Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1984, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.06.1984, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1984;70:171-5 171 Pedro Riba, Ásmundur Brekkan KLÍNÍSK PRÓFUN ÁIOHEXOL, NÝJU SKUGGAEFNITIL ÆÐ ARANNSÓKN A INNGANGUR Skuggaefnislausnir til inndælingar í æð hafa verið í notkun í meira en hálfa öld. Ljóst var frá upphafi, að pessi efni gætu undir ýmsum kringumstæðum skaðað sjúklinga á einn eða annan hátt. Með pað í huga, hefur viðleitni manna áratugum saman og í æ ríkara mæli beinst að pví, að próa klínískt skaðlausa skuggagjafa til inndælingar í æðar í sjúkdóms- greiningarskyni. Mikill áfangi náðist í próun slíkra efnasambanda með tilkomu príjoðaðra salta benzoesýru uppúr 1945 (1). Hér er um að ræða jónuð sambönd, sem gefa góða péttni í blóði og æðum, hafa lága viðloðun og útskilj- ast fljótt um nýrun. öll pessi efnasambönd hafa pó pað sameiginlegt að hafa meiri péttni en blóð (hyperton). Flæðiprýstingur (osmotic pressure) lausna getur orðið 5-8 sinnum hærri en blóðs. Áhrifa aukins flæðiprýstings gætir alltaf á einn eða annan hátt, pegar pessum efnum er dælt í blóð, en áhrifin verða oftast mest eftir inndælingu í slagæð. Sjúklingurinn fær hitakennd, jafnvel verki frá peim svæðum, sem æðarnar veita blóðinu til. Ópægindin eru mismikil eftir stærð æða, skuggaefnismagni og péttni pess, innspýtingarhraða og fleira. Pau eru meðal annars talin stafa af ertingu efnanna á innveggi æðanna og að pessi erting standi í beinum tengslum við yfir-flæðiprýsting efn- anna gagnvart blóði (1, 2, 3). Prátt fyrir pessa annmarka hafa aukaverkanir pessara efna- sambanda ekki verið meiri en pað, að pau hafa mikið til óbreytt verið í notkun í prjá áratugi. En leitinni að hinum fullkomna skuggagjafa var haldið áfram. Um 1970 urðu páttaskil í próun skuggaefna, er fyrirtækið Nyegaard A/S í Osló sendi frá sér efnið metrizamid (Amipaque), vatnleysanlegt joðsamband sem ekki jónast í upplausn og aðeins með helmingi hærri flæðiprýstingi en blóðvökvi (4, 5). Þetta skuggaefni hefur nú í áratug verið notað, Frá röntgendeild Landspítalans. Barst ritstjórn 29/01/1984. Sampykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 02/02/1984. einkum í taugakerfi, en einnig í æðarann- sóknum almennt og reynst ótrúlega lítið efna- fræðilega virkt og mjög ópægindalítið fyrir sjúklingana. Tvennt hafa menn fundið að Amipaque: Hið háa verð, en pað er allt að fimmtán sinnum dýrara en önnur jónuð efnasambönd og óhag- kvæmni í notkun. Efnið hefur eingöngu fengist sem purrfrosið duft í hettuglösum, sem leysa parf upp fyrir notkun og geymslupol tilbúinna upplausna til innspýtingar er mjög lítið. Undanfarin tvö ár hefur skuggaefnið Io- hexol (Omnipaque) frá fyrirtækinu Nyegaard A/S í Osló, verið í klínískri reynslunotkun á völdum röntgendeildum víða um heim, m.a. við röntgendeild Borgarspítalans (notað par við mýelógrafíu-tilraunir) (6). Þessu efni svipar mjög til fyrirrennara síns, Amipaque, hvað snertir flæðiprýsting, viðloðun og er jafn laust við aukaverkanir í klínískri notkun. Það hefur pá kosti fram yfir Amipaque, að pað er afgreitt í upplausn, tilbúið til notkunar, hefur mun lengra geymslupol og er mun ódýrara, en er pó 5-6 sinnum dýrara en jónuð skuggaefna- sambönd. Allar klínískar rannsóknir með Om- nipaque fram til pessa ber að sama brunni, að hér sé komið pað skuggaefni til innspýtingar í æðar og mænugöng, auk annarra líkamshólfa, með minnstu aukaverkanir, sem völ er á í dag og mun, ef að líkum lætur, ryðja úr vegi jónuðu skugga efnunum að fullu. Omnipaque er nú frjálst til notkunar á Norðurlöndum og verður væntanlega fulllokið vísindalegri og klínískri prófun pess fyrir Bandaríkjamarkað á næsta ári (6, 7). Framfarir undanfarinna 10-15 ára í mynd- gerðartækni til sjúkdómsgreiningar, (sem m.a. hafa leitt til gamma-myndavélarinnar, tölvu- sneiðmyndatækja og nú á síðustu árum tölvu- geymslu röntgenmynda, bæði æðarannsókna og annarra), hefur haft í för með sér bætta myndgerð með vaxandi upplýsingarforða. Auk pessa eru margar pessara rannsókna áverka- lausar fyrir sjúklinginn. Því er pó ekki að heilsa

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.