Kópavogur - 12.04.2013, Blaðsíða 4

Kópavogur - 12.04.2013, Blaðsíða 4
4 12. apríl 2013 Blikarnir stefna hátt í Pepsi-deildinni Nú styttist í að íslenska knattspyrnusumarið hefjist. Íslandsmótið í knattspyrnu, Pepsi-deildin hefst í byrjun maí- mánuðar og undirbúningurinn stendur sem hæst. Atli Sigurðarson, fram- kvæmdarstjóri Knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að æfingatímabilið hafi gengið vel. Meistaraflokkur bæði kvenna og karla héldu í æfingaferð til Jerez á Spáni í vikunni og er það lokaundirbúningurinn fyrir sum- arið. Vonast er eftir því að fljótlega eftir heimkomuna geti liðin byrjað að spila á grasi. Bæði karla- og kvennaliðið uppskáru góðan árangur í Pepsi-deildinni síð- astliðið sumar. Í karlaflokki höfnuðu Blikar í öðru sæti en fimmta sætið varð niðurstaðan í kvennaflokki. ,,Við stefnum á að færa okkur upp um eitt sæti í karlaflokki,‘‘ bætir Atli við. Fyrsti leikurinn í Pepsi-deild karla fer fram sunnudaginn 5. maí næstkomandi. Þá fá Blikarnir lið Þórs í heimsókn. Þann 7. maí er fyrsti leikur í Pepsi-deild kvenna og heimsækja Blikarnir þá HK/ Víking á Víkingsvelli. Mikil gróska er í knattspyrnudeild Breiðabliks. Um 1100 iðkendur eru í deildinni og að sögn Atla er það mesti fjöldi iðkenda í knattspyrnufélagi á Íslandi. Óhætt er því að segja að framtíðin sé björt hjá Blikunum. LHÞ Samkór Kópavogs: Tónleikar í Salnum 18. apríl Samkór Kópavogs mun halda sína árlegu vortónleika í Salnum, tónlistahúsi Kópavogs fimmtu- daginn 18.apríl n.k. kl. 20. Ásamt kórnum mun koma fram hinn landsk- unni söngvari Bjarni Arason og söng- konan Ragnheiður Sara Grímsdóttir. Um hljóðfæraleik sjá þeir Gunnar Gunnarsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Eric Qvik trommuleikari og Örn Arnarson gít- arleikari. Stjórnandi er Skarphéðinn Þór Hjartarson. Á tónleikunum mun gleðin ráða ríkjum enda þema þeirra vorið, ástin og gleðin. Auk þess að flutt verði klassísk sönglög munu verða fluttar þekktar dægurperlur sem margar eru í nýjum útsetningum eftir Skarphéðin stjórnanda kórsins. Má þar nefna lög eins og Sem lindin tær, Bláu augun þín og Heyr mína bæn. Bæjarbúar eru hvattir til að tryggja sér miða á www. salurinn.is Styttist í 50 ára afmæli kórsins Samkór Kópavogs er blandaður kór sem var stofnaður árið 1966 og eru því örfá ár þar til hann heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt. Kórinn hefur tekist á við hin ýmsu verkefni bæði stór og smá. Þar á meðal má nefna flutning verka eftir breska tónskálið Karl Jenkins en það verkefni var flutt með sinfóníuhljóm- sveit skipuð meðal annars kennurum og nemendum úr Tónlistaskóla Kópavogs. Samkórinn er skipaður vönu söng- fólki sem margt hvert hefur sungið með kórnum um áraraðir. Í Samkórnum hefur ávallt ríkt góður félagsandi og hefur kórinn auk þess að halda tónleika farið í fjölda söng- og skemmtiferða bæði innan- og utanlands. Samkórinn er ætíð tilbúin að taka á móti nýjum félögum og eru söngglaðir Kópavogsbúar sem og aðrir velkomnir að bætast í hópinn á haustdögum. Kórinn æfir í Lindarkirkju á mánu- dagskvöldum. Nánari upplýsingar má finna á www.samkor.is og einnig hjá for- manni kórsins Birnu Birgisdóttur í síma 692-4133 Netfang kórsins er: samkor@ samkor.is Kópavogur 1. TBL. 1. ÁrgaNgur 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@ fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@ vedurehf.is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: hafnarfjordur@vedurehf.is, Ljósmyndari: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Veffang: fotspor.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 11.000 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 11.000 e intökum í allar íbúðir í kópavogi Hvað veistu um bæinn þinn eru laufléttar spurningar um Kópavog og sögu hans. Ein spurning birtist í hverju blaði og er svarið að finna á blaðsíðu 14 í blaðinu. Hvað veiStu um bæinn þinn? Spurningin í þessu blaði er: Hvenær fékk Kópavogur kaupstaðaréttindi? ? Frá ferð kórsins til St pétursborgar sumarið 2012 Ólafur Kristjánsson, þjálfari meistara- flokks karla. Mynd: Heiða Gunnlaugs. Tómas Óli Garðarsson í harðri baráttu sumarið 2012. Mynd: Heiða Gunnlaugs Kæri Kópavogsbúi Blaðið sem þú ert með í höndunum er fyrsta tölublað Bæjarblaðsins Kópavogs og því er um nokkur tímamót að ræða. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa blaðs um nokkurn tíma en nú er sem sagt komið að því að blaðið líti dagsins ljós. Við munum kappkosta að flytja fréttir af mannlífi og atvinnulífi úr því fjöl- breytta og líflega samfélagi sem Kópavogur er. Af nógu er að taka í menningar- og mannlífi og þiggjum við einnig allar ábendingar um efni með þökkum. Þetta tölublað er með sérstökum brag. Eins og varla hefur farið framhjá nokkrum manni verður gengið að kjörborðinu eftir tvær vikur eða svo og nýtt þing kjörið. Okkur því fannst tilvalið að senda spurningar til allra fram- boðanna og leggja spurningar fyrir þau öll svo kjósendur hafi möguleika á að bera svör þeirra saman. Mikil ásókn hefur verið í að fá birtar greinar eftir frambjóðendur í blaðinu og ekki var rúm fyrir þær allar. Enda um 14 framboð að ræða svo enginn getur svo sem kvartað yfir skorti á valkostum. Það þótti við hæfi að taka hús á bæjarstjóra vegna fyrsta tölublaðsins. Farið er yfir víðan völl í viðtalinu og ýmislegt fróðlegt ber þar á góma. Að ári liðnu er komið að því að velja fulltrúa í sveitarstjórnum landsins og fróðlegt verður að sjá hvernig framboðsflóran verður þá,í síðustu kosningum voru tveir nýir bæjarmálaflokkar í boði og náðu hvor um sig ágætis árangri. Blaðið er gefið út af fyrirtækinu Fótspori sem gefur út níu héraðs- og bæjarblöð um allt land. Sum þeirra koma út mánaðarlega, önnur hálfsmánaðarlega og enn önnur einu sinni í mánuði. Blöðin eru óháð öllum stjórnmálaflokkum og sérhagsmunum. Það er von okkar sem að þessu blaði standa að því verði vel tekið og grundvöllur verði fyrir því að fjölga útgáfudögum blaðsins í fjóra á mánuði. Lifið heil, Hólmfríður Þórisdóttir, og Sigurður Þ Ragnarsson ritstjórar Ritstjórar heilsa Leiðari

x

Kópavogur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.