Kópavogur - 12.04.2013, Side 8
8 12. apríl 2013
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í viðtali við Bæjarblaðið Kópavog:
„Í Kópavogi er allt til alls og
það er alveg ljóst að fólk sækist
eftir því að búa í bænum“
Í tilefni þess að fyrsta tölublað Bæj-arblaðsins Kópavogs kemur út í dag var tekið hús á bæjarstjóra og hann
spurður spjörunum úr. Við byrjum á
því að góðum íslenskum sið að spyrja
bæjarstjóra um ætt og uppruna.
Hver er maðurinn? „Ég fæddist á
Akureyri 17. júlí 1966 og er að mestu
alinn þar upp, með tveimur undan-
tekningum þó, þar sem ég bjó um tíma
í sveit, Þverá í Öxnadal, og á Patreks-
firði.
Eftir grunnskóla fór ég í Iðnskól-
ann á Akureyri, sem nú heitir Verk-
menntaskóli, og lauk ég þar grunn-
deild rafiðna. Að því loknu lá leiðin í
Menntaskólann á Akureyri og þaðan í
stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Á
þessum árum tók ég einnig svifflugs-
og einkaflugmannspróf en hef þó lítið
sinnt því áhugamáli mínu undanfarin
ár. Vonandi gefst betra tækifæri til
þess síðar. Ég stofnaði ungur að árum
auglýsingastofuna Nonni og Manni en
nafninu var síðar breytt í ENNEMM
þegar fjölgaði í eigendahópnum. Eigin-
kona mín er Hulda Guðrún Pálsdóttir
og saman eigum við tvö börn.“
-Þá er bæjarstjóri inntur eftir því
hvenær hann hóf afskipti af stjórn-
málum. Hver var aðdragandi þess?
„Ég byrjaði að spá mikið í pólitík
á menntaskólaárunum en það var þó
ekki fyrr en á háskólaárunum sem ég
gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Ég starfaði
þar í ungliðahreyfingunni og sat m.a.
í stjórn Sambands ungra sjálfstæðis-
manna. Svo æxluðust mál þannig að
ég tók að mér að vera kosningastjóri
árið 1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Norðurlandskjördæmi eystra og upp
frá því hefur líf mitt, meira og minna,
snúist um pólitík.
Ég hef verið aðstoðarmaður ráð-
herra, setið á þingi og í bæjarstjórn
Kópavogs frá árinu 1998 og gegnt þar
ýmsum trúnaðarstörfum. Fyrir rúmu
ári varð ég svo bæjarstjóri Kópavogs.“
Landsmenn hafa fylgst með
meirihlutaskiptum og átökum í bæj-
arstjórn Kópavogs síðustu ár og ekki
síst á yfirstandandi kjörtímabili. Því
er ástæða til að spyrja bæjarstjóra út í
þau mál og hvort draga megi lærdóm
af þeim átökum. Hann segir að átök í
bæjarstjórn Kópavogs séu ekki ný af
nálinni:
„Það er rétt hjá þér að saga bæjar-
stjórnarmála í Kópavogi er að mörgu
leyti saga átaka. Ef rýnt er til dæmis í
bókina Við byggðum nýjan bæ, eftir
Huldu Jakobsdóttur, fyrrverandi bæj-
arstjóra, má sjá að átökin voru oft
hatrömm á fyrstu árum sveitarfélags-
ins. Ég dreg þó enga fjöður yfir það
að átökin milli aðila í bæjarstjórn síð-
ustu árin hafa einnig gengið úr hófi
fram. Þau eru oft á tíðum bundin við
ákveðnar persónur.
Við höfum þó verið að reyna að
breyta þessari umræðuhefð, til dæmis
með breytingum á fundarfyrirkomu-
lagi bæjarstjórnar. Þannig höfum við
reynt að gera umræðu um einstök mál
markvissari og betri. Það er ekki komin
löng reynsla á þetta nýja fyrirkomulag,
nokkrir fundir hafa gengið mjög vel en
aðrir hafa farið í gamla farið. Ég hygg
að við munum fara yfir þessar nýju
reglur aftur og breyta ef þörf er á, til
að ná betur markmiðum okkar. Þegar
allt kemur til alls er þetta þó í höndum
bæjarfulltrúanna sjálfra, það breytist
ekkert nema þeir hafi raunverulegan
áhuga og vilja til þess.“
-Er Kópavogsbær svefnbær að mati
bæjarstjóra eða er það liðin tíð?
„Það er langt síðan Kópavogsbær
hætti að flokkast sem svefnbær. Hér
hefur verið mikil uppsveifla frá því
meirihluti Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks tók við stjórn bæjarins
árið 1990 og svo aftur núna þar sem
við erum í góðu samstarfi við Y-Lista
Kópavogsbúa. Íbúum hefur fjölgað
umtalsvert og það sama má segja um
fyrirtækin í bænum.
Í stuttu máli má segja að hér sé allt
til alls. Kópavogur er öflugt atvinnu-
svæði þar sem stunduð er fjölbreytt
atvinnustarfsemi á sviði verslunar,
þjónustu og framleiðslu. Hér eru góðir
skólar, góð íþróttaaðstaða og blómlegt
menningarlíf. Íbúum fjölgar jafnt og
þétt milli ára og eftirspurn eftir lóðum
er að aukast töluvert. Það er því alveg
ljóst að fólk sækist eftir því að búa í
Kópavogi.“
Um sameiningu
við önnur sveitarfélög:
„Ég er ekki viss um að
það sé það sem bæjar-
búar vilja. Maður getur
líka spurt sig af hverju við
ættum að vera breyta því
sem vel gengur...“
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri heimsótti alla leikskóla í Kópavogi á síðasta ári til að kynna sér starfsemi þeirra. Með honum er rannveig Ásgeirsdóttir,
formaður bæjarráðs. Nú heimsækir Ármann alla grunnskóla bæjarins í sama tilgangi.
Ármann ásamt heiðurslistamanni Kópavogs árið 2012, Ingibjörgu Þorbergs, og formanni lista- og menningarráðs,
Karen E. Halldórsdóttur.