Kópavogur - 12.04.2013, Side 10

Kópavogur - 12.04.2013, Side 10
10 12. apríl 2013 Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Hugsaðu um heilsuna og veldu heilkorn Hjartabrauð Þitt hjartans mál...í hvert mál... Ögmundur Jónasson, Vinstri-grænum Ekki varð samstaða um að taka vísitöluna úr sambandi í upphafi hruns eins og hugmyndir komu fram um úr okkar ranni, né um almenna niðurfærslu skulda. Var þá horfið til þess ráðs að stórefla vaxtabótakerfið. Á árunum 2011 til og með 2013 námu vaxtabætur samtals rúmlega 44 millj- örðum króna. Um þennan stuðning hefur munað þótt það vilji gleymast í umræðunni. Á árunum 2011 og 2012 var að jafnaði um 30% vaxtakostnaðar- ins endurgreiddur úr ríkissjóði en allt upp í 45% hjá tekjulægstu heimilunum. VG hefur teflt fram þeirri hugmynd að vaxtabætur verði greiddar í byrjun árs með hliðsjón af höfuðstóli lána, óháð því hvort viðkomandi hafi verið fær um að greiða afborganir og þar með vexti og þótt lán væru í frystingu. Vaxtabætur geti þannig nýst til að lækka höfuðstól. Þá höfum við unnið að samkomu- lagi við lífeyrissjóðina vegna lánsveða. Vonir standa til að okkur sé að takast að ná samkomulagi um niðurfærslu á lánsveðum. Það er réttlætismál. Allir verða að sitja við sama borð. Hvað varðar 110% leiðina og leið- réttingar vegna gengistryggðra lána, þá er einn hópur sem enn stendur út af og það eru viðskiptavinir fyrrum Spron og Frjálsa fjárfestingarbankans. Þeir voru settir undir regnhlíf þrotabúa þessara banka, nú Dróma. Við vinnum að því að greiða götu þessa fólks sem engan veginn hefur fengið sanngjarna úrlausn sinna mála. Fjármálastofnanir litu á milljarða- tugina sem fóru í niðurfærslu sam- kvæmt 110% aðferðafræðinni sem þegar orðið tap. Því miður eru margir enn í vanda. Ljóst er að koma verður til móts við það fólk á komandi tíð af rétt- lætisástæðum en einnig af fjárhagslegri nauðsyn. Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð: Við teljum það forgangsatriði að bæta lífskjör. Til þess þarf fjölbreytt atvinnulíf sem borgar góð laun, stöðugleika sem lækkar vexti á lánum, lægra vöruverð með inn- göngu í ESB og opnara samkeppn- isumhverfi, betri leigumarkað, svo fátt eitt sé nefnt. Mörg heimili eiga í greiðsluvanda vegna þess að lán eru of dýr á Íslandi. Það er forgangsatriði að gera lánin ódýrari, að komast út úr verðbólgu- umhverfinu. Fram að því er hægt að gera ýmislegt til að hjálpa fólki í greiðsluvanda, s.s. greiða vaxtabætur, hugsanlega setja þak á verðtryggingu, leyfa inngreiðslum lífeyrissparnaðar að renna að hluta til greiðslu höfuð- stóls, beina fólki til Umboðsmanns skuldara og í þau afskriftaúrræði sem þar bjóðast, afnema stimipilgjöld svo fólk geti skuldbreytt í hagstæðari lán þegar þau bjóðast. Við erum opin fyrir hugmyndum í þessum efnum og lítum að sjálfsögðu á það sem forgangsmál að koma fólki úr vandræðum. Margrét Tryggvadóttir, Dögun Að mati Dögunar er það algjört forgangsmál að leiðrétta skuldir heimilanna. Sýnt hefur verið fram á að margar leiðir eru færar til þess og gerum við ekki upp á milli þeirra. Ein er leið sem Hreyfingin lagði til á sínum tíma þar sem hækkun á skuldum heimila umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans eru teknar af skuldunum og settar til hliðar í sérstakan skulda- afskriftasjóð sem greiddur er upp á 20 árum. Önnur leið er svokölluð skipt- igengisleið sem felur í sér myntskipti með upptöku annars gjaldmiðils (erlends eða nýrrar krónu) þar sem miklum eignum og skuldum er skipt á mismunandi gengi. Slík aðgerð var framkvæmd í Þýskalandi eftir seinni heimstyrjöld og er grunnur þess sem síðar var nefnt þýska efnahagsundrið. Þá er einnig mögulegt fyrir ríkið að ná þessu fé inn, ýmist með afslætti þegar kemur að afléttingu "snjóhengjunnar" eða skattheimtu á ógnarhagnað fjár- málafyrirtækja en bankarnir þrír hafa hagnast um yfir 200 milljarða frá hruni. Allir sem skulda verðtryggð lán (sem og gengislán hjá Íslandsbanka en þau hafa ekki verið dæmd ólögleg) urðu fyrir forsendubresti og hann ber að leið- rétta, óháð því hvenær lán voru tekin eða hvaða hópi skuldarinn tilheyrir. Til að ráðast í þessar aðgerðir þarf kjark og hann hefur Dögun. Hákon Einar Júlíusson, Pírötum: Langmikilvægasta verkefnið gagn-vart skuldavanda heimilanna er að byggja hér upp peningakerfi sem virkar með íslenskri krónu og íslenskum markaði til frambúðar. Ég hef miklar áhyggjur af því að ofuráherslan á skyndilausnir í þessari kosningabaráttu verði til þess að enn og aftur yfirsjáist yfirvöldum að breyta peningakerf- inu á þann hátt að það þurfi ekki að hrynja til grunna með reglulegu milli- bili. Píratar vilja aðstoða fólk í að leita réttar síns samkvæmt lögum gagnvart bönkunum og jafnvel má hjálpa fólki að skuldbreyta yfir í óverðtryggð lán í þeim tilfellum sem það er á annað borð mögulegt, en það sem er miklu mikilvægara, og virðist vera að gleym- ast í þessari kosningabaráttu, er að við þurfum langtímalausnir. Enginn flokkur utan Pírata virðist skilja að ekkert breyttist í grundvallar- atriðum við peningakerfi Íslands eftir hrun. Við viljum endurskoða gjörvallt peningakerfið með það að markmiði að hrun verði ekki og að verðtrygging verði óþörf. Þá koma sérstaklega inn hugmyndir um hliðargjaldmiðla. Alþingiskosningar 2013 X2013 Fyrsta spurningin til flokkanna er: Er það forgangsmál í þínum flokki að taka á skulda- vanda heimilanna? Ef svo er, hvaða leið ætlið þið að fara að því marki og hverjir eiga að njóta aðgerðanna?

x

Kópavogur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.