Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 16

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 16
162 1984;70:162-70 LÆK.NABLADID Aðalfundur Læknafélags íslands í Domus Medica, Reykjavík, 19.-20. september 1983 FUNDARGERÐ Aðalfundur Læknafélags íslands árið 1983 hófst kl. 09.00 að morgni 19. sept. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður L.Í., setti fundinn og bað Kristján Baldvinsson að taka að sér fundarstjórn þennan fyrsta hluta fundar- ins og Atla Dagbjartsson að vera fundarrit- ara. Fundinn sátu eftirtaldir fulltrúar: Frá Læknafélagi Reykjavíkur: Atli Dagbjarts- son, Finnbogi Jakobsson, Grímur Sæmundsen, Guðmundur I. Eyjólfsson, Halldór Jóhannsson, Haukur Þórðarson, Jóhann Ágúst Sigurðsson, Jón Níelsson, Kristján Baldvinsson, Leifur N. Dungal, Lúðvík Ólafsson, Ólafur F. Mixa, Stefán B. Matthíasson, svo og Þórarinn Ólafs- son, varafulltrúi. Frá Læknafélagi Vesturiands: Ingþór Friðriksson og Sigurbjörn Sveinsson. Frá Læknafélagi Vestfjarða: Samúel J. Samú- elsson. Frá Læknafélagi Norðvesturlands: Matthías Halldórsson. Frá Læknaféiagi Akur- eyrar: Halldór Halldórsson, Hjálmar Frey- steinsson og Jónas Franklín. Frá Læknafélagi Norðausturlands: Guðmundur Óskarsson. Frá Læknafélagi Austurlands: Eggert Brekkan. Fra Læknafélagi Suðurlands: Ludvig A. Guð- mundsson. Frá F.Í.L.B.: Sigurjón B. Stefánsson. Frá F.Í.L.Í.S.: Sveinn Magnússon. Hvorki var mættur fulltrúi frá F.Í.L.Í.P.Ý. né F.Í.L.Í.N.A. Öll aðalstjórn Læknafélags íslands sat fund- inn, þeir Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður, Halldór Steinsen, varaformaður, Kristján Eyjólfsson, ritari, Jón Bjarni Þor- steinsson, gjaldkeri, Kristófer Þorleifsson, með- stjórnandi, svo og varamennirnir Katrín Da- víðsdóttir, Ólafur Z. Ólafsson og Páll Þórð- arson, framkvæmdastjóri. Þá sátu fundinn: Björn Önundarson, tryggingafirlæknir, Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, Eyjólfur Þ. Haralds- son, formaður Félags íslenzkra heimilislækna og Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Sérfræð- ingafélags íslenzkra lækna. Fundarstjóri gaf Þorvaldi Veigari orðið til að flytja skýrslu stjórnar. Þorvaldur Veigar hóf skýrsluna með því að minnast þeirra lækna, sem látizt höfðu frá síðasta aðalfundi, en þeir eru: Eggert Briem, Guðmundur Eyjólfsson, Kristbjörn Tryggva- son, Lárus Jónsson og Valtýr Bjarnason. Fund- armenn vottuðu hinum látnu virðingu sína. Ársskýrslu L.í. hafði verið dreift meðal fundarmanna fyrir fundinn, og er vísað til hennar. Formaður drap á helztu atriði árs- skýrslunnar. í upphafi nefndi hann, að 558 læknar hefðu greitt árgjald til félagsins, en það svaraði til 523 heilla árgjalda, þar af 405 frá Læknafélagi Reykjavíkur. Því næst ræddi formaður afgreiðslu álykt- ana aðalfundar L.í. 1982, sbr. ársskýrslu. Þá fjallaði formaður um störf almennra lækna utan heilsugæzlustöðva. Formaður sagði, að félagið hefði enn ekki tekið ákveðna stefnu um starfsgrundvöll þessara lækna, en nefndi, að stjórn L.í. væri andvíg því valdi, sem heil- brigðisráðherra og ráðuneyti hans hefði í hyggju varðandi skipulag á störfum lækna. Formaður gat um könnun á atvinnuástandi íslenzkra lækna, en stjórn L.í. hefði gert tilraun til könnunar á atvinnuástandinu á undangengnu ári. Fremur hefðu læknar verið tregir til svara um atvinnuhorfur sínar, og því hefði verið dregin sú ályktun, að enn sem komið er, væri ekki atvinnuleysi meðal lækna á íslandi. Formaður fjallaði um framhaldsmenntun íslenzkra lækna. Taldi hann ljóst, að á næstu árum yrði erfiðara að komast í framhaldsnám erlendis en verið hefði. Væri því brýnt að koma á hér á landi vísi að framhaldsmenntun lækna. Fyrstu tvö ár framhaldsmenntunar í skurðlækningum og lyflækningum væri eflaust unnt að taka hér á land.i, enda væri vísir að slíku framhaldsnámi nú þegar í gangi við stóru sjúkrahúsin í borginni. Hann taldi einnig, að framhaldsnám í heim- ilislækningum ætti að vera unnt að taka allt hérlendis. Að lokum fjallaði formaður um útgáfustarf-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.