Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1984, Page 20

Læknablaðið - 15.06.1984, Page 20
164 LÆK.NABLAÐIÐ og vitnaði í pví sambandi til orða Vilmundar Jónssonar, fyrrum landlæknis, árið 1952 á Alþingi, er hann hvatti til þess, að samræmi yrði í formi rekstrar og uppfærslu þjónustu, þannig að væri uppbygging í höndum ríkis- sjóðs, en rekstur í höndum heimamanna, sveitarstjórnar, kæmu heimamenn á eftir og bæðu um rekstrarstyrk. Skúli sýndi síðan töflu, sem sýndi rekstrar- kostnað heimilislæknaþjónustu og sjúkrahúsa í Reykjavík frá 1970-1981 og benti á, að á þessu tímabili hefði kostnaður við heimilis- lækningar og læknavakt ekki breytzt frá 1970 til 1981 í nýkrónum. Síðan lýsti hann því yfir, að Reykjavíkurborg væri að vinna að hug- myndum um, að gert yrði samkomulag við starfsfólk heilsugæzlustöðva um aðild þess að rekstri stöðvanna. Yrði þá fyrirkomulagið þannig, að ákveðið fjármagn yrði ætlað til reksturs stöðvar. Ef afgangur yrði, fengi starfs- fólk að ráðstafa honum. Síðan fór hann almennt í gerð fjárhagsáætlunar fyrir heilsu- gæzlustöð í Reykjavík, rakti það lið fyrir lið og taldi, að auðvelt væri að gera raunhæfa rekstraráætlun. Hann bar síðan saman greiðsluhlutfall Reykjavíkurborgar og ríkis eftir fyrirhugaða kerfisbreytingu heimilislæknaþjónustu í Reykjaík. Sagði hann kostnaðarhlut borgar- innar aukast um 40.2 %, en ríkissjóðs minnka um 5.9 %. Hann kvað Reykjavíkurborg tilbúna til að axla þessa auknu byrði, svo og kostn- aðinn við sjálfa kerfisbreytinguna, en lokanið- urstöður þeirrar kostnaðaráætlunar lægju ekki fyrir, en væru sennilega ríkinu í hag. í framhaldi af þessu ræddi hann um breytingar á greiðslum til lækna, eftir að heilsugæzlu- stöðvakerfi yrði komið á. Samkvæmt taln- ingu tilvísana á heilsugæzlustöðvarnar í Árbæ og Asparfelli megi ætla, að sérfræðikostnað- urinn lækki um V3 frá því, sem nú er. Síðari frummælandinn var dr. Jón Sæmund- ur Sigurjónsson. Hann flutti fundinum kveðju þeirra Matthíasar Bjarnasonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Páls Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti, en hvorugur þeirra gat þegið boð félagsins um að sitja fundinn. Hann lýsti því yfir í upphafi, að hann talaði sem leikmaður eða sem áhorfandi, sem væri þó á vissan hátt þátttakandi í rekstri heilsu- gæzlustöðva. Hann fjallaði síðan um þá aðila, sem standa að starfsemi heilsugæzlustöðva, þ.e.a.s. ríkið og sveitarfélögin, sem annast reksturinn, starfsfólkið, sem vinnur þjónustu- störfin, og fólkið, sem nýtur þjónustunnar. Alþingi íslendinga hefði sett lög um heilsu- gæzlustöðvar fyrst árið 1973, en síðar hafi hið sama Alþingi sýnt vissa tregðu á fjármögnun- inni. Sveitarfélögunum hafi svo verið falið að sjá um rekstur heilsugæzlustöva, en hins vegar hafi gleymzt að ætla sveitarfélögunum þær tekjur, sem nauðsynlegar eru til að standa und- ir slíkum rekstri. Hann minntist á, að mismun- ar hafi gætt milli sveitarfélaga, hvað varðar kostnaðinn, eftir því hvort hægt væri að reka Frá adalfundi L.Í. í Reykjavík í september sl.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.