Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1984, Side 41

Læknablaðið - 15.06.1984, Side 41
LÆKNABLADIÐ 173 Allir þátttakendur voru í góðu andlegu og líkamlegu ástandi, allir gátu veitt fullnægjandi upplýsingar um einkenni/viðbrögð eftir hverja myndatöku. Rannsókn var í öllum tilvikum gerð með fullu sampykki sjúklings. Sérfræðingur í hjartasjúkdómum skoðaði öll hjartalínurit að könnuninni lokinni. NIÐURSTÖÐUR Angiografin, sem lidocaíni hafði verið blandað í (hér á eftir nefnt A/L) hafði í för með sér ákveðnari aukaverkanir en Iohexol (hér á eftir nefnt IO). Blóðprýstingur lækkaði hjá 24 sjúklinganna, sem fengu A/L og var meðaltalslækkun á systoliskum prýstingi 18,3 mm Hg, en blóðprýstingslækkun mældist hjá 14, sem fengu IO og var meðaltalslækkun í peim hópi 8,5 mm Hg. Mesta blóðprýstingsfall meðal peirra, sem fengu IO mældist 20 mm Hg, en 50 mm Hg í A/L hópnum. Blóðprýstingurinn hækkaði hjá tíu í IO hópnum, mest um 40 mm Hg, en var óbreyttur hjá sex. Af peim, sem fengu A/L, hækkaði blóðprýstingurinn hjá fjórum, mest um 5 mm Hg, en hélst óbreyttur hjá tveim sjúklinganna. Hjartsláttartíðnin jókst hjá 25 peirra, sem fengu IO, meðaltalsaukning slaga voru 5,4 slög/mín, en mesta aukning mældist 15 slög. Hjartsláttartíðnin var óbreytt hjá fimm sjúk- linganna. í A/L hópnum jókst tíðnin hjá 24 einstaklingum og var meðaltalsaukningin 8,6 slög/mín. Mesta aukningin reyndist 20 slög/- mín. Hjá premur var tíðnin óbreytt, en lækk- aði um <5 slög hjá premur. Nefndar breytingar á blóðprýstingi og hjartsláttartíðni náðu hámarki hálfri mínútu eftir innspýtingu skuggagjafans, en gildin voru komin í sama horf og fyrir skuggaefnisgjöf, áður en tvær mínútur voru liðnar frá hverri inndælingu. Marktækar breytingar á hjartalínuriti sáust hjá tveimur sjúklingum, bæði eftir IO og A/L gjöf; aukaslög, lækkun á S-T bili og lækkun á T-takka hjá öðrum og ST-lækkun og viðsnúnir T-takkar hjá hinum. Báðir pessir sjúklingar höfðu áður fengið kransæðastíflu og annar hafði undirgengist »coronary by-pass« aðgerð 1982. Hjá premur sjúklingum voru breytingar mjög óverulegar, stutt nodal tachycardi eftir A/L hjá einum, eitt aukaslag hjá öðrum eftir A/L og vægar breytingar á P-takka eftir IO og tvær aukasystólur eftir A/L hjá einum. Munurinn á viðbrögðum sjúklinganna við skuggaefnunum var óverulegur. Hjá sjö voru ópægindin væg, hvort heldur IO eða A/L var notað. Hjá 16 voru einkennin polanleg eftir IO, en hjá 15 eftir A/L. Átta töldu rannsóknina mjög ópægilega, vegna mikillar hitakenndar, sjö bæði af IO og A/L, en einn eftir A/L eingöngu. Aðeins prír sjúklingar hreyfðu fæt- urna vegna brunaverks bæði eftir IO og A/L gjöf. Hreyfingar voru pó pað litlar að pær ollu ekki hreyfióskerpu á röntgenmyndum. Fjórir sjúklingar grettu sig og spenntu vöðra sam- fara innspýtingu skuggagjafa, án pess að hreyfa sig úr stað og loks lá einn kyrr, en lýsti miklum brunaverk. Enginn taldi rannsóknina óbærilega og enginn með öllu ópægindalausa. Enginn sjúklinganna fékk brjóstverk á meðan á skoðun stóð og ekki komu fram merki um ofnæmissvörun, svo sem andpyngsli eða úbrot, né heldur ógleði eða uppköst. Tuttugu og níu sjúklinganna reyndust vera með hrörnunarsjúkdóm í lenda-útlimaæðum á mismunandi stigi. Tuttugu og fimm peirra voru reykingafólk og var meðalaldur peirra 64,8 ár. Fjórir höfðu aldrei reykt, meðaldur peirra 78,2 ár. Allir peir, sem töldu rannsóknina mjög ópægilega, höfðu stíflur í einum eða fleiri æðastofnum og útbreidda hliðarblóðrás (colla- teral circulation). Upplýsingagildi röntgen- myndanna var gott eða mjög gott hvort sem notað var IO eða A/L. UMRÆÐA Síðastliðna prjá áratugi hafa jónuð príjoðuð skuggaefnasambönd verið notuð til innspýting- ar í æð. Þau hafa yfirleitt reynst vel. Samt eru pessi efni langt frá pví að vera kjörin til pessa brúks. Pau jónast í upplausn og verða pá péttari en blóðið umhverfis. Yfir-flæðiprýst- ingur hefir blóðrennslisverkun, sem lýsir sér annars vegar í auknu blóðrennsli, aukinni hjartsláttartíðni og lækkuðum blóðprýstingi vegna minnkaðs viðnáms í útæðum og hins vegar valda pau hitakennd eða jafnvel sárs- auka á peim svæðum, sem skuggaefnið streym- ir um. Þessi ópægindi eru talin stafa af ertingu efnanna á innanpekju æðaveggjanna og er pessi erting í beinu hlutfalli við flæðiprýsting peirra (2, 3). Mest kveður að pessari rennslis- verkun, pegar miklu magni skuggagjafa er dælt í einu og á mjög stuttum tíma í stóra æðastofna með stórt veitusvæði, eins og við skoðanir á lenda- og útlimaæðum. Pessi verk- un getur margfaldast hjá sjúklingum með mikið æðasigg, æðaprengsli og mikla hliðar-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.