sent study consists of 149 of these same patients;
those with duration of diabetes for 5-9 years (48
pts.), 10-19 years (58 pts.) and 20 or more years (43
pts.) Patients with diabetes for 0-4 years (63 pts.)
were omitted as retinopathy was exceptional until
after 6 years. Patients in the duration groups were
again divided into those with and without retinopa-
thy and the factors studied compared in these
groups in the year period prior to fundus photo-
graphy.
In the 5-9 years duration group retinopathy was
first seen after 7.7 ±0.3 years (mean±S.E.M.) and
patients with retinopathy were significantly older at
diagnosis than those without lesions (30.9 ±4.3 vs.
19.5±2.1 yrs, p<0.025). Patients without retinopa-
thy in their first 20 years of diabetes more frequent-
ly visited the diabetic clinic (p<0.05). Patients
without retinopathy after 20 or more years of
diabetes used significantly less insulin daily than
those with retinal lesions (p< 0.005). They were
significantly older at diagnosis of diabetes (p<0.02)
and 70 % were females. Mean blood sugar values
tended to be higher in patients with retinopathy but
this finding did not reach statistical significance.
Mean per cent body weight did not differ between
patients with and without retinopathy; few Type 1
diabetics in the study are obese. The importance of
metabolic control, regular supervision and residual
endogenous insulin secretion is further discussed.
RERERENCES
1. Danielsen R, Jónasson, F, Helgason, Þ: Algengi
Sjónuskemmda og eggjahvítumigu hjá Insúlin-