Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1984, Page 15

Læknablaðið - 15.06.1984, Page 15
LÆKNABLADIÐ 161 meiri á íslandi og í Finnlandi (um eða yfir 95 %) en á hinum Norðurlöndunum. Tíma- setning ónæmisaðgerða er svipuð í Noregi, Finnlandi og á á íslandi, en í Danmörku er bóluefni gegn kíghósta gefið eitt sér 5 vikna, 9 vikna og 10 mánaða gömlum börnum. í Svípjóð var hætt að bólusetja gegn kíghósta 1979, aðallega vegna pess, að bóluefnið var ekki talið veita nógu góða vernd. Síðar hefur komið í ljós, að síðasti árgangurinn, sem fékk bóluefnið er betur varinn en árgangar á undan, sem bendir til, að bóluefnið hafi verið að batna, pegar notkun pess var hætt. Undanfarin ár hafa 350-400 börn verið lögð inn á sjúkra- hús árlega í Svípjóð vegna kíghósta, en ekki hafa nema 2 dáið, bæði veikluð fyrir. Svíar voru spurðir, hvort peir mundu taka bóluefnið í notkun aftur og kváðu peir pað óráðið, en raunar ólíklegt nema hægt yrði að endurbæta pað allmikið. Hin Norðurlöndin hyggjast halda sínum kíghóstabólusetningum áfram. Síðari dagurinn hófst með erindum um gerð og efnasamsetningu Bordetella pertussis. Síð- an var fjallað allítarlega um framleiðslu bólu- efna og möguleika á endurbótum. Pau bólu- efni, sem nú eru í notkun, eru öll úr heilum dauðum bakteríum og var nokkuð rætt um leiðir til að draga úr toxinverkunum pessara bóluefna án pess að virkni minnki um leið. Þau bóluefni, sem stefnt er að í framtíðinni, eru bóluefni úr peim páttum bakteríunnar, sem máli skipta til að framkalla verndandi mótefni. Pað kom fram, að mikið vantar enn á að pekkt sé, hvaða pættir eru mikilvægastir til framköll- unar verndandi mótefna og hvaða pættir valda óæskilegum verkunum. Það var talið bjartsýnt áætlað, að fyrsta nothæfa páttabóluefnið (sub- komponent) yrði komið fram um 1990. Prófun kíghóstabóluefna fer fram með gam- alkunnum músaprófunum. Þessar prófanir hafa marga galla auk pess að vera kostnaðar- samar og fyrirhafnarmiklar. Við próun pátta- bóluefna parf að finna nýjar prófunaraðferðir. Ennfremur parf að prófa öll ný bóluefni á afmörkuðum hópum manna, áður en pau geta komist í almenna notkun. Mælanleg mótefnasvörun er nokkuð öðru- vísi eftir kíghóstabólusetningu en hún verður eftir náttúrulegan kíghósta. Mæling á mótefn- um getur haft gildi við greiningu á sjúkdómn- um, en ekki er vitað, hversu góða vísbendingu hún gefur um vernd eftir bólusetningu. í Noregi hefur nú verið próað »ELISA« próf, sem greinir vel á milli mótefna eftir bólusetn- ingu og mótefna, sem myndast við náttúru- legan kíghósta eftir 4ra ára aldur. í Svípjóð er verið að gera tilraunir með próf, sem byggist á mótefnavaka (antigeni), sem lítil svörun verð- ur gegn eftir bólusetningu. Finnar nota »ELI- SA« próf og mæla bæði IgM, IgG og IgA. Þeir sögðu frá mótefnamælingum, sem gerðar voru nýlega, pegar kíghósti gekk í barnaskóla í Turku. Reyndust par B. pertussis og B. para- pertussis samtímis á ferð og unnt að greina á milli með IgM mælingum. Að lokum dró prófessor Helena Mákelá frá Helsinki saman niðurstöður fundarins. Taldi hún frumniðurstöðuna vera, að pörf væri á kíghóstabólusetningu og par með nauðsynlegt að vinna að framleiðslu betra bóluefnis. Nýtt bóluefni pyrfti að veita öruggari og lengri vernd og hafa minni aukaverkanir en núver- andi bóluefni. Síðan rakti hún tvær leiðir til að ná pessu marki. Ef núverandi bóluefni verður endurbætt parf að gera toxinprófanir, músaprófanir til að meta vernd og takmarkað- ar prófanir á mönnum, áður en slíkt bóluefni kæmist í notkun. Ef hins vegar tekst að einangra virka pætti parf að hreinsa pá og gera síðan sömu prófanir og áður eru nefndar og auk pess varlegri, en víðtækari prófanir á mönnum, par sem slíkt bóluefni yrði mjög frábrugðið pví gamla. Þá rakti hún nauðsyn pess að rannsaka, hvaða pættir valda toxin- verkunum og hverjir framkalla verndandi mót- efni. Er mjög brýnt að próa betri prófunar- aðferðir en músaprófanirnar. Einnig parf að vinna að pví að rannsaka mun betur eðli ónæmis gegn B. pertussis. Eftir að próf. Mákelá lauk máli sínu fóru fram óformlegar umræður um möguleika á norrænu samstarfi um próun á nýjum kíghóstabóluefnum og rannsóknum á svörunum við peim. Töldu menn m.a. æskilegt, að samvinna gæti orðið um tilraunabólusetningar á afmörkuðum hóp- um manna.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.