Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1984, Side 19

Læknablaðið - 15.06.1984, Side 19
LÆKNABLAÐID 163 semi á vegum félagsins, svo og um samskipti við önnur lönd, og er vísað til ársskýrslu varðandi pessi atriði. Undir »önnur mál« í ársskýrslunni fjallaði formaður um lög og lagafrumvörp, mál, sem Siðanefnd hafði fjallað um, svo og störf Starfsmatsnefndar. Eftir skýrslu formanns var orðið gefið laust til umræðna um skýrsluna. Sigurbjörn Sveinsson spurðist fyrir um und- irbúning framhaldsmenntunar lækna á íslandi, einkum það, hvort stjórnin hefði notað heimild pá, sem hún hafði fengið á síðasta aðalfundi til pess að fjármagna slíkan undirbúning. Formaður svaraði pví til, að nokkrum að- ilum hefði verið greitt lítillega fyrir vinnu í pessu sambandi, en ekki hefði verið notuð heimild til pess að ráða mann sérstaklega til pessa verkefnis. Finnbogi Jakobsson þakkaði stjórn L.Í. sér- staklega fyrir frumkvæði varðandi undirbún- ing framhaldsmenntunar lækna á íslandi. Fram kom hjá formanni, að á næstu mán- uðum er að vænta álitsgerðar frá ráðherra- skipaðri nefnd varðandi petta mál. Til umræðu kom ferð Ólafs Mixa og Jó- hanns Ágústs Sigurðssonar til Noregs á ping um skipulag og framtíð heimilislækninga. Kváðust peir félagar hafa litið á sig sem full- trúa L.Í., par eð félaginu var boðið að senda fulltrúa á þetta ping. Eftir skýrslu formanns væri peim hins vegar ekki ljóst, hvort svo hefði verið. Formaður svaraði því til, að L.í. hefði ekki bolmagn til að styrkja ferðir sem pessar, enda • væru pær tengdar sérgreinafélögum fremur en L.Í. í heild sinni. Að loknum umræðum um skýrslu stjórnar voru lagðir fram ársreikningar L.í. 1982. Gjaldkeri félagsins, Jón Bjarni Þorsteinsson, skýrði reikninga. Engin athugasemd barst um reikningana, en afgreiðslu peirra, svo og fjár- hagsáætlun var ætlaður tími síðar á fundinum. Undir liðnum »skýrsla stjórnar Domus Medica« lagði Sigmundur Magnússon fram reikninga stofnunarinnar. Fram kom, að tekjur umfram gjöld voru rúmlega kr. 360.000.00. Domus Medica er skuldlaust fyrirtæki. Fram kom áhugi fundarmanna á pví, að umhverfi hússins Domus Medica yrði snyrt, en í svari framkvæmdastjóra hússins kom fram, að þetta hefði ekki verið gert enn sem komið er vegna óvissu um byggingaframkvæmdir á lóðinni. Eftir fundarhlé kl. 10.00 voru lagðar fram ályktunartillögur aðalfundar L.Í. 1983. Nítján ályktunartillögur höfðu borizt stjórninni. Fram kom, að nítjánda tillagan hafði komið of seint, og pví var ákveðið skv. tillögu frá Sigurbirni Sveinssyni, að sú tillaga yrði breytingartillaga við aðra um sama efni. Tillögurnar urðu pví 18, og var þeim skipt til umfjöllunar í 5 starfshóp- um. Þrjár ályktunartillögur bárust frá stjórn L.Í., og kynnti formaður félagsins tillögurnar. Auk þess lagði formaður fram 2 tillögur frá stjórn L.Í. um breytingar á lögum félagsins. Þær voru breyting á 9. gr. laganna, par sem fjallað er um stjórnarkjör, og breyting á 15. gr. laganna, par sem fjallað er um kosningu fulltrúa í B.H.M. Kristján Baldvinsson mælti fyrir 8 ályktun- artillögum frá L.R. Sigurbjörn Sveinsson lagði fram ályktunar- tillögu frá Læknafélagi Vesturlands, en Katrín Davíðsdóttir kom með breytingartillögu við þá tillögu, sbr. að ofan. Þrjár ályktunartillögur bárust frá Læknafé- lagi Akureyrar, og mæltu fyrir tillögunum peir Halldór Halldórsson og Hjálmar Freysteins- son. Eyjólfur Haraldsson lagði fram ályktunar- tillögu frá Félagi ísl. heimilislækna. Eftir þetta var leitað eftir óskum félags- manna um skiptingu í starfshópa, en síðan gert fundarhlé til hádegisverðar. Fundi var framhaldið kl. 14.00. Formaður skipaði Hauk Þórðarson fundarstjóra og Ste- fán B. Matthíasson fundarritara. Á dagskrá var rekstur heilsugæzlustöðva, og var fundurinn opinn öllum læknum. Frummælendur voru Skúli G. Johnsen, borgarlæknir og dr. Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur, deild- arstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Fyrri frummælandi var Skúli G. Johnsen. í upphafi rakti hann þróun kostnaðar í heil- brigðispjónustu, en síðan um hugmyndir, sem voru grundvöllur að tillögum nefndar Lækna- félags Reykjavíkur frá 1972 um heilsugæzlu í Reykjavík, par sem fram kemur, að fjárhags- legt sjálfstæði stofnananna hefði í för með sér bezta og hagkvæmasta fyrirkomulagið. Hann ræddi síðan um fyrirkomulag uppbyggingar og síðan rekstur heilsugæzlustöðva, pannig að ríkið legði til 85 % af stofnkostnaði, en sveit- arfélögin sæju síðan um reksturinn. Hann taldi þetta hafa verulega ókosti í för með sér

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.