Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 29

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 29
LÆK.NABLAÐID 167 A. Tillögur til lagabreytinga frá stjóm L.í.: 1. 9. grein orðist þannig: Aðalfundur kýs átta manna stjórn úr hópi félagsmanna: Formann, ritara, varafor- mann og féhirði til 2ja ára í senn. Skulu þeir kosnir hver fyrir sig. Annað árið skal kjósa formann og féhirði, en hitt árið ritara og varaformann. Pá skulu kosnir 4 meðstjórnendur til eins árs í senn. Stjórn- armenn skulu vera frá a.m.k. 2 svæðafé- lögum, Stjórnarkosning er skrifleg, óski einhver aðalfundarfulltrúi pess. Verði at- kvæði jöfn við stjórnarkjör, skal hlutkesti ráða. Kjósa skal einn endurskoðanda og annan til vara úr hópi félagsmanna, til eins árs í senn. 2. 15. grein: Niður falli 6. töluliður greinarinnar »kosnir fulltrúar í B.H.M. og varamenn«. Aðrir töluliðir breytist til samræmis. Báðar tillögurnar komu óbreyttar frá starfs- hópi og voru samþykktar samhljóða. B. Ályktunartillögur: 3. Aðalfundur L.í. 1983 telur nauðsynlegt, að stjórn félagsins láti semja reglur um, með hvaða hætti læknum skuli heimiltað kynna sig og starfsemi sína fyrir kollegum. Regl- ur þessar verði skoðaðar sem nánari útfærsla á 12. gr. I. kafla Codex Ethicus. Verði þær kynntar á næstu formannaráð- stefnu og síðan lagðar fyrir aðalfund til samþykktar, enda greiði a.m.k. 3/4 fulltrúa atkvæði. Tillagan kom óbreytt frá starfshópi og var samþykkt samhljóða með 21 atkvæði. 13. Tillagan kom mikið breytt frá starfshópi, en hún hafði fjallað um malpraxistrygg- ingu fyrir íslenzka lækna. Hópurinn skipti tillögunni í tvennt: A. Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.-20. sept. 1983, felur stjórn L.í. að kanna, hvort koma eigi á sjúklinga- tryggingum hér á landi, sem bæti sjúk- lingum ófyrirséðan skaða af læknis- aðgerðum eða lyfjagjöf. B. Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.-20. sept. 1983, beinir því til stjórnar L.Í., að athugað verði, hvort ekki sé rétt að stofna sérstaka kærunefnd til að auðvelda sjúklingum að leita réttar síns, þegar þeir telja sig hafa orðið fyrir misferli af hálfu læknis. Meti nefndin, hvort um sé að ræða raunverulegt misferli og birti mat sitt hlutaðeigandi sjúklingi og viðeigandi aðilum. Allmiklar umræður urðu um tillögurnar og kom þar m.a. fram ótti fundarmanna við mikla fjölgun kæra á hendur læknum yrðu slíkar tryggningar upp teknar. 13.B var loks vísað frá með 13 atkvæðum gegn 5, en 13.A samþykkt með 21 samhljóða atkv. Formadur L.Í., Þorvaldur Veigar Gudmundsson, flytur skýrslu stjórnar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.