Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 10

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 10
160 1984;70:160-1 LÆKNABLADIÐ Halldór Hansen, Helga Ögmundsdóttir, Kristín E. Jónsdóttir FUNDUR SÉRFRÆÐINGA Á NORÐURLÖNDUM UM KÍGHÓSTA OG BÓLUEFNI Dagana 1. og 2. júní 1983 var haldinn í Osló fundur rúmlega 30 sérfræðinga frá Norður- löndum um ofangreint efni. Fyrri daginn var fjallað um gang kíghósta á Norðurlöndum, gerð kíghóstabóluefna, fram- kvæmd bólusetningar, endingu verndar og óæskilegar afleiðingar bólusetningarinnar. Norðurlöndin framleiða hvert um sig sitt eigið kíghóstabóluefni nema ísland, sem hefur fengið pað frá Burroughs Wellcome, par til 1982, að pað fyrirtæki gat ekki lengur afgreitt petta bóluefni til íslands vegna mikillar eftir- spurnar á heimamarkaði. Síðan höfum við fengið kíghóstabóluefni frá Finnlandi. Þau kíghóstabóluefni, sem eru í notkun, eru gerð úr heilum, dauðum bakteríum með örlítið mismunandi aðferðum frá landi til lands. Styrk- ur pessa bóluefnis er mældur í alpjóðaein- ingum og ráðleggur Alpjóðaheilbrigðismála- stofnunin að gefa 17 einingar alls, sem skiptist í 4 inndælingar. Víðast mun pó venja að gefa 16 einingar alls, par eð aukaverkanir verða of rniklar, ef gefnar eru meira en 4 einingar í einu. Ekkert kíghóstabóluefni hefur reynst vernda meira en 70-80 % hinna bólusettu og verndin er ekki talin endast lengur en 3-4 ár. í kíghóstabóluefnum eru a.m.k. 3 tegundir toxina: 1. Lymphocytosis hvetjandi páttur (LPF). 2. Flitanæmt toxin (HLT), sem veldur drepi. 3. Endotoxin, sem valda svipuðum verkunum og endotoxin annarra gramneikvæðra bak- tería. Toxinin valda óæskilegum verkunum, sem eru algengastar hjá börnum innan 2ja ára, en pað er einmitt sá aldurshópur, sem mest parf á kíghóstabólusetningu að halda, par eð mótefni gegn kíghósta flytjast ekki frá móður til fósturs og veikin leggst pungt á nýfædd börn. Toxinverkanirnar geta ýmist verið bráðar (innan nokkurra klukkustunda) eða síðkomnar (eftir vikur eða mánuði). Hitahækkun og bólga á innstungustað eru algengastar af peim bráðu. Sjaldgæfari eru lost og óstöðvandi grátur í margar klukkustundir (persistent crying synd- rome). Síðkomnu verkanirnar eru truflanir á miðtaugakerfi, sem geta horfið smám saman eða orðið varanlegar. Þær varanlegu eru taldar mjög sjaldgæfar. ítarleg rannsókn í Bretlandi leiddi í ljós tíðnina 1:310.000 ári eftir bólusetningu. Á Norðurlöndum hefur reynst mjög erfitt að meta tíðni á pessum síðkomnu taugakerfistruflunum. Kíghóstabólusetning er framkvæmd á pví aldursskeiði, sem taugakerf- istruflanir af ýmsum orsökum eru að koma í ljós, p.e. um 3ja til 5 mánaða aldur. Erfitt getur reynst að sanna, að slík truflun tengist kíg- hóstabólusetningunni, par sem oft verður að líða nokkur tími frá pví að heilaskemmd verð- ur í ungbarni par til barnið hefur náð peim aldri, að í ljós komi, hvort viðkomandi heila- starfsemi sé skert eða vanti. Það hefur einnig reynst erfitt að ákvarða tíðni bráðra aukaverk- ana af kíghóstabólusetningu og enn erfiðara að gera sér grein fyrir alvarleik peirra, par sem aðilar mismunandi heilbrigðisstétta með mismikla reynslu meta pær. í Danmörku annast heimilislæknar bólusetn- inguna (og fá greiðslu fyrir hvert fullbólusett barn), en ungbarnaeftirlitið par er að öðru leyti á vegum heilsuverndarhjúkrunarfræð- inga. í Noregi og Finnlandi bólusetja hjúkrun- arfræðingar, en í Svípjóð eru pað ýmist lækn- ar eða hjúkrunarfræðingar. Hérlendis bólu- setja læknar mestmegnis eða hjúkrunarfræð- ingar í samvinnu við heilsugæslulækna. Þær skoðanir komu fram á fundinum, að æskilegt væri, að í hverju landi væri einhver miðstöð, sem safnaði upplýsingum um óæski- legar verkanir kíghóstabólusetninga og bólu- setningaraðilar ættu að snúa sér til, pegar pær kæmu fram. Síðan gætu löndin borið saman tíðni og alvarleik pessara verkana og e.t.v. metið, hvort sum bóluefni gæfu meiri auka- verkanir en önnur. í Danmörku gegnir Statens Seruminstitut pessu hlutverki og vísir er að slíkri miðstöð í Stokkhólmi en ekki á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka almennings í ónæmisaðgerðum er

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.