Kópavogur - 12.04.2013, Side 2

Kópavogur - 12.04.2013, Side 2
2 12. apríl 2013 Belladonna á Facebook Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Við eigum allt frá undirkjólum til yfirhafna Stærðir 40-58 Vertu þú sjálf- vertu BELLA DONNA Borgarafundur í beinni Borgarafundur með frambjóð-endum til Alþingiskosninga í suðvesturkjördæmi verður á rás 2 , mánudaginn 22. apríl. Fundurinn verður einnig sendur út í mynd á vef ríkisútvarpsins ruv.is. og er hefst hann klukkan 19:30. Starfshópur um bókasafn skipaður Starfshópur um framtíðarskipan Bókasafns Kópavogs hefur verið skipaður.Honum er ætlað að skoða ,, hvort ástæða sé til þess að breyta áherslum safnsins og staðsetningu útibús í ljósi mikilla umskipta sem orðið hafa á upplýsingamiðlun með tilkomu síbreytilegrar upplýsinga- tækni, stækkunar bæjarins og hvort æskilegt sé að safnið veiti bæjar- búum fjölbreyttari þjónustu en nú er” eins og segir í fundargerð. Starfshópinn skipa: Páll Magnússon formaður Guðrún Pálsdóttir Steingrímur Hauksson Hrafn Andrés Harðarson Arna Schram Þörf á aukum mannafla í þjón- ustudeild aldraðra Félagsmálaráð Kópavogs lýsir yfir áhyggjum sínum af biðlistum eftir dag- og kvöldþjónustu í þjónustu- deild aldraðra sem rekin er í samstarfi við Heilsugæsluna. Ráðið telur mik- ilvægt að starfsmönnum þar fjölgað verði um eitt viðbótarstöðugildi. Fulltrúar í félagsmálaráði bók- uðu á fundi á dögunum að við gerð næstu fjárhaghagsáætlunar þurfi að hafa í huga fjölgun í hópi aldraðra og bregðast við með auknum mannafla í þjónustunni. Kópavogsdagar haldnir í tíunda sinn: Ber uppá 58 ára afmæli bæjarins -skráning viðburða hefst í næstu viku Kópavogsdagar, menningarhá-tíð Kópavogs, verða haldnir 4. til 11. maí. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin. Allir þeir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að vera með viðburð á menningarhá- tíðinni. Miðpunktur hátíðarinnar verður sem fyrr á menningartorfunni. Karen Elísabet Halldórsdóttir er formaður lista- og menningarráðs og var spurð nánar útí viðburðinn. Fyrst var hún innt eftir mikilvægi hátíðar sem þessarar: ,,Kópavogsdagar er árleg menn- ingarhátíð Kópavogs og er haldin núna í 10. sinn og verða ýmsir við- burðir 4.- 11. maí sem tengjast því afmælisdegi Kópavogs sem er 11. maí og verður bærinn 58 ára í ár. Mark- mið hátíðarinnar er meðal annars að gefa bæjarbúum kost á því að kynnast og sjá afrakstur menningarstarfsins í Kópavogi. Bærinn heldur úti kraft- miklum menningarstofnunum, og söfnum, svo sem Gerðarsafni, Salnum, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlist- arsafni Íslands og Bókasafni Kópa- vogs. Allar þessar stofnanir eru á sama reitnum á Borgarholtinu og á Kópa- vogsdögunum verða þær allar með uppákomur sem gefa bæjarbúum nasaþef af því mikla starfi sem þar fer fram allan ársins hring. Ég veit reyndar að bæjarbúar hafa verið dug- legir við að sækja söfnin heim og njóta þess sem þau hafa upp á að bjóða en stundum verðum við líka að halda eins konar uppskeruhátíð.” segir Karen. ,,Börn hafa gaman af menningarviðburðum” -Verður hátíðin með svipuðu móti og í fyrra eða verður bryddað uppá nýjungum? ,,Við ætlum að halda áfram með Ormadaga þetta árið sem lukkaðist afar vel í fyrra. Tilgangur Ormadaga er að vekja áhuga barna og ungmenna á listum sem og að kynna fyrir þeim þær stofnanir sem bærinn rekur á Torfunni. Við sem