Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1984, Side 46

Læknablaðið - 15.06.1984, Side 46
176 1984; 70: 176-8 LÆKNABLADID Davíð Gíslason1), Vilhjálmur Rafnsson2) RAKATÆKJASÓTT Á ÍSLENSKUM VINNUSTAÐ INNGANGUR Rakatækjasótt eða humidifier fever var fyrst lýst í Englandi 1969 hjá prenturum sem önduðu að sér eimi frá rakatæki menguðu af þörungum og sýklum (3). Sjúkdómur þessi hefur verið tengdur menguðu vatni úr litlum rakatækjum, en einnig stórum hita- og raka- kerfum, saunaböðum og jafnvel vatnsbólum fyrir heil byggðarlög (4, 5). Margar tegundir örvera hafa verið settar í samband við sjúk- dóminn, svo sem þörungar, sveppir og sýklar. Úr menguðum rakatækjum hafa verið ræktað- ir flavosýklar og baccillus subtilis, thermophi- lic actinomycetes, sveppir og þörungar (5). Einu tilfelli af þessum sjúkdómi hefur áður verið lýst hér á landi (2). Einkennin við rakatækjasótt geta verið mismunandi, svo sem þreyta, höfuðverkur, bein- og vöðvaverkir, hár hiti, hrollur og þyngsli fyrir brjósti eða áköf mæði. Þetta eru því svipuð einkenni og við lungnasótt (alveoli- tis allergica). Ef sjúkdómsorsökin er á vinnu- stað koma einkennin í lok vinnu eða eftir vinnu, og þau ganga vanalega yfir á 12-24 klukkutímum. Einkennin eru mest áberandi eftir frí eða helgar og fara rénandi eftir því sem líður á vikuna. í bráðakasti má heyra slímhljóð um neðri hluta lungnanna við inn- öndun, en röntgenmynd af lungum sýnir vana- lega engar breytingar. Blóðmynd getur sýnt aukningu á hvítum blóðkornum og vinstri hneigð við deilitalningu (5). Greining sjúkdómsins byggir á sjúkrasögu og athugun á umhverfi sjúklingsins. Búnar eru til lausnir úr vökva eða slími frá grunuðum rakatækjum eða hitakerfum og leitað að mótefnum fyrir þessum lausnum í blóðvatni sjúklingsins með felliprófum. Einnig er hægt að rækta einstaka örverur úr tækjunum eða andrúmslofti og prófa síðan fyrir hverri þeirra um sig með felliprófum. í þessari grein verður sagt frá sjúklingi með ') Vifilstaðaspítala. 2) Vinnueftirliti ríkisins. Barst ritstjórn 03/12/1983. Samþykkt til birtingar 30/01/1984. rakatækjasótt. Ennfremur verður greint frá mótefnamælingum hjá sjúklingi og samstarfs- mönnum hans og þær niðurstöður bornar saman við viðmiðunarhóp. EFNI OG AÐFERÐIR Á vinnustað sjúklings, opinberri skrifstofu, unnu 15 manns. Tveir starfsmenn höfðu ein- ungis orðið fyrir mengun rakatækjanna í einn mánuð á vinnustaðnum þegar rannsóknin fór fram og einn starfsmaður hafði byrjað störf eftir að mengun lauk. Þessir þrír starfsmenn voru útilokaðir úr rannsókninni, en þeir voru allir með neikvæða mótefnamælingu. Viðmiðunarhópurinn var 12 starfsmenn ann- arra opinberra skrifstofa, sem unnu allir í sömu byggingunni, í öðru sveitarfélagi en rannsóknarhópurinn. Þegar könnunin var gerð var ekki vitað um að rakatæki væru notuð í þessari byggingu en síðar kom í ljós að í einum hluta byggingarinnar voru tvö rakatæki, sem þó voru afar sjaldan í notkun. Vegna þessa verður ekki loku fyrir það skotið, að mengun hafi stafað frá þeim jafnvel til annarra hluta byggingarinnar. Upplýsingum um einkenni, samband þeirra við vinnutíma og vikudaga var safnað með spurningalista sem þátttakendur fylltu sjálfir út. Á Iistanum var spurt eftir fleiri einkennum en þeim sem eiga við rakatækjasótt og var þetta gert til þess að reyna að koma í veg fyrir skekkjur í svörum þátttakenda. Tekið var vatn og slím úr rakatækjum af vinnustað sjúklings og sent til Diagnoselabo- ratoriet í Kaupmannahöfn, þar sem úr pví var gerð antigenlausn. Rannsóknarstofan gerði síðan mælingar með titerþrepum á mót- efnum í blóðvatni þátttakenda með aðferð sem kölluð er counter — immunoelektrofore- se. Skekkjumörk þessarar rannsóknar er eitt titerþrep. t blóðvatnssafni þúsund danskra blóðgjafa var felliprófið neikvætt titerþrepi 0 þegar það var athugað fyrir þessu raka- tækjaantigeni frá íslandi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.