Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 23

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 23
LÆK.NABLADIÐ 165 heilsugæzlustöðina í sambandi við sjúkrahús eða ekki. Hann taldi pað miður, að óeðlilega lengi hafi dregizt að setja gjaldskrá fyrir pjónustu heilsugæzlustöðva, sem greiddist af sjúkrasamlögum. Hann benti pó á, að pessi gjaldskrá mundi ekki draga úr rekstraróhag- kvæmni peirri, sem opinberum fyrirtækjum hætti við, en spurning væri, hvort eitthvað annað rekstrarfyrirkomulag væri betra. í pví sambandi minntist hann pess, að læknafélögin hefðu á sínum tíma staðið fagnandi að baki próunar og uppbyggingar heilsugæzlustöðva. Til að koma til móts við sveitarfélögin við rekstur heilsugæzlustöðva hafi verið uppi hug- myndir um daggjöld eða bein fjárlög til rekstursins, sem pá sveitarfélögin eða starfs- fólkið sjálft fengi til umráða. Hann fjallaði síðan almennt um, hvernig gjaldskrárkerfi fyrir veitta pjónustu í heimilis- lækningum hefði áhrif á pá úrlausn, sem sjúklingar fengju og minntist á kínverskt, pýzkt, brezkt og hollenzkt fyrirkomulag, kosti pess og galla að pessu leyti. Hann ræddi síðan um frampróun lækninga almennt og breyt- ingar, sem pað hafði haft á stöðu heimilislækn- isins, og pví næst um breytingar, sem hefðu orsakað próun í átt til heilsugæzlukerfisins. Hann ræddi síðan um hina öru kostnaðar- aukningu á heilbrigðissviðinu. Hann benti á, að við lifum á tímum aðhalds og sparnaðar, og taldi hann pað ekki hafa áhrif á pessa próun, en margt mætti hugsa upp á nýtt, sem pá gæti leitt til pess, sem betur færi. Þiggjendurnir væru svo fólkið, sem einnig yrði að greiða fyrir pjónustuna á einn eða annan hátt. Væri hún of háu verði greidd? Eða ætti að nota pað fé á einhvern annan hátt til pess að auka heilbrigði? Slíkar spurningar leituðu mjög á í hugum sjúkratryggingamanna, sagði dr. Jón. Það finnst öllum sjálfsagt, að við veitum eitthvað til heilbrigðispjónustunnar, pegar vel árar, en pegar illa árar, ætti pá draga í land? Hann taldi erfitt að svara pessu með jái eða neii, en taldi eðlilegt, að nákvæmt eftirlit væri með kostnaðarstraumum í heilbrigðispjónust- unni vegna parfarinnar fyrir heilbrigði og frampróun læknavísindanna. Því næst ræddi hann um kröfur sjúklingsins á pjónustu og áhrif læknisins á kostnað heilbrigðispjónustunnar. Þá hugmynd að auka kostnaðarpátttöku sjúklings taldi dr. Jón vera til komna til pess að draga úr kostnaði í hinu slæma árferði, sem nú er, frekar en að auka ábyrgð læknis og sjúklings á kostnaðinum. Niðurlagsorð Jóns voru síðan pessi: »Rekst- ur heilsugæzlustöðva var settur í hendur sveitarfélaga, af pví að pau höfðu meiri markaðsnálægð en ríkið. Spurningin, hvort starfsfólkið sjálft, sem sér um pjónustuna, hefur ekki öllu meiri markaðsnálægð, er á- hugaverð. Þetta er málefni, sem verður að skoða af faglegri einlægni, ef ná á góðum ár- angri í bráttunni við rekstrarkostnaðinn. Upp- bygging heilsugæzlustöðva er og hefur verið stórkostlegt verkefni. Sem áhorfandi á fremsta bekk sé ég, að margt má betur fara, en ég hika ekki við að klappa pátttakendum lof í lófa fyrir frammistöðuna.« Síðan hófust umræður um framsöguerindin og málefnið. Ólafur Mixa kvaddi sér fyrstur hljóðs. Hann ræddi um, hvernig heimilislæknakerfi m.a. hefði áhrif á útskrift lyfja, en í pví sambandi taldi hann nauðsynlegt, að upplýsingastreymi frá hinu opinbera yrði mjög aukið varðandi kostnað í heilbrigðispjónustunni, t.d. um hvað hvert einstakt lyf kostaði. Hann benti á, að við væntanlega kerfisbreytingu í Reykjavík væri ekki verið að afgreiða bæði kerfin í eitt skipti fyrir öll. Breytingum mætti koma á síðar. Hann ræddi síðan um fyrirlestur Skúla og pær hugmyndir að gera samning við starfsfólk heilsugæzlustöðva um rekstur á heilsugæzlu- stöð. Hann benti á, að með fyrirkomulagi heilsugæzlustöðva væri aukinn staðall á pjón- ustunni og sjálfsagt, að pað héldist prátt fyrir eitthvert annað rekstrarfyrirkomulag. Hann spurði síðan Skúla um ímyndaðan »bónus« við reksturinn, hvort hann væri breytilegur frá ári til árs, hvort hann minnkaði, ef hagstæður rekstur yrði eitt árið, svo og hvernig ætti að fjármagna ýmsa kostnaðarliði, t.d. tölvuskrá- ningu. Skúli svaraði spurningum Ólafs strax. Hann taldi eðlilegt prátt fyrir hagstæðan rekstur, að gera ætti ráð fyrir líkum bónus árið eftir. Þó ætti að vera ákveðið pak á »bónusnum«. Að sínu viti ætti að nota ágóða af rekstrinum til próunar á starfinu, og yrði pá tölvukostnaður tekinn af pví. Stjórnunarkostnað ætti að inn- reikna í rekstraráætlun. Jóhann Ágúst Sigurðsson spurði, hvort væri dýrara í heild, kerfi númeralækna eða heilsu- gæzlukerfi í ímynduðu bæjarfélagi. Skúli benti á, að ekki væri til stöðluð ímynduð pjónusta í hvoru kerfi fyrir sig, pannig að ekki væri unnt að gera kostnaðar- samanburð.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.