foreldrar erum stundum rög við að taka krakkana okkar á lista- og viðburðasýningar þar sem að við gefum okkur að þeim leiðist og einhverra hluta vegna kunni þau ekki ,,haga sér” inn á menningarstofnunum. Fyrir vikið förum við sjálf jafnvel sjaldnar á lista- og menningarviðburði. Ég tel að þetta sé mikill misskiln- ingur því að börn hafa afskaplega gaman af menningarviðburðum og okkar reynsla er að þeim virkilega líður vel inná slíkum viðburðum, við þurfum bara að venja þau við þá. Í fyrra komu hundruð barna á Ormadaga þar sem þau hlustuðu heilluð á tónlist í Salnum og í Tónlistasafni Íslands, tóku þátt í listasmiðjum og kynntust Náttúrufræðistofu og Bókasafninu á annan veg en áður. Ljóðlist í strætó og sundlaugum -En hver er reynsla menningarráðs af síðustu hátíðum? Hvernig hefur aðsóknin verið? ,,Reynsla okkar af undangengnum hátíðum virkilega góð. Þessi hátíð sem og aðrir hlutir í okkar góða samfélagi hefur þurft að taka tillit til minnkandi fjármagns. Hins vegar hefur skertari fjárhagur kennt okkur að gera hlutina á annan máta og í raun alls ekki síðri. Við höfum einvalafólk í hverju horni sem leggur sig ár hvert fram um að gera hátíðina sem mesta og besta. Aðsóknin á Kópavogsdaga í fyrra var til fyrirmyndar og við sjáum á hverju ári auknar aðsóknartölur sem og fjöl- breytni verkefna sem taka þátt. Margir vellukkaðir atburðir voru á síðasta ári en af þeim sem bærinn stóð sérstaklega að var til dæmis þegar við settum verðlaunaljóð sigurvegaranna í grunnskólakeppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör á flot í sundlaugum Kópavogs sem og í tiltekna strætisvagna. Þetta ýtti ennfrekar undir áhuga á ljóðalistinni og þeirri einstæðu keppni sem Ljóð- stafurinn er, sem og vakti aðferðin mikla athygli.” -Verður umfangið svipað og í fyrra? ,,Kópavogsdagar eru síbreytilegir og því til marks eru þeir enn í mótun. Við erum núna að safna viðburðum á síðuna okkar og því á enn margt eftir að koma í ljós. En já umfangið er svipað og í fyrra” segir Karen að lokum. 25 styrkir afhentir til menningarmála -fjölbreytt verkefni styrkt Kópavogsbær veitti nýverið 25 einstaklingum, hópum og sam-tökum styrki úr lista- og menn- ingarsjóði fyrir samtals tæplega tíu milljónir króna. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, af- hentu styrkina við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs. Hæsti styrkurinn nemur 1,5 millj- ónum króna og rennur hann til Björns Thoroddsen tónlistarmanns sem haldið hefur árlega Jazz- og blúshátíð í Salnum í Kópavogi. Tónlistarhátíð unga fólks- ins, sem haldin hefur verið í Kópavogi undanfarin sumur, fékk veglegan styrk sem og Töfrahurðin, sem er tónlistar- fræðsla fyrir leik- og grunnskólabörn í Kópavogi. Af öðrum verkefnum má nefna danssmiðju fyrir börn og unglinga, hádegistónleika í Salnum, skrásetningu örnefna og kennimerkja í Kópavogi, ritun sögu hernámsáranna í Kópavogi, uppsetningu leiksýningar um fjölskyldu í Kópavogi, gerð kvikmyndar og tón- leikana "Mozart við kertaljós" í Kópa- vogskirkju. Að auki fá einstakir listhópar rekstr- arstyrki.Þar á meðal eru Kvennakór Kópavogs og Karlakór Kópavogs, Myndlistarfélag Kópavogs, Sögufélag Kópavogs og Ritlistarhóp Kópavogs. Stutt og laggott Frá afhendingu menningarverðlauna Kópavogs Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Kópavogur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.