Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1984, Page 24

Læknablaðið - 15.06.1984, Page 24
166 LÆKNABLADIÐ Atli Dagbjartsson þakkaði góð framsögu- erindi, en taldi, að ekki mætti einungis horfa á kostnaðarhlið rekstursins, heldur líka á gæðin. Hann benti á vegna framkominna upplýsinga um, að sérfræðikostnaður mundi lækka í Reykjavík eftir kerfisbreytinguna, að hingað til hefðu sérfræðingar að hluta sinnt pri- merþjónustu. Haukur Þórðarson spurðist fyrir um, hvort borgin vildi taka á sig kostnaðaraukn- ingu upp á 40.2 % við rekstur heilsugæzlu- stöðva. Skúli G. Johnsen svaraði, að svo væri. Haukur spurði pá, hvort borgin gæti sett á kerfisbreytinguna án samráðs við heilbrigðis- ráðuneytið. Skúli kvað nei við pví, en samkomulag hefði náðst um pað. Halldór Steinsen ræddi um hin ýmsu kerfi, sem komið hefðu til tals, en kvað öll kerfi vera gölluð, misjafnlega mikið pó. Hann benti á, að læknar væru tilbúnir til að reka læknastöðvar á sem ódýrastan hátt, enda fengju þeir sæmi- leg laun fyrir. Hann benti á, að áður hefði pað, sem greitt hafi verið fyrir læknispjónustuna, verið frá tryggingum og sjúklingum sjálfum, en nú væri pað ríki, sveitarfélög og sjúkrasam- lög, sem ættu að bera kostnaðinn ásamt sjúklingum. Hann taldi, að eftirlit með t.d. rekstrarkostnaði væri bezt í höndum sjúk- lingsins sjálfs, þ.e.a.s. ef hann þyrfti að greiða mismunandi upphæð. T.d. hafi fjórðungsgjöld á lyfjakostnaði sjúklingsins hvatt lækna til að velja ódýrast fyrir sjúklinginn. Endurgreiðsla til sjúklingsins gæti samt komið til, allt eftir aðstæðum. Varðandi hin ýmsu kerfi þjónust- unnar taldi Halldór, að læknar pyrftu að gera sér grein fyrir því, hvort þeir vildu stjórna sjálfir eða ekki. Jón Bjarni Þorsteinsson bar fram fyrirspurn til Skúla G. Johnsen um, hvort ríkið sparaði virkilega með nýja kerfinu. Skúli kvað já við pví. Jón Bjarni spurði dr. Jón Sæmund, hver væri æskileg stærð heilsugæzlustöðvar og hvernig unnt væri að spara í stofnkostnaði. Jón Bjarni taldi lækna mjög móttækilega til að hjálpa til við sparnað, t.d. með lyfjaútskriftum og öðru. í pví sambandi hvatti hann til þess, að hið opinbera, t.d. ráðuneyti, upplýsti lækna meira um lyfjakostnað og aðrar kostnaðar- hliðar. Dr. Jón Sæmundur taldi hið opinbera ekki standa sig mjög vel í því að gefa út upplýs- ingar um lyfjaverð. Hann taldi, að hið opin- bera mundi aldrei treysta sér til að segja lækn- um fyrir um, hvað væri bezta meðferðin. Þeir væru hæfustu sérfræðingarnir á pessu sviði. Dr. Jón Sæmundur taldi líklegt, að sjálfstætt starfandi læknar græfu ekki undan heilsu- gæzlustöðvakerfi, en það gæti orðið tregða hjá tryggingum að semja við heimilislækna, sem störfuðu utan heilsugæzlustöðva. í sam- bandi við pá umræðu Atla, að taka ætti tillit til gæða, svaraði dr. Jón pví til, að vandinn væri að fá sama staðal með minni tilkostnaði. Spurningu Jóns Bjarna um, hvort unnt væri að spara í stofnkostnaði heilsugæzlustöðva, svar- aði Jón Sæmundur pví til, að pað væru læknar, sem ákvæðu búnaðinn, pannig að ekki skipti máli, hvor væri greiðandinn, ríkið eða sveitar- félögin. Sigurbjörn Sveinsson taldi óparfa, að menn sæju ofsjónum yfir starfsemi heilsugæzlu- stöðva á landsbyggðinni. Þær væru byggðar m.t.t. pjónustu. Hann ræddi síðan um fram- lagið frá ríkissjóði til heilsugæzlustöðva eða læknastöðva. Það mætti reiknast annað hvort eftir höfðatölu eða fyrir unnið verk. Kristján Baldvinsson gerði að umræðuefni, að dr. Jón Sæmundur taldi tregðu á, að sjúkratryggingar gerðu samning við sjálfstætt starfandi lækna. Hann minnti á bókun Lækna- félags Reykjavíkur í síðasta kjarasamningi númeralækna, þar sem L.R. gerði pað að skilyrði fyrir stuðningi við kerfisbreytinguna, að eftir kerfisbreytingu yrði til samningur milli sjúkratrygginganna og L.R. fyrir pá lækna, sem vildu starfa sjálfstætt að heimilislækn- ingum. Hann taldi mjög eðlilegt, að borgar- læknir hefði frumkvæði að nýju fyrirkomulagi á heimilislæknapjónustunni og rekstri heilsu- gæzlustöðva. Hann taldi nauðyn, að fjárhags- leg ábyrgð lægi í höndum læknis og áhrifa skjólstæðinga, p.e. sjúklinga gætti. Skúli G. Johnsen lýsti að nýju vilja borgar- innar að styðja við sjálfstæðan rekstur lækna- stöðva og taldi, að hann gæti auðveldlega próast með rekstri heilsugæzlustöðva. Taldi hann nauðsynlegt að leyfa bæði kerfin, par eð hið betra mundi lifa, a.m.k. hér í Reykjavík. Fundi var nú frestað til næsta dags. Fundur hófst að nýju kl. 09.00 miðviku- daginn 20. sept. Formaður skipaði Guðmund I. Eyjólfsson fundarstjóra og Leif Dungal fundarritara. Fyrst á dagskrá var afgreiðsla tillagna og álit starfshópa:

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.