Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1984, Page 38

Læknablaðið - 15.06.1984, Page 38
172 LÆKNABLADID við æðarannsóknir, par sem leggja parf inn æðalegg til inndælingar. Upptaldar rannsókn- araðferðir, ásamt próun sónars, hafa að vissu leyti lagt hemil á önnur greiningarform, sérstaklega á sviði æðarannsókna með skugga- efnisinndælingu. Röntgenrannsóknum með skuggaefnisinn- dælingu í æðar við röntgendeild Borgarspít- alans hefur fækkað úr 238 árið 1980 og niður í 162 árið 1983 og sérhæfðum heilaæðarann- sóknum á röntgendeild Landspítalans hefur- fækkað úr 119 árið 1980 niður í 38 rannsóknir árið 1983, eftir að tölvusneiðmyndatækin voru tekin í notkun. Hins vegar mun æðarann- sókn á lenda- og útlimaæðum, enn um nokkura ára skeið væntanlega, vera sú aðferð, sem gefur nákvæmastar upplýsingar um ástand pessa hluta æðakerfisins hjá sjúkling- um með flæðistruflanir, pegar kanna parf æðakerfið fyrir flæðisbætandi aðgerðir. Þessar rannsóknir hafa reynst pessum sjúklingum ópægilegar vegna hitatilfinningar og ósjaldan sársauka, sem verður samfara inndælingu skuggaefna með háan flæðiprýsting. Ýmislegt hefur verið reynt til að draga úr pessum ópægindum og hefur notkun á lidocaín í æð, samfara innspýtingu skuggagjafa, að margra dómi reynst áhrifaríkt til að draga úr tíðni aukaverkana (8, 9, 10). Amipaque hefur verið notað á röntgendeild Landspítalans við eina rannsókn (aorto-femoral angiografiu) og pá eingöngu í samanburðarkönnun, sem gerð var á tíðni aukaverkana á Amipaque annars vegar og hins vegar skuggagjafa, með háan flæði- prýsting, blandaðan lidocaín (11). Efnið hefur a.ö.l. pótt of dýrt til daglegrar notkunar. Að fenginni jákvæðri reynslu annarrra stofnana á notkun Omnipaque við útlimaæðarannsóknir og vegna lægra verðs pess í samanburði við Amipaque, pótti mjög aðkallandi að kanna að eigin raun notagildi Omnipaque. Sjúklingar og rannsóknaraðferðir Tilgangurinn með könnun pessari var tvípætt- ur: Annars vegar að kanna notagildi Omnipa- que eins sér m.t.t. aukaverkana og bera niðurstöður saman við fengna reynslu af Amipaque. Auk pess að bera saman auka- verkanir Omnipaqe og jónaðs skuggagjafa, sem deyfandi lyfi hefur verið blandað í. Hins vegar var ætlunin, að rannsóknin væri framhald á samanburðarkönnun á Amipaque og skuggaefnum með deyfandi lyfi, sem gerð var nýverið við röntgendeild Landspítalans (11). Könnunin var gerð í samvinnu við lyfjafyrir- tækið Nyegaard A/S í Osló, framleiðanda Omnipaque og Amipaque. Fyrirtækið útveg- aði skuggaefnið og öll nauðsynleg gögn til samanburðarrannsóknarinnar, p.e.a.s. lýsingu á framkvæmd rannsóknarinnar og úrtakslista (codelist). Við rannsóknina var stuðst við staðlað aðferðarrit (protocol) frá fyrirtækinu, sem notað er við hliðstæðar klínískar tilrauna- rannsóknir. Prjátíu sjúklingar tóku pátt í könnuninni, 14 konur (meðalaldur 66,5 ár) og 16 karlar (meðalaldur 62,5 ár). Notað var Omnipaque (Iohexol, Nyegaard) í styrkleika 300 mg joð/ml og Angiografin (Meglumindiatrizoate, Schering) 306 mg joð/ml. Hjá pessum sjúklingum voru gerðar 30 full- komnar lenda- og útlimaæðarannsóknir með præðingu í nára (transfemoralangiografia). í öllum tilvikum voru gerðar tvær skuggaefnis- innspýtingar, önnur með 50 ml Omnipaque, hin með 50 ml Angiografin, sem blandað hafði verið með 5 ml 2 % lidocaín. Skuggaefnið var hverju sinni valið eftir úrtakslista, sem aðeins einn röntgentæknir hafði aðgang að, pannig að hvorki sjúklingur eða röntgenlæknir vissu hvort efnið var notað á undan hverju sinni. Lyfjaforgjöf var engin, en staðdeyfingarlyf í nára var lidocaín 1 % eða í 5-10 ml. Til inndælingar var notuð sjálfvirk inndælingar- sprauta (Angiomat 3000, Viamonte-Hobbs in- jector) og inndælingarhraði var sá sami við hverja inndælingu (15 ml á sekúndu). Lega á inndælingarlegg var óbreytt milli myndataka (leggopið í hæð við corpus L III). Þyrfti að gera fleiri en tvær skuggaefnisinndælingar voru einungis pær tvær fyrstu bornar saman. Fylgst var með hjartalínuriti, hjartsláttar- tíðni og blóðprýstingi sjúklings á undan, á meðan og nokkru eftir myndatöku. Blóð- prýstingur mældur með legg í aorta abdomin- alis, var skráður einni mínútu fyrir og síðan 30, 60 og 120 sekúndum eftir hverja skuggaefnis- gjöf. Við hverja myndatöku var fylgst náið með sýnilegum viðbrögðum sjúklings við skugga- gjafanum, svo sem fótahreyfingum, grettum eða öðrum viðbrögðum. Tveim mínútum eftir hverja myndatöku voru sjúklingar beðnir um að lýsa einkennum, ef einhver voru, sem vægum, polanlegum eða mjög ópægilegum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.