Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 5

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 5
LÆK.NABLADIÐ 157 (glaucoma simplex og glaucoma exfoliativa), sem búsettir voru í Gautaborg og leituðu til augnlækna petta umrædda ár. Reyndust þeir vera 2776 ýmist í meðferð eða eftirliti eftir glákuaðgerð. Um 96 % þeirra voru 50 ára og eldri. Upplýsingar um glákusjúklinga fengust frá öllum starfandi augnlæknum í borginni, sem voru tuttugu talsins. Vinnustaðir þeirra voru: Ein háskólaklíník og þrjár augngöngudeildir, sem borgin rak. Níu augnlæknar störfuðu sjálfstætt. íbúatala Gautaborgar 31. desember 1976 var 442.410 (216.076 karlar, 226.334 konur). Dreif- ing íbúa Gautaborgar í aldursflokka er svipuð og í landinu öllu. Aftur á móti er aldursflokka- dreifing íbúa í Svíþjóð og á íslandi frábrugðin. Eru tiltölulega fleiri í eldri aldursflokkum í Svíþjóð en hér á landi samanber 3. mynd. Heildaralgengi hægfara gláku, (allir aldurs- flokkar), var 6.3 af þúsundi. Heildaralgengi meðal 50 ára og eldri var 17.1 af þúsundi (15.4 karlar, 18,5 konur). Á 4. mynd er algengið sýnt í aldursflokkum hjá körlum og konum 50 ára og eldri í Gautaborg og er nær enginn mun- ur á algengi karla og kvenna. Á sömu mynd er algengi í sömu aldursflokkum í íslensku könnuninni 1982. B. Samanburdur á algengi hægfara gláku á augljósu klínísku stigi, G.V.F.D. (glaucomatous visual field defects) Glákukönnun í Hálsingland, Svípjóð. Árið 1980 var kannað algengi hægfara gláku í héraðinu (4). íbúar þess eru 143.943 og er það dreifbýlt. Ein augnlækningastöð er í héraðinu og eru allir sjúklingar með þekkta gláku sendir þangað í skoðun. Glákukönnunin var fólgin í því að yfirfara sjúkraskrár glákusjúklinga heilsugæslustöðv- arinnar og voru þeir sjúklingar skráðir, sem búsettir voru í héraðinu 31. desember 1980. Ekki voru aðrir skráðir en þeir, sem komnir voru með sjónsviðsskerðingu einkennandi fyr- ir hægfara gláku (GVFD) ásamt stækkaðri dæld í sjóntaugarósi, sem var randstæð á kafla eða allt um kring. Skráðir sjúklingar voru 760, allir eldri en 50 ára. Af þeim höfðu tveir augnþrýsting lægri en 23 mm Hg. Átta höfðu augnþrýsting, sem mældist hæst 23-24 mm Hg. Allir hinir höfðu augnþrýsting, sem hafði mælst a.m.k. einu sinni yfir 25 mm Hg. Heildaralgengi GVFD í Hálsinglandskönn- uninni er 14.5 af þúsundi 50 ára og eldri (áætl- að algengi á íslandi 1982: 17.6 af þúsundi). Á 5. mynd er algengið hjá 50 ára og eldri sýnt í aldursflokkum, bæði kyn saman og er sviþuð stígandi í aldursflokkum og í íslensku könnuninni og algengið svipað nema í elsta aldursflokknum. Ekki er vitað hversu margir glákusjúklingar leituðu út fyrir héraðið til annarra augnlækna en talið er að vegna legu héraðsins hafi fáir 7- 1- 50-54 55-59 60-64 65-69 70-74 75-79 80 + ----Gothenburg ------Iceland Fig. 3. Distríbution of people 50 years and older in Gothenburg, Sweden (1976) and in lceland (1981) by agegroups. Percentage of total population. Fig. 4. Prevalence of glaucoma simplex among people 50 years and older in Iceland in 1982 and in Gothenburg, Sweden in 1976 by age and sex. Rates per 1000 population.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.