Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 33

Læknablaðið - 15.06.1984, Síða 33
LÆKNABLADIÐ 169 8. Þessi tillaga barst nokkuð breytt frá starfs- hópi. Ólafur Mixa bar fram breytingartil- lögu pess efnis, að hverjum landsmanni verði sent ársfjórðungsyfirlit yfir kostnað heilbrigðiskerfisins af honum. Þessi tillaga var felld með 6 atkvæðum gegn 3. Björn Önundarson rakti viðhorf T.R. til þessa máls. Tillaga starfshóps var síðan samþykkt með 22 samhljóða atkvæðum; svohljóðandi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.-20. sept. 1983, felur stjórn L.í. að sjá til þess, að ávallt séu fyrir hendi upplýsingar um sundurliðaðan kostnað við heilbrigðisþjónustu á íslandi ásamt saman- burði við kostnað nágrannaþjóðanna. Upp- lýsingar þessar verði kynntar læknum og almenningi reglulega og þegar tilefni gefst. 9. Tillagan var samþykkt með 22 samhljóða atkvæðum, lítillega breytt frá starfshópi; svohljóðandi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.- 20. sept. 1983, felur stjórn L.Í. að beita sér fyrir könnun og umræðum um kosti og galla mismunandi kerfa í rekstri sjúkra- húsa á sama hátt og verið er að kanna mismunandi rekstrarform heilsugæzlu- stöðva. Könnun þessari verði lokið fyrir 1. maí 1984. 18. Þessi tillaga kom nokkuð breytt frá starfs- hópi og urðu um hana nokkrar umræður, en hún var síðan samþykkt með 18 at- kvæðum gegn 2; svohljóðandi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Domus Med- ica dagana 19.-20. september 1983, ályktar að fjölgun heilsugæzlustöðva í Reykjavík sé aðkallandi nauðsyn og skilyrði eðli- legrar fjölgunar heimilislækna í borginni. Fundurinn beinir því til heilbrigðisráð- herra, að stofnun heilsugæzlustöðva verði hraðað, þannig að a.m.k. ein stöð taki til starfa árlega næstu 5 ár. 7. Við þessa tillögu var bætt hjá starfshópi. Síðan kom fram breytingartillaga um að fella upphaflegu tillöguna niður en láta viðbótina standa. Sú breytingartillaga var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 3. Tillagan var því samþykkt svohljóðandi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.- 20. sept. 1983, felur stjórn L.í. að kanna, með hvaða hætti læknasamtöknin geti nýtt sameiginlega sjóði sína til að bæta viðskiptamöguleika lækna í bankakerfinu. 14. Tillagan kom lítillega breytt frá starfshópi. Eggert Brekkan bar fram frávísunartil- lögu, sem var felld með 6 atkvæðum gegn 1. Tillagan var síðan samþykkt með við- bót starfshóps með 14 samhljóða atkvæð- um; svohljóðandi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.- 20. sept. 1983, felur stjórn L.í. að senda fyrirspurn til sænskra yfirvalda um lífeyris- réttindi íslenzkra lækna þar í landi og knýja á greiðslur, sé þess kostur. Unnið verði að málinu í samvinnu við F.Í.L.Í.S. 15. Tillögunni var vísað til stjórnar L.Í. með 24 atkvæðum gegn 1; svohljóðandi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19.- 20. sept. 1983, felur stjórn L.í. að beita sér fyrir því, að ferða- og dvalarkostnaður fulltrúa svæðafélaganna vegna funda L.Í. (aðalfundar, formannaráðstefnu og kjara- málafundar) verði framvegis greiddur af L.Í. 16. Breytingartillaga starfshóps var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 9. Andmælendur vildu halda upphaflega orðalaginu, þar sem fastar er kveðið á um íbúðarkaup. Tillagan var samþykkt svohljóðandi: Aðalfundur L.Í., haldinn í Reykjavík 19,- 20. sept. 1983, beinir því til Orlofsnefndar L.Í., að næsta fjárfestingarverkefni verði kaup á orlofsíbúð í Reykjavík til afnota fyrir lækna utan af landi. Orlofsnefnd meti, hve fljótt Orlofssjóður hefur fjárhagslegt bolmagn til þessara íbúðarkaupa. Reikningar voru bornir upp af gjaldkera félagsins en fáar athugasemdir voru gerðar. Reikningar voru samþykktir með 21 sam- hljóða atkvæði. Þá kynnti gjaldkeri fjárhagsáætlun, þar sem gert er ráð fyrir 40 % verðbólgu, árgjald kr. 10.000.-, þar af kr. 1.000.- til svæðafélags. Guðmundur I. Eyjólfsson taldi tillag til svæða- félags of lágt og bar fram tillögu um að það yrði kr. 1.500.- og þá árgjaldið allt kr. 10.500.-. þessi tillaga var studd af dreifbýlisfulltrúum og síðan samþykkt með 19 samhljóða atkvæðum. Stjómarkjör: Stjórn L.Í. bar fram tillögu um kjör eftirtal- inna, og voru þeir allir sjálfkjörnir: Formaður: Þorvaldur Veigar Guðmundsson (til 2ja ára). Gjaldkeri: Jón Bjarni Þorsteinsson

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